David Schwimmer segist saklaus Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2018 17:51 Schwimmer gerði góðlátlegt grín að myndinni. Mynd/Skjáskot Bandaríski leikarinn David Schwimmer segist ekki vera maðurinn sem lögreglan í Blackpool í Bretlandi leitar nú að í tengslum við þjófnað í verslun. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum vinsæla.Á mynd sem tekin er úr eftirlitsmyndavél sést maðurinn halda á kassa af bjór en hans er leitað vegna gruns um aðild að þjófnaði þann 20. september síðastliðinn. Lögregla deildi myndinni á Facebook-síðu sinni í gær og voru netverjar afar fljótir að taka við sér og spyrja hvort verið væri að leita að Schwimmer. Svo virðist sem að leikarinn sjálfur hafi ekki farið varhluta af umfjöllun um tvífara sinn og birti hann myndband á Twitter í dag þar sem hann segist vera alsaklaus og gerir grín að myndinni sem lögreglan birti. Á myndbandinu sem hann birtir má sjá Schwimmer í matvöruverslun hlaupandi á brott með kassa af bjór, líkt og tvífarinn á myndinni sem lögreglan í Blackpool birti. Þetta segir Schwimmer sýna fram á að hann sé saklaus þar sem hann hafi verið staddur í New York, en ekki Blackpool, þegar glæpurinn var framinn. „Ég sver að þetta var ekki ég. Eins og sjá má, þá var ég í New York. Til hinnar harðduglegu lögreglu í Blackpool, gangi ykkur vel að rannsaka málið #þaðvarekkiég,“ skrifar Schwimmer við myndbandið sem sjá má hér að neðan.Officers, I swear it wasn't me. As you can see, I was in New York. To the hardworking Blackpool Police, good luck with the investigation.#itwasntmepic.twitter.com/EDFF9dZoYR — schwim (@DavidSchwimmer) October 24, 2018 Bretland Friends Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Bandaríski leikarinn David Schwimmer segist ekki vera maðurinn sem lögreglan í Blackpool í Bretlandi leitar nú að í tengslum við þjófnað í verslun. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum vinsæla.Á mynd sem tekin er úr eftirlitsmyndavél sést maðurinn halda á kassa af bjór en hans er leitað vegna gruns um aðild að þjófnaði þann 20. september síðastliðinn. Lögregla deildi myndinni á Facebook-síðu sinni í gær og voru netverjar afar fljótir að taka við sér og spyrja hvort verið væri að leita að Schwimmer. Svo virðist sem að leikarinn sjálfur hafi ekki farið varhluta af umfjöllun um tvífara sinn og birti hann myndband á Twitter í dag þar sem hann segist vera alsaklaus og gerir grín að myndinni sem lögreglan birti. Á myndbandinu sem hann birtir má sjá Schwimmer í matvöruverslun hlaupandi á brott með kassa af bjór, líkt og tvífarinn á myndinni sem lögreglan í Blackpool birti. Þetta segir Schwimmer sýna fram á að hann sé saklaus þar sem hann hafi verið staddur í New York, en ekki Blackpool, þegar glæpurinn var framinn. „Ég sver að þetta var ekki ég. Eins og sjá má, þá var ég í New York. Til hinnar harðduglegu lögreglu í Blackpool, gangi ykkur vel að rannsaka málið #þaðvarekkiég,“ skrifar Schwimmer við myndbandið sem sjá má hér að neðan.Officers, I swear it wasn't me. As you can see, I was in New York. To the hardworking Blackpool Police, good luck with the investigation.#itwasntmepic.twitter.com/EDFF9dZoYR — schwim (@DavidSchwimmer) October 24, 2018
Bretland Friends Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53