Örlög Rosenstein ráðast á fimmtudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2018 17:44 Rod Rosenstein, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun halda starfi sínu, allavega þar til á fimmtudaginn. Vísir/AP Rod Rosenstein, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun halda starfi sínu, allavega þar til á fimmtudaginn. Hann mætti til fundar við John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta Hússins, í dag og væntu fjölmiðlar þess að hann myndi annaðhvort segja af sér eða vera rekinn. Framtíð hans verður ráðin þegar hann mætir til fundar við Donald Trump, forseta, á fimmtudag. Trump og Rosenstein töluðu saman í síma í dag en Trump er nú staddur í New York vegna aðalfundar Sameinuðu þjóðanna og snýr aftur til Washington DC á fimmtudaginn.Rosenstein er sagður hafa verið viljugur til að segja af sér eftir að fregnir bárust af því að hann hafi lagt til í fyrra að hlera ætti forsetann. Hann ber ábyrgð á rannsókn sérstaks rannsakenda dómsmálaráðuneytisins, Roberts Mueller, á afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum 2016, hvort framboð Trump hafi komið að afskiptunum með nokkrum hætti og aðra glæpi sem uppgötvast við rannsóknina.Sjá einnig: Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdumHverfi Rosenstein á braut gæti embættismaður hliðhollur forsetanum tekið við ábyrgð á rannsókninni og jafnvel hróflað við henni. Trump hefur ítrekað gagnrýnt rannsóknina og sagt hana vera nornaveiðar. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump til margra ára, starfa nú allir með Robert Mueller í Rússarannsókninni. Þingmenn Demókrataflokksins hafa nú kallað á nýjan leik eftir því að þingið, sem stýrt er af Repúblikanaflokknum, grípi til aðgerða og verndi Rússarannsóknina svokölluðu á þann veg að hvorki Trump, né hver sem tæki við af Rosenstein ef honum yrði vikið úr starfi eða segi af sér, geti stöðvað hana.Rosenstein, repúblikani sem skipaður var í embætti af Trump, tók við yfirstjórn Rússarannsóknarinnar eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði rangt frá samskiptum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur Trump sakað Rosenstein um vanhæfi þar sem hann skrifaði undir eftirlitsheimild gegn Carter Page, fyrrverandi starfsmann framboðs Trump, árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Rod Rosenstein, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun halda starfi sínu, allavega þar til á fimmtudaginn. Hann mætti til fundar við John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta Hússins, í dag og væntu fjölmiðlar þess að hann myndi annaðhvort segja af sér eða vera rekinn. Framtíð hans verður ráðin þegar hann mætir til fundar við Donald Trump, forseta, á fimmtudag. Trump og Rosenstein töluðu saman í síma í dag en Trump er nú staddur í New York vegna aðalfundar Sameinuðu þjóðanna og snýr aftur til Washington DC á fimmtudaginn.Rosenstein er sagður hafa verið viljugur til að segja af sér eftir að fregnir bárust af því að hann hafi lagt til í fyrra að hlera ætti forsetann. Hann ber ábyrgð á rannsókn sérstaks rannsakenda dómsmálaráðuneytisins, Roberts Mueller, á afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum 2016, hvort framboð Trump hafi komið að afskiptunum með nokkrum hætti og aðra glæpi sem uppgötvast við rannsóknina.Sjá einnig: Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdumHverfi Rosenstein á braut gæti embættismaður hliðhollur forsetanum tekið við ábyrgð á rannsókninni og jafnvel hróflað við henni. Trump hefur ítrekað gagnrýnt rannsóknina og sagt hana vera nornaveiðar. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump til margra ára, starfa nú allir með Robert Mueller í Rússarannsókninni. Þingmenn Demókrataflokksins hafa nú kallað á nýjan leik eftir því að þingið, sem stýrt er af Repúblikanaflokknum, grípi til aðgerða og verndi Rússarannsóknina svokölluðu á þann veg að hvorki Trump, né hver sem tæki við af Rosenstein ef honum yrði vikið úr starfi eða segi af sér, geti stöðvað hana.Rosenstein, repúblikani sem skipaður var í embætti af Trump, tók við yfirstjórn Rússarannsóknarinnar eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði rangt frá samskiptum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur Trump sakað Rosenstein um vanhæfi þar sem hann skrifaði undir eftirlitsheimild gegn Carter Page, fyrrverandi starfsmann framboðs Trump, árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira