Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. október 2018 10:58 Donald Trump Bandaríkjaforseti var hófstilltari í orðavali á kosningafundi í gær en oft áður. vísir/epa Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. Ummælin féllu í tengslum við að pakkar, sem taldir eru hafa verið bréfasprengjur, voru sendar heim til Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrúar og forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, auk fleira fólks sem allt á það sameiginlegt að hafa gagnrýnt Trump. Trump hafði áður fordæmt að fólk skyldi senda slíka og sagði að opinber rannsókn myndi fara fram á málinu. Hann kom síðan fram á kosningafundi í Wisconsin vegna komandi þingkosninga og beindi þar spjótum sínum að fjölmiðlum. „Hvers kyns hótanir um pólitískt ofbeldi eru árás á lýðræði okkar,“ sagði Trump á kosningafundinum og bætti við að hann vildi að allir gætu komið saman í friði og samhljómi.Ummæli sem komi úr hörðustu átt „Þeir sem taka þátt í pólitík verða að hætta að koma fram við pólitíska andstæðinga eins og það sé eitthvað að þeim siðferðislega,“ sagði forsetinn áður en hann sneri sér að fjölmiðlunum. Sagði Trump fjölmiðla bera þá ábyrgð að setja kurteislegan tón fyrir umræðuna „og stöðva þennan endalaus fjandskap og stöðugu neikvæðni og oft á tíðum falskar árásir og fréttir.“ Mörgum þykja ummæli forsetans þykja koma úr hörðustu átt en enda hefur Trump sjálfur gjarnan talað á niðrandi hátt um pólitíska andstæðinga sína, ekki síst Hillary Clinton. Þannig er Trump enn að ráðast gegn henni á kosningafundum á meðan stuðningsmenn hans hrópa „Lokið hana inni,“ en í gær var tónn forsetan mýkri.A photo I obtained of the explosive device sent to CNN. Here’s our ongoing coverage of the packages sent to the Obamas, Clintons, Soros, Holder and others: https://t.co/zDYX2AzBZYpic.twitter.com/pta18ngoXa — erica orden (@eorden) October 24, 2018Hægt að sætta ágreininginn friðsamlega með því að kjósa „Við skulum lifa saman í sátt og samlyndi. Sjáið þið til dæmis hvað ég er að haga mér vel í kvöld? Hafið þið einhvern tímann séð þetta? Við erum öll að haga okkur mjög vel og vonandi getum við haldið því þannig, ekki satt?“ sagði forsetinn. Trump minntist ekki á nöfn þeirra sem áttu að fá pakkana með ætluðum bréfasprengjum heldur talaði meira á almennu nótunum. „Enginn ætti að líkja pólitískum andstæðingum sínum kæruleysislega við illmenni úr sögunni, en það er oft gert, það er alltaf gert og því verður að ljúka. Við ættum ekki að gera aðsúg að fólki úti á götu eða eyðileggja almannaeignir. Það er til ein leið til þess að sætta ágreining okkar... friðsamlega, við kjörkassann,“ sagði Bandaríkjaforseti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. Ummælin féllu í tengslum við að pakkar, sem taldir eru hafa verið bréfasprengjur, voru sendar heim til Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrúar og forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, auk fleira fólks sem allt á það sameiginlegt að hafa gagnrýnt Trump. Trump hafði áður fordæmt að fólk skyldi senda slíka og sagði að opinber rannsókn myndi fara fram á málinu. Hann kom síðan fram á kosningafundi í Wisconsin vegna komandi þingkosninga og beindi þar spjótum sínum að fjölmiðlum. „Hvers kyns hótanir um pólitískt ofbeldi eru árás á lýðræði okkar,“ sagði Trump á kosningafundinum og bætti við að hann vildi að allir gætu komið saman í friði og samhljómi.Ummæli sem komi úr hörðustu átt „Þeir sem taka þátt í pólitík verða að hætta að koma fram við pólitíska andstæðinga eins og það sé eitthvað að þeim siðferðislega,“ sagði forsetinn áður en hann sneri sér að fjölmiðlunum. Sagði Trump fjölmiðla bera þá ábyrgð að setja kurteislegan tón fyrir umræðuna „og stöðva þennan endalaus fjandskap og stöðugu neikvæðni og oft á tíðum falskar árásir og fréttir.“ Mörgum þykja ummæli forsetans þykja koma úr hörðustu átt en enda hefur Trump sjálfur gjarnan talað á niðrandi hátt um pólitíska andstæðinga sína, ekki síst Hillary Clinton. Þannig er Trump enn að ráðast gegn henni á kosningafundum á meðan stuðningsmenn hans hrópa „Lokið hana inni,“ en í gær var tónn forsetan mýkri.A photo I obtained of the explosive device sent to CNN. Here’s our ongoing coverage of the packages sent to the Obamas, Clintons, Soros, Holder and others: https://t.co/zDYX2AzBZYpic.twitter.com/pta18ngoXa — erica orden (@eorden) October 24, 2018Hægt að sætta ágreininginn friðsamlega með því að kjósa „Við skulum lifa saman í sátt og samlyndi. Sjáið þið til dæmis hvað ég er að haga mér vel í kvöld? Hafið þið einhvern tímann séð þetta? Við erum öll að haga okkur mjög vel og vonandi getum við haldið því þannig, ekki satt?“ sagði forsetinn. Trump minntist ekki á nöfn þeirra sem áttu að fá pakkana með ætluðum bréfasprengjum heldur talaði meira á almennu nótunum. „Enginn ætti að líkja pólitískum andstæðingum sínum kæruleysislega við illmenni úr sögunni, en það er oft gert, það er alltaf gert og því verður að ljúka. Við ættum ekki að gera aðsúg að fólki úti á götu eða eyðileggja almannaeignir. Það er til ein leið til þess að sætta ágreining okkar... friðsamlega, við kjörkassann,“ sagði Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00
Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00