Telja að tvífari Ross sé í London Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2018 11:08 Hinn grunaði glæpamaður er sá til vinstri, en David Schwimmer er sá til hægri. Eða var það öfugt? Lögregla í London tekur nú þátt í leitinni að tvífara bandaríska leikarans David Schwimmer eftir að lögregla í Blackpool birti mynd af honum úr öryggismyndavél. Lögregla í Blackpool telur víst að maðurinn, sem grunaður er um þjófnað í borginni, sé frá og hafist við í London. Netheimar loguðu eftir að Blackpool-lögreglan lýsti eftir manninum þar sem hann þótti sláandi líkur persónunni Ross úr þáttunum Vinum. Schwimmer fór með hlutverk Ross í þáttunum sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004. „Við vinnum með kollegum okkar í Lundúnalögreglunni að því að hafa hendur í hári hans og handtaka,“ segir talskona lögreglunnar í Blackpool. „Við teljum að maðurinn sem náðist á öryggismyndavél sé frá London.“ Schwimmer tók sjálfur boltann á lofti og lýsti yfir sakleysi sínu þar sem hann sagðist ekki hafa verið í Blackpool á þeim tíma sem myndin úr öryggismyndavélinni náðist. Birti hann myndband á samfélagsmiðlum sem sagt var úr öryggismyndavél verslunar í New York þar sem mátti sjá Schwimmer haldandi á kassa af bjór, alveg eins og tvífarinn. „Lögreglumenn, ég sver að þetta var ekki ég. Eins og þið sjáið þá var ég í New York.“ Maðurinn sem lögreglan leitar að er grunaður um að hafa stolið jakka, síma og veski á veitingastaðnum Mr Basrai's í Blackpool þann 20. september.Officers, I swear it wasn't me.As you can see, I was in New York.To the hardworking Blackpool Police, good luck with the investigation.#itwasntme pic.twitter.com/EDFF9dZoYR— schwim (@DavidSchwimmer) October 24, 2018 Bretland Friends Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Lögregla í London tekur nú þátt í leitinni að tvífara bandaríska leikarans David Schwimmer eftir að lögregla í Blackpool birti mynd af honum úr öryggismyndavél. Lögregla í Blackpool telur víst að maðurinn, sem grunaður er um þjófnað í borginni, sé frá og hafist við í London. Netheimar loguðu eftir að Blackpool-lögreglan lýsti eftir manninum þar sem hann þótti sláandi líkur persónunni Ross úr þáttunum Vinum. Schwimmer fór með hlutverk Ross í þáttunum sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004. „Við vinnum með kollegum okkar í Lundúnalögreglunni að því að hafa hendur í hári hans og handtaka,“ segir talskona lögreglunnar í Blackpool. „Við teljum að maðurinn sem náðist á öryggismyndavél sé frá London.“ Schwimmer tók sjálfur boltann á lofti og lýsti yfir sakleysi sínu þar sem hann sagðist ekki hafa verið í Blackpool á þeim tíma sem myndin úr öryggismyndavélinni náðist. Birti hann myndband á samfélagsmiðlum sem sagt var úr öryggismyndavél verslunar í New York þar sem mátti sjá Schwimmer haldandi á kassa af bjór, alveg eins og tvífarinn. „Lögreglumenn, ég sver að þetta var ekki ég. Eins og þið sjáið þá var ég í New York.“ Maðurinn sem lögreglan leitar að er grunaður um að hafa stolið jakka, síma og veski á veitingastaðnum Mr Basrai's í Blackpool þann 20. september.Officers, I swear it wasn't me.As you can see, I was in New York.To the hardworking Blackpool Police, good luck with the investigation.#itwasntme pic.twitter.com/EDFF9dZoYR— schwim (@DavidSchwimmer) October 24, 2018
Bretland Friends Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53