Hneyksli skekur konunglega ballettinn í Winnipeg: Kennari sakaður um að taka nektarmyndir af tugum ólögráða nemenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2018 11:23 Maðurinn heitir Bruce Monk og starfaði sem kennari við dansskóla ballettsins fram til ársins 2015. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Hneyksli skekur nú konunglega ballettinn í Winnipeg í Kanada eftir að fjöldi dansara steig fram og sakaði kennara við ballettinn um kynferðisofbeldi. Hópurinn, sem telur um 60 manns, hefur höfðað mál á hendur ballettinum og kennaranum, sem sagður er hafa þvingað dansarana til að sitja fyrir naktir á ljósmyndum. Breska dagblaðið The Guardian greinir ítarlega frá málinu á vef sínum. Maðurinn heitir Bruce Monk og starfaði sem kennari við dansskóla ballettsins. Hann var einnig ljósmyndari stofnunarinnar og tók fjölda mynda af starfi ballettsins, þar á meðal nemendum við skólann. Monk var sagt upp störfum árið 2015 og í kjölfarið litu fyrstu ásakanirnar, sem spanna nær þrjá áratugi, dagsins ljós. Fékk hana inn á skrifstofu og lét hana afklæðast Á meðal þeirra sem stefna nú Monk og ballettinum er Sarah Doucet, sem var nemandi við ballettskóla konunglega ballettsins í Winnipeg á tíunda áratugnum. Í samtali við The Guardian segist hún hafa verið 16 eða 17 ára er hún bað Monk um að taka af sér myndir fyrir möppu, sem hún gæti sýnt vænlegum vinnuveitendum eða dansskólum. Doucet segir að allt hafi farið sómasamlega fram í fyrstu en hún hitti Monk í danssal skólans. Hann hafi þó fljótlega beðið hana um að koma með sér inn á skrifstofu og halda myndatökunni áfram þar. Þegar inn á skrifstofuna var komið segir Doucet að Monk hafi tekið nokkrar myndir af sér þar sem hún var ber að ofan. Þegar fleiri fyrrverandi nemendur Monks stigu fram árið 2015, og höfðu svipaða sögu að segja, hóf lögregla rannsókn á málinu. Þá var Monk einnig sakaður um að hafa selt nektarmyndir sem hann tók af nemendum sínum á netinu. Á sínum tíma þótti saksóknurum ekki tilefni til að leggja fram ákæru á hendur Monk, þar sem ekki þótti líklegt að hann yrði sakfelldur. Í nýrri málsókn sem lögð var fram í sumar, fyrir hönd áðurnefndrar Doucet og fleiri fyrrverandi nemenda, segir að Monk hafi notfært sér traust sem nemendur báru til hans. Því er einnig haldið fram að dansskóli Winnipeg-ballettsins beri ábyrgð á því að skilja nemendur eftir í umsjá Monks. Meint brot eiga að hafa verið framin á árunum 1984-2015. Ekki hefur tekist að færa sönnur á neinar ásakanir í garð Monks síðan árið 2015. Bæði Monk og talsmenn konunglega ballettsins hafa þvertekið fyrir ásakanirnar. Kanada MeToo Dans Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Hneyksli skekur nú konunglega ballettinn í Winnipeg í Kanada eftir að fjöldi dansara steig fram og sakaði kennara við ballettinn um kynferðisofbeldi. Hópurinn, sem telur um 60 manns, hefur höfðað mál á hendur ballettinum og kennaranum, sem sagður er hafa þvingað dansarana til að sitja fyrir naktir á ljósmyndum. Breska dagblaðið The Guardian greinir ítarlega frá málinu á vef sínum. Maðurinn heitir Bruce Monk og starfaði sem kennari við dansskóla ballettsins. Hann var einnig ljósmyndari stofnunarinnar og tók fjölda mynda af starfi ballettsins, þar á meðal nemendum við skólann. Monk var sagt upp störfum árið 2015 og í kjölfarið litu fyrstu ásakanirnar, sem spanna nær þrjá áratugi, dagsins ljós. Fékk hana inn á skrifstofu og lét hana afklæðast Á meðal þeirra sem stefna nú Monk og ballettinum er Sarah Doucet, sem var nemandi við ballettskóla konunglega ballettsins í Winnipeg á tíunda áratugnum. Í samtali við The Guardian segist hún hafa verið 16 eða 17 ára er hún bað Monk um að taka af sér myndir fyrir möppu, sem hún gæti sýnt vænlegum vinnuveitendum eða dansskólum. Doucet segir að allt hafi farið sómasamlega fram í fyrstu en hún hitti Monk í danssal skólans. Hann hafi þó fljótlega beðið hana um að koma með sér inn á skrifstofu og halda myndatökunni áfram þar. Þegar inn á skrifstofuna var komið segir Doucet að Monk hafi tekið nokkrar myndir af sér þar sem hún var ber að ofan. Þegar fleiri fyrrverandi nemendur Monks stigu fram árið 2015, og höfðu svipaða sögu að segja, hóf lögregla rannsókn á málinu. Þá var Monk einnig sakaður um að hafa selt nektarmyndir sem hann tók af nemendum sínum á netinu. Á sínum tíma þótti saksóknurum ekki tilefni til að leggja fram ákæru á hendur Monk, þar sem ekki þótti líklegt að hann yrði sakfelldur. Í nýrri málsókn sem lögð var fram í sumar, fyrir hönd áðurnefndrar Doucet og fleiri fyrrverandi nemenda, segir að Monk hafi notfært sér traust sem nemendur báru til hans. Því er einnig haldið fram að dansskóli Winnipeg-ballettsins beri ábyrgð á því að skilja nemendur eftir í umsjá Monks. Meint brot eiga að hafa verið framin á árunum 1984-2015. Ekki hefur tekist að færa sönnur á neinar ásakanir í garð Monks síðan árið 2015. Bæði Monk og talsmenn konunglega ballettsins hafa þvertekið fyrir ásakanirnar.
Kanada MeToo Dans Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira