Sæluvíman kom mér í gegnum leikinn Hjörvar Ólafsson skrifar 18. september 2018 07:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með FH síðastliðið vor. Fréttablaðið/Stefán Gísli Þorgeir Kristjánsson, handboltamaður úr Hafnarfirði, lék sinn fyrsta keppnisleik síðan hann varð fyrir axlarmeiðslum í leik með uppeldisfélagi sínu, FH, í leik gegn ÍBV í úrslitakeppni Olísdeildarinnar síðasta vor. Síðan þá hefur hann haft vistaskipti til Kiel, en meiðslin hafa aftrað því að hann fengi draum sinn uppfylltan með því að spila fyrir þýska stórveldið. Gísli segir að eftir nokkur bakslög með öxlina sé hún að nálgast fyrri styrk hægt og rólega. Adrenalínvíma og síðan sælutilfinning hafi orðið til þess að hann fann ekki fyrir eymslunum þegar hann þreytti frumraun sína fyrir Kiel í sigri gegn Bietigheim í leik í þýsku efstu deildinni á sunnudagskvöld. „Þetta er búið að vera langur tími og sérstaklega erfitt af því að ég hélt að ég væri orðinn góður í sumar og gæti leikið mína mótsleiki með landsliðinu gegn Litháen í umspilinu um sæti á EM. Það kom bakslag í meiðslin þar sem urðu til þess að ég áttaði mig á því að ég yrði að taka mér meiri tíma til þess að koma mér aftur inn á völlinn,“ segir Gísli Þorgeir í samtali við Fréttablaðið. „Alfreð [Gíslason, þjálfari Kiel] lét mig vita í aðdraganda leiksins að hann sæi fyrir sér að ég myndi spila 10-15 mínútur í þessum leik og ég var ofboðslega spenntur. Það var smá skrekkur þegar hann kallaði á mig og sagði að ég væri að fara inn á. Það var gjörsamlega geggjað að spila mínar fyrstu mínútur fyrir Kiel og þetta var bara eins og í draumi. Þetta er það sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítill strákur og þarna var þetta að verða að veruleika,“ segir Gísli Þorgeir um tilfinninguna sem fylgdi því að klæðast Kiel-treyjunni í fyrsta skipti. „Ég átti gott spjall við pabba á leikdegi og hann lagði áherslu á það við mig að njóta augnabliksins. Ég gerði það svo sannarlega og ég lék bara með bros á vör. Mér tókst vel upp með að stýra sóknarleiknum og var einbeittur á að standa mig vel. Það hefur verið tekið vel á móti mér hérna og liðið er mjög rútínerað og það hjálpar mér mikið,“ segir miðjumaðurinn um upplifun sína af leikdeginum. „Við erum þrír miðjumenn hjá liðinu, ég, Domagoj Duvnjak og Miha Zarabec. Duvnjak getur ekki leikið alla leikina með liðinu þar sem hann á erfitt með að höndla mikið álag vegna meiðsla og við Zarabec erum í samkeppni um þær mínútur sem hann getur ekki spilað. Það er geggjað að æfa og spila með leikmönnum í þessum gæðaflokki og hollt fyrir mig að vera kominn í mikla samkeppni. Ég sé fyrir mér að þegar ég verð orðinn alveg góður af axlarmeiðslunum muni ég spila 10-15 mínútur í þeim leikjum þar sem það hentar á þessari leiktíð,“ segir hann um hlutverk sitt hjá liðinu. „Við erum klárlega með lið sem getur barist um þýska meistaratitilinn. Við erum búnir að tapa tveimur leikjum, en það var á erfiðum útivöllum, í hörkuleikjum. Magdeburg er á toppnum núna, en þeir unnu okkur í hörkuleik þar sem sigurinn hefði getað endað báðum megin. Ég er mjög spenntur fyrir þessu keppnistímabili,“ segir Hafnfirðingurinn um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV vann í Grafarvogi Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handboltamaður úr Hafnarfirði, lék sinn fyrsta keppnisleik síðan hann varð fyrir axlarmeiðslum í leik með uppeldisfélagi sínu, FH, í leik gegn ÍBV í úrslitakeppni Olísdeildarinnar síðasta vor. Síðan þá hefur hann haft vistaskipti til Kiel, en meiðslin hafa aftrað því að hann fengi draum sinn uppfylltan með því að spila fyrir þýska stórveldið. Gísli segir að eftir nokkur bakslög með öxlina sé hún að nálgast fyrri styrk hægt og rólega. Adrenalínvíma og síðan sælutilfinning hafi orðið til þess að hann fann ekki fyrir eymslunum þegar hann þreytti frumraun sína fyrir Kiel í sigri gegn Bietigheim í leik í þýsku efstu deildinni á sunnudagskvöld. „Þetta er búið að vera langur tími og sérstaklega erfitt af því að ég hélt að ég væri orðinn góður í sumar og gæti leikið mína mótsleiki með landsliðinu gegn Litháen í umspilinu um sæti á EM. Það kom bakslag í meiðslin þar sem urðu til þess að ég áttaði mig á því að ég yrði að taka mér meiri tíma til þess að koma mér aftur inn á völlinn,“ segir Gísli Þorgeir í samtali við Fréttablaðið. „Alfreð [Gíslason, þjálfari Kiel] lét mig vita í aðdraganda leiksins að hann sæi fyrir sér að ég myndi spila 10-15 mínútur í þessum leik og ég var ofboðslega spenntur. Það var smá skrekkur þegar hann kallaði á mig og sagði að ég væri að fara inn á. Það var gjörsamlega geggjað að spila mínar fyrstu mínútur fyrir Kiel og þetta var bara eins og í draumi. Þetta er það sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítill strákur og þarna var þetta að verða að veruleika,“ segir Gísli Þorgeir um tilfinninguna sem fylgdi því að klæðast Kiel-treyjunni í fyrsta skipti. „Ég átti gott spjall við pabba á leikdegi og hann lagði áherslu á það við mig að njóta augnabliksins. Ég gerði það svo sannarlega og ég lék bara með bros á vör. Mér tókst vel upp með að stýra sóknarleiknum og var einbeittur á að standa mig vel. Það hefur verið tekið vel á móti mér hérna og liðið er mjög rútínerað og það hjálpar mér mikið,“ segir miðjumaðurinn um upplifun sína af leikdeginum. „Við erum þrír miðjumenn hjá liðinu, ég, Domagoj Duvnjak og Miha Zarabec. Duvnjak getur ekki leikið alla leikina með liðinu þar sem hann á erfitt með að höndla mikið álag vegna meiðsla og við Zarabec erum í samkeppni um þær mínútur sem hann getur ekki spilað. Það er geggjað að æfa og spila með leikmönnum í þessum gæðaflokki og hollt fyrir mig að vera kominn í mikla samkeppni. Ég sé fyrir mér að þegar ég verð orðinn alveg góður af axlarmeiðslunum muni ég spila 10-15 mínútur í þeim leikjum þar sem það hentar á þessari leiktíð,“ segir hann um hlutverk sitt hjá liðinu. „Við erum klárlega með lið sem getur barist um þýska meistaratitilinn. Við erum búnir að tapa tveimur leikjum, en það var á erfiðum útivöllum, í hörkuleikjum. Magdeburg er á toppnum núna, en þeir unnu okkur í hörkuleik þar sem sigurinn hefði getað endað báðum megin. Ég er mjög spenntur fyrir þessu keppnistímabili,“ segir Hafnfirðingurinn um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV vann í Grafarvogi Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Sjá meira