Félag sem vill alltaf vinna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2018 08:00 Ómar Ingi í leik með íslenska landsliðinu. „Þetta hefur gengið fínt. Það er gott að vera hérna. Þetta er frábært lið með frábæra þjálfara. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, um fyrstu mánuði sína í herbúðum Aalborg. Ómar gekk í raðir Álaborgarliðsins í sumar eftir tveggja ára dvöl hjá Århus. Aalborg er stórt félag sem hefur þrisvar sinnum orðið Danmerkurmeistari, síðast árið 2017 undir stjórn Arons Kristjánssonar. Aalborg varð einnig danskur meistari 2010 og 2013. Ómar segir að stökkið frá Árósum til Álaborgar hafi verið nokkuð stórt. „Þetta er betra lið og stærra félag. Það er aðeins meiri alvara í þessu og meiri stemning,“ segir Ómar. „Það er frábær kúltúr hérna. Þeir eru alltaf meðal fjögurra efstu liða og vilja alltaf vinna.“ Það er engu logið um að Ómar hafi farið vel af stað með Aalborg. Hann hefur skorað 35 mörk í sjö leikjum og er í 9. sæti yfir markahæstu leikmenn dönsku deildarinnar. Skotnýting Selfyssingsins er frábær, eða 71%. Þá er hann næststoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 27 slíkar. „Ég hef reynt að velja réttu færin. Það hefur gengið vel. Það skiptir ekki öllu máli hversu mikið ég skora,“ segir Ómar sem fékk loksins að taka víti í síðasta leik, 31-22 sigri á Mors-Thy. Hann segist þó ekki vita hvort hann sé orðinn aðalvítaskytta Aalborg. „Það kemur bara í ljós en ég er alltaf klár,“ segir Ómar hlæjandi. Hjá Aalborg leikur Ómar með sveitunga sínum, Janusi Daða Smárasyni. Aðstoðarþjálfari Aalborg er svo Arnór Atlason sem lagði skóna á hilluna í vor eftir að hafa leikið með Álaborgarliðinu síðustu árin á ferlinum. Ómar ber Arnóri afar vel söguna. „Mér finnst hann frábær. Hann býr yfir mikilli þekkingu og hefur spilað fyrir frábæra þjálfara. Hann hjálpar mér mikið með öll atriði sem tengjast leiknum,“ segir Ómar. Aalborg er á toppi dönsku deildarinnar með tólf stig eftir sjö umferðir. Ómar segir að stefnan sé sett á að vinna allt sem í boði er á tímabilinu. „Að sjálfsögðu. En þetta er langt mót og þú vinnur ekki neitt í október. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir úrslitakeppnina þegar að henni kemur,“ segir Ómar. Selfyssingurinn hefur verið í íslenska landsliðinu undanfarin tvö ár og farið á tvö stórmót (HM 2017 og EM 2018). Fram undan eru leikir í undankeppni EM og í janúar er svo komið að heimsmeistaramótinu sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. Guðmundur Guðmundsson tók við íslenska landsliðinu eftir EM í byrjun árs og Ómar nýtur þess að spila undir stjórn þessa reynda þjálfara sem er að stýra landsliðinu í þriðja sinn. „Það er æðislegt. Hann er nákvæmur í því sem hann gerir og veit hvað hann vill. Hann stýrir þessu vel. Það er mjög auðvelt að spila undir stjórn hans,“ segir Ómar sem er nokkuð bjartsýnn á gott gengi á HM. „Við getum gert góða hluti. Þetta er spurning um hversu vel við spilum. Ef við gerum það er allt hægt.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Sjá meira
„Þetta hefur gengið fínt. Það er gott að vera hérna. Þetta er frábært lið með frábæra þjálfara. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, um fyrstu mánuði sína í herbúðum Aalborg. Ómar gekk í raðir Álaborgarliðsins í sumar eftir tveggja ára dvöl hjá Århus. Aalborg er stórt félag sem hefur þrisvar sinnum orðið Danmerkurmeistari, síðast árið 2017 undir stjórn Arons Kristjánssonar. Aalborg varð einnig danskur meistari 2010 og 2013. Ómar segir að stökkið frá Árósum til Álaborgar hafi verið nokkuð stórt. „Þetta er betra lið og stærra félag. Það er aðeins meiri alvara í þessu og meiri stemning,“ segir Ómar. „Það er frábær kúltúr hérna. Þeir eru alltaf meðal fjögurra efstu liða og vilja alltaf vinna.“ Það er engu logið um að Ómar hafi farið vel af stað með Aalborg. Hann hefur skorað 35 mörk í sjö leikjum og er í 9. sæti yfir markahæstu leikmenn dönsku deildarinnar. Skotnýting Selfyssingsins er frábær, eða 71%. Þá er hann næststoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 27 slíkar. „Ég hef reynt að velja réttu færin. Það hefur gengið vel. Það skiptir ekki öllu máli hversu mikið ég skora,“ segir Ómar sem fékk loksins að taka víti í síðasta leik, 31-22 sigri á Mors-Thy. Hann segist þó ekki vita hvort hann sé orðinn aðalvítaskytta Aalborg. „Það kemur bara í ljós en ég er alltaf klár,“ segir Ómar hlæjandi. Hjá Aalborg leikur Ómar með sveitunga sínum, Janusi Daða Smárasyni. Aðstoðarþjálfari Aalborg er svo Arnór Atlason sem lagði skóna á hilluna í vor eftir að hafa leikið með Álaborgarliðinu síðustu árin á ferlinum. Ómar ber Arnóri afar vel söguna. „Mér finnst hann frábær. Hann býr yfir mikilli þekkingu og hefur spilað fyrir frábæra þjálfara. Hann hjálpar mér mikið með öll atriði sem tengjast leiknum,“ segir Ómar. Aalborg er á toppi dönsku deildarinnar með tólf stig eftir sjö umferðir. Ómar segir að stefnan sé sett á að vinna allt sem í boði er á tímabilinu. „Að sjálfsögðu. En þetta er langt mót og þú vinnur ekki neitt í október. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir úrslitakeppnina þegar að henni kemur,“ segir Ómar. Selfyssingurinn hefur verið í íslenska landsliðinu undanfarin tvö ár og farið á tvö stórmót (HM 2017 og EM 2018). Fram undan eru leikir í undankeppni EM og í janúar er svo komið að heimsmeistaramótinu sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. Guðmundur Guðmundsson tók við íslenska landsliðinu eftir EM í byrjun árs og Ómar nýtur þess að spila undir stjórn þessa reynda þjálfara sem er að stýra landsliðinu í þriðja sinn. „Það er æðislegt. Hann er nákvæmur í því sem hann gerir og veit hvað hann vill. Hann stýrir þessu vel. Það er mjög auðvelt að spila undir stjórn hans,“ segir Ómar sem er nokkuð bjartsýnn á gott gengi á HM. „Við getum gert góða hluti. Þetta er spurning um hversu vel við spilum. Ef við gerum það er allt hægt.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Sjá meira