Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 16:50 Förufólkið frá Hondúras er meðal annars að flýja eina verstu glæpaöldu í heiminum og fátækt. Fjöldi barna er í hópnum sem stefnir nú að Bandaríkjunum. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að senda 800 hermenn til viðbótar að suðurlandamærunum að Mexíkó. Herflutningarnir eru sagðir viðbragð við fréttum af hópi miðamerísks förufólks sem forseti hefur staðhæft að valdi neyðarástandi í Bandaríkjunum. Förufólkið hefur orðið að miðpunkti orðræðu Trump í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram eftir tæpar tvær vikur. Virðist ætlun hans að nota andúð stuðningsmanna sinna á innflytjendum til þess að hleypa þeim kappi í kinn fyrir kosningarnar. Trump hótaði því meðal annars að loka landamærunum algerlega með hervaldi til að hefta för fólksins og að hætta fjárhagslegum stuðningi við Hondúras, Gvatemala og El Salvador. Nú staðfesta bandarískir embættismenn að ætlunin sé að senda um 800 hermenn til að aðstoða við gæslu við landamærin. Þar eru fyrir um 2.100 þjóðvarðliðar við landamæraeftirlit. Washington Post segir að búist sé við því að James Mattis, varnarmálaráðherra, samþykki liðsflutninginn síðar í dag. Hópur förufólksins lagði upp frá Hondúras og taldi fólkið þá einhver þúsund. Í hópnum er fjöldi fjölskyldna og barna. Talið er að fólkið ferðist í hóp til þess að verja sig fyrir ýmsum hættum á leiðinni norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó, þar á meðal gegn glæpagengjum og fólkssmyglurum. Fréttir undanfarinna daga herma að hópurinn hafi að einhverju leyti tvístrast í Mexíkó en hann enn fjarri landamærunum að Bandaríkjunum. Trump hefur farið með staðlausa stafi um hópinn undanfarna daga. Þannig fullyrti hann að í hópnum væri að finna glæpamenn og „óþekkta Miðausturlandabúa“. Ekkert hefur komið fram sem rennir stoðum undir þá fullyrðingu. Þegar forsetinn var inntur eftir sönnunum fyrir þessum fullyrðingum viðurkenndi hann að engar slíkar væru fyrir hendi. Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Fréttamaður faldi sig í runna til að afhjúpa ólöglega innflytjendur Griff Jenkins, fréttamaður Fox News í Bandaríkjunum, virðist hafa tekið lögin í sínar eigin hendur á dögunum er hann faldi sig í runna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til þess að afjúpa tilraun hóps ólöglegra innflytjenda til þess að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. 24. október 2018 22:58 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að senda 800 hermenn til viðbótar að suðurlandamærunum að Mexíkó. Herflutningarnir eru sagðir viðbragð við fréttum af hópi miðamerísks förufólks sem forseti hefur staðhæft að valdi neyðarástandi í Bandaríkjunum. Förufólkið hefur orðið að miðpunkti orðræðu Trump í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram eftir tæpar tvær vikur. Virðist ætlun hans að nota andúð stuðningsmanna sinna á innflytjendum til þess að hleypa þeim kappi í kinn fyrir kosningarnar. Trump hótaði því meðal annars að loka landamærunum algerlega með hervaldi til að hefta för fólksins og að hætta fjárhagslegum stuðningi við Hondúras, Gvatemala og El Salvador. Nú staðfesta bandarískir embættismenn að ætlunin sé að senda um 800 hermenn til að aðstoða við gæslu við landamærin. Þar eru fyrir um 2.100 þjóðvarðliðar við landamæraeftirlit. Washington Post segir að búist sé við því að James Mattis, varnarmálaráðherra, samþykki liðsflutninginn síðar í dag. Hópur förufólksins lagði upp frá Hondúras og taldi fólkið þá einhver þúsund. Í hópnum er fjöldi fjölskyldna og barna. Talið er að fólkið ferðist í hóp til þess að verja sig fyrir ýmsum hættum á leiðinni norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó, þar á meðal gegn glæpagengjum og fólkssmyglurum. Fréttir undanfarinna daga herma að hópurinn hafi að einhverju leyti tvístrast í Mexíkó en hann enn fjarri landamærunum að Bandaríkjunum. Trump hefur farið með staðlausa stafi um hópinn undanfarna daga. Þannig fullyrti hann að í hópnum væri að finna glæpamenn og „óþekkta Miðausturlandabúa“. Ekkert hefur komið fram sem rennir stoðum undir þá fullyrðingu. Þegar forsetinn var inntur eftir sönnunum fyrir þessum fullyrðingum viðurkenndi hann að engar slíkar væru fyrir hendi.
Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Fréttamaður faldi sig í runna til að afhjúpa ólöglega innflytjendur Griff Jenkins, fréttamaður Fox News í Bandaríkjunum, virðist hafa tekið lögin í sínar eigin hendur á dögunum er hann faldi sig í runna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til þess að afjúpa tilraun hóps ólöglegra innflytjenda til þess að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. 24. október 2018 22:58 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Fréttamaður faldi sig í runna til að afhjúpa ólöglega innflytjendur Griff Jenkins, fréttamaður Fox News í Bandaríkjunum, virðist hafa tekið lögin í sínar eigin hendur á dögunum er hann faldi sig í runna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til þess að afjúpa tilraun hóps ólöglegra innflytjenda til þess að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. 24. október 2018 22:58
Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent