Hneyksli skekur konunglega ballettinn í Winnipeg: Kennari sakaður um að taka nektarmyndir af tugum ólögráða nemenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2018 11:23 Maðurinn heitir Bruce Monk og starfaði sem kennari við dansskóla ballettsins fram til ársins 2015. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Hneyksli skekur nú konunglega ballettinn í Winnipeg í Kanada eftir að fjöldi dansara steig fram og sakaði kennara við ballettinn um kynferðisofbeldi. Hópurinn, sem telur um 60 manns, hefur höfðað mál á hendur ballettinum og kennaranum, sem sagður er hafa þvingað dansarana til að sitja fyrir naktir á ljósmyndum. Breska dagblaðið The Guardian greinir ítarlega frá málinu á vef sínum. Maðurinn heitir Bruce Monk og starfaði sem kennari við dansskóla ballettsins. Hann var einnig ljósmyndari stofnunarinnar og tók fjölda mynda af starfi ballettsins, þar á meðal nemendum við skólann. Monk var sagt upp störfum árið 2015 og í kjölfarið litu fyrstu ásakanirnar, sem spanna nær þrjá áratugi, dagsins ljós. Fékk hana inn á skrifstofu og lét hana afklæðast Á meðal þeirra sem stefna nú Monk og ballettinum er Sarah Doucet, sem var nemandi við ballettskóla konunglega ballettsins í Winnipeg á tíunda áratugnum. Í samtali við The Guardian segist hún hafa verið 16 eða 17 ára er hún bað Monk um að taka af sér myndir fyrir möppu, sem hún gæti sýnt vænlegum vinnuveitendum eða dansskólum. Doucet segir að allt hafi farið sómasamlega fram í fyrstu en hún hitti Monk í danssal skólans. Hann hafi þó fljótlega beðið hana um að koma með sér inn á skrifstofu og halda myndatökunni áfram þar. Þegar inn á skrifstofuna var komið segir Doucet að Monk hafi tekið nokkrar myndir af sér þar sem hún var ber að ofan. Þegar fleiri fyrrverandi nemendur Monks stigu fram árið 2015, og höfðu svipaða sögu að segja, hóf lögregla rannsókn á málinu. Þá var Monk einnig sakaður um að hafa selt nektarmyndir sem hann tók af nemendum sínum á netinu. Á sínum tíma þótti saksóknurum ekki tilefni til að leggja fram ákæru á hendur Monk, þar sem ekki þótti líklegt að hann yrði sakfelldur. Í nýrri málsókn sem lögð var fram í sumar, fyrir hönd áðurnefndrar Doucet og fleiri fyrrverandi nemenda, segir að Monk hafi notfært sér traust sem nemendur báru til hans. Því er einnig haldið fram að dansskóli Winnipeg-ballettsins beri ábyrgð á því að skilja nemendur eftir í umsjá Monks. Meint brot eiga að hafa verið framin á árunum 1984-2015. Ekki hefur tekist að færa sönnur á neinar ásakanir í garð Monks síðan árið 2015. Bæði Monk og talsmenn konunglega ballettsins hafa þvertekið fyrir ásakanirnar. Kanada MeToo Dans Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Hneyksli skekur nú konunglega ballettinn í Winnipeg í Kanada eftir að fjöldi dansara steig fram og sakaði kennara við ballettinn um kynferðisofbeldi. Hópurinn, sem telur um 60 manns, hefur höfðað mál á hendur ballettinum og kennaranum, sem sagður er hafa þvingað dansarana til að sitja fyrir naktir á ljósmyndum. Breska dagblaðið The Guardian greinir ítarlega frá málinu á vef sínum. Maðurinn heitir Bruce Monk og starfaði sem kennari við dansskóla ballettsins. Hann var einnig ljósmyndari stofnunarinnar og tók fjölda mynda af starfi ballettsins, þar á meðal nemendum við skólann. Monk var sagt upp störfum árið 2015 og í kjölfarið litu fyrstu ásakanirnar, sem spanna nær þrjá áratugi, dagsins ljós. Fékk hana inn á skrifstofu og lét hana afklæðast Á meðal þeirra sem stefna nú Monk og ballettinum er Sarah Doucet, sem var nemandi við ballettskóla konunglega ballettsins í Winnipeg á tíunda áratugnum. Í samtali við The Guardian segist hún hafa verið 16 eða 17 ára er hún bað Monk um að taka af sér myndir fyrir möppu, sem hún gæti sýnt vænlegum vinnuveitendum eða dansskólum. Doucet segir að allt hafi farið sómasamlega fram í fyrstu en hún hitti Monk í danssal skólans. Hann hafi þó fljótlega beðið hana um að koma með sér inn á skrifstofu og halda myndatökunni áfram þar. Þegar inn á skrifstofuna var komið segir Doucet að Monk hafi tekið nokkrar myndir af sér þar sem hún var ber að ofan. Þegar fleiri fyrrverandi nemendur Monks stigu fram árið 2015, og höfðu svipaða sögu að segja, hóf lögregla rannsókn á málinu. Þá var Monk einnig sakaður um að hafa selt nektarmyndir sem hann tók af nemendum sínum á netinu. Á sínum tíma þótti saksóknurum ekki tilefni til að leggja fram ákæru á hendur Monk, þar sem ekki þótti líklegt að hann yrði sakfelldur. Í nýrri málsókn sem lögð var fram í sumar, fyrir hönd áðurnefndrar Doucet og fleiri fyrrverandi nemenda, segir að Monk hafi notfært sér traust sem nemendur báru til hans. Því er einnig haldið fram að dansskóli Winnipeg-ballettsins beri ábyrgð á því að skilja nemendur eftir í umsjá Monks. Meint brot eiga að hafa verið framin á árunum 1984-2015. Ekki hefur tekist að færa sönnur á neinar ásakanir í garð Monks síðan árið 2015. Bæði Monk og talsmenn konunglega ballettsins hafa þvertekið fyrir ásakanirnar.
Kanada MeToo Dans Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira