Konur fjarlægjast Repúblikanaflokkinn Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2018 08:29 Konur í Bandaríkjunum eru ekki sáttar við Donald Trump, forseta. Getty/Andrew Harrer Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. Vinsældir Trump meðal kvenna eru í sögulegu lágmarki forseta Bandaríkjanna þar sem 63 prósent kvenna segjast ósáttar með hann, samkvæmt nýlegri könnun.Þetta gæti haft veruleg áhrif á kosningarnar í nóvember. Einungis 30 prósent kvenna segjast sáttar með forsetann og er margt sem spilar þar inn í samkvæmt umfjöllun Politico.Gagnrýnir konur fyrir útlit þeirraTrump hefur sagt og gert margt sem konur eru ósáttar við. Sem dæmi má nefna Access Hollywood myndbandið frá 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta káfað á og kysst konur, án leyfis, í skjóli frægðar sinnar. Minnst 22 konur hafa sakað hann um kynferðisbrot og áreitni og þá hefur hann greitt konum eins og klámleikkonunni Stormy Daniels fyrir að segja ekki frá framhjáhöldum hans. Einnig má benda á að Trump hefur ítrekað gagnrýnt konur fyrir útlit þeirra. Þar má nefna Megyn Kelly, Carly Fiorina, Rosy O‘Donnell og fleiri. Nú síðast gerði hann lítið úr ásökunum Christine Blasey Ford gagnvart Brett Kavanaugh, nýjasta Hæstaréttardómara Bandaríkjanna.Síðan Trump tók við embætti hafa konur í Bandaríkjunum gripið til aðgerða og þá sérstaklega konur sem skilgreina sig sem Demókrata eða óháðar. Aldrei hafa fleiri konur verið í framboði og virkni þeirra í stjórnmálastarfi hefur aukist til muna. Um áraraðir hafa fleiri konur kosið en karlar í Bandaríkjunum. Árið 2016 kusu 9,9 milljónum fleiri konur en karlar. Um 63 prósent þeirra kvenna sem hafa rétt á að kjósa gerðu það, samanborið við 59 prósent karla.Mikill munur á milli kosningaEin nýleg könnun sem Politico vitnar í bendir á að um 58 prósent hvítra háskólamenntaðra kvenna styðji Demókrata í sínu kjördæmi í þingkosningunum í næsta mánuði á móti 36 prósentum sem segjast styðja Repúblikana. Það er munur upp á 22 prósentustig. Árið 2014 var munurinn einungis tvö prósentustig. Blaðamaður Politico ræddi nýverið við nokkrar konur sem hafa gefist upp á Repúblikanaflokknum og áttu viðtölin sér stað áður en dómsálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings tók tilnefningu Brett Kavanaugh fyrir. Allar áttu þær sameiginlegt að vera illa við Trump. Hann væri siðlaus, lyginn og óstöðugur. Hann léti óhæfa kunningja sína fá stöður í ríkisstjórn sinni og hann hafi aukið rasisma og fordóma í samfélaginu. Framkoma hans gagnvart konum spilaði einnig inn í.Líklegt að konurnar snúi afturTrump sjálfur er þó ekki eina ástæðan fyrir því að þessar konur fjarlægðust Repúblikanaflokkinn. Þær segjast einnig reiðar yfir því hve aðrir stjórnmálamenn flokksins hafi lúffað fyrir forsetanum og sýni honum stuðning í einu og öllu. Stjórnmálafræðingurinn Seth Masket, segir að hann telji að ástandið muni ekki endast. Það sé algengt að óvinsælir stjórnmálamenn fæli fólk frá flokkum en það snúi yfirleitt aftur. Demókratar eru hins vegar vongóðir um að Repúblikanar nái ekki að laða konur aftur til sín fyrir forsetakosningarnar 2020. Tölfræðimiðillinn FiveThirtyEight áætlar að enn séu góðar líkur á því að Demókratar nái stjórn á fulltrúadeild þingsins og að Repúblikanar haldi yfirráðum sínum á öldungadeildinni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. Vinsældir Trump meðal kvenna eru í sögulegu lágmarki forseta Bandaríkjanna þar sem 63 prósent kvenna segjast ósáttar með hann, samkvæmt nýlegri könnun.Þetta gæti haft veruleg áhrif á kosningarnar í nóvember. Einungis 30 prósent kvenna segjast sáttar með forsetann og er margt sem spilar þar inn í samkvæmt umfjöllun Politico.Gagnrýnir konur fyrir útlit þeirraTrump hefur sagt og gert margt sem konur eru ósáttar við. Sem dæmi má nefna Access Hollywood myndbandið frá 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta káfað á og kysst konur, án leyfis, í skjóli frægðar sinnar. Minnst 22 konur hafa sakað hann um kynferðisbrot og áreitni og þá hefur hann greitt konum eins og klámleikkonunni Stormy Daniels fyrir að segja ekki frá framhjáhöldum hans. Einnig má benda á að Trump hefur ítrekað gagnrýnt konur fyrir útlit þeirra. Þar má nefna Megyn Kelly, Carly Fiorina, Rosy O‘Donnell og fleiri. Nú síðast gerði hann lítið úr ásökunum Christine Blasey Ford gagnvart Brett Kavanaugh, nýjasta Hæstaréttardómara Bandaríkjanna.Síðan Trump tók við embætti hafa konur í Bandaríkjunum gripið til aðgerða og þá sérstaklega konur sem skilgreina sig sem Demókrata eða óháðar. Aldrei hafa fleiri konur verið í framboði og virkni þeirra í stjórnmálastarfi hefur aukist til muna. Um áraraðir hafa fleiri konur kosið en karlar í Bandaríkjunum. Árið 2016 kusu 9,9 milljónum fleiri konur en karlar. Um 63 prósent þeirra kvenna sem hafa rétt á að kjósa gerðu það, samanborið við 59 prósent karla.Mikill munur á milli kosningaEin nýleg könnun sem Politico vitnar í bendir á að um 58 prósent hvítra háskólamenntaðra kvenna styðji Demókrata í sínu kjördæmi í þingkosningunum í næsta mánuði á móti 36 prósentum sem segjast styðja Repúblikana. Það er munur upp á 22 prósentustig. Árið 2014 var munurinn einungis tvö prósentustig. Blaðamaður Politico ræddi nýverið við nokkrar konur sem hafa gefist upp á Repúblikanaflokknum og áttu viðtölin sér stað áður en dómsálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings tók tilnefningu Brett Kavanaugh fyrir. Allar áttu þær sameiginlegt að vera illa við Trump. Hann væri siðlaus, lyginn og óstöðugur. Hann léti óhæfa kunningja sína fá stöður í ríkisstjórn sinni og hann hafi aukið rasisma og fordóma í samfélaginu. Framkoma hans gagnvart konum spilaði einnig inn í.Líklegt að konurnar snúi afturTrump sjálfur er þó ekki eina ástæðan fyrir því að þessar konur fjarlægðust Repúblikanaflokkinn. Þær segjast einnig reiðar yfir því hve aðrir stjórnmálamenn flokksins hafi lúffað fyrir forsetanum og sýni honum stuðning í einu og öllu. Stjórnmálafræðingurinn Seth Masket, segir að hann telji að ástandið muni ekki endast. Það sé algengt að óvinsælir stjórnmálamenn fæli fólk frá flokkum en það snúi yfirleitt aftur. Demókratar eru hins vegar vongóðir um að Repúblikanar nái ekki að laða konur aftur til sín fyrir forsetakosningarnar 2020. Tölfræðimiðillinn FiveThirtyEight áætlar að enn séu góðar líkur á því að Demókratar nái stjórn á fulltrúadeild þingsins og að Repúblikanar haldi yfirráðum sínum á öldungadeildinni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira