Hneyksli skekur konunglega ballettinn í Winnipeg: Kennari sakaður um að taka nektarmyndir af tugum ólögráða nemenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2018 11:23 Maðurinn heitir Bruce Monk og starfaði sem kennari við dansskóla ballettsins fram til ársins 2015. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Hneyksli skekur nú konunglega ballettinn í Winnipeg í Kanada eftir að fjöldi dansara steig fram og sakaði kennara við ballettinn um kynferðisofbeldi. Hópurinn, sem telur um 60 manns, hefur höfðað mál á hendur ballettinum og kennaranum, sem sagður er hafa þvingað dansarana til að sitja fyrir naktir á ljósmyndum. Breska dagblaðið The Guardian greinir ítarlega frá málinu á vef sínum. Maðurinn heitir Bruce Monk og starfaði sem kennari við dansskóla ballettsins. Hann var einnig ljósmyndari stofnunarinnar og tók fjölda mynda af starfi ballettsins, þar á meðal nemendum við skólann. Monk var sagt upp störfum árið 2015 og í kjölfarið litu fyrstu ásakanirnar, sem spanna nær þrjá áratugi, dagsins ljós. Fékk hana inn á skrifstofu og lét hana afklæðast Á meðal þeirra sem stefna nú Monk og ballettinum er Sarah Doucet, sem var nemandi við ballettskóla konunglega ballettsins í Winnipeg á tíunda áratugnum. Í samtali við The Guardian segist hún hafa verið 16 eða 17 ára er hún bað Monk um að taka af sér myndir fyrir möppu, sem hún gæti sýnt vænlegum vinnuveitendum eða dansskólum. Doucet segir að allt hafi farið sómasamlega fram í fyrstu en hún hitti Monk í danssal skólans. Hann hafi þó fljótlega beðið hana um að koma með sér inn á skrifstofu og halda myndatökunni áfram þar. Þegar inn á skrifstofuna var komið segir Doucet að Monk hafi tekið nokkrar myndir af sér þar sem hún var ber að ofan. Þegar fleiri fyrrverandi nemendur Monks stigu fram árið 2015, og höfðu svipaða sögu að segja, hóf lögregla rannsókn á málinu. Þá var Monk einnig sakaður um að hafa selt nektarmyndir sem hann tók af nemendum sínum á netinu. Á sínum tíma þótti saksóknurum ekki tilefni til að leggja fram ákæru á hendur Monk, þar sem ekki þótti líklegt að hann yrði sakfelldur. Í nýrri málsókn sem lögð var fram í sumar, fyrir hönd áðurnefndrar Doucet og fleiri fyrrverandi nemenda, segir að Monk hafi notfært sér traust sem nemendur báru til hans. Því er einnig haldið fram að dansskóli Winnipeg-ballettsins beri ábyrgð á því að skilja nemendur eftir í umsjá Monks. Meint brot eiga að hafa verið framin á árunum 1984-2015. Ekki hefur tekist að færa sönnur á neinar ásakanir í garð Monks síðan árið 2015. Bæði Monk og talsmenn konunglega ballettsins hafa þvertekið fyrir ásakanirnar. Kanada MeToo Dans Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Hneyksli skekur nú konunglega ballettinn í Winnipeg í Kanada eftir að fjöldi dansara steig fram og sakaði kennara við ballettinn um kynferðisofbeldi. Hópurinn, sem telur um 60 manns, hefur höfðað mál á hendur ballettinum og kennaranum, sem sagður er hafa þvingað dansarana til að sitja fyrir naktir á ljósmyndum. Breska dagblaðið The Guardian greinir ítarlega frá málinu á vef sínum. Maðurinn heitir Bruce Monk og starfaði sem kennari við dansskóla ballettsins. Hann var einnig ljósmyndari stofnunarinnar og tók fjölda mynda af starfi ballettsins, þar á meðal nemendum við skólann. Monk var sagt upp störfum árið 2015 og í kjölfarið litu fyrstu ásakanirnar, sem spanna nær þrjá áratugi, dagsins ljós. Fékk hana inn á skrifstofu og lét hana afklæðast Á meðal þeirra sem stefna nú Monk og ballettinum er Sarah Doucet, sem var nemandi við ballettskóla konunglega ballettsins í Winnipeg á tíunda áratugnum. Í samtali við The Guardian segist hún hafa verið 16 eða 17 ára er hún bað Monk um að taka af sér myndir fyrir möppu, sem hún gæti sýnt vænlegum vinnuveitendum eða dansskólum. Doucet segir að allt hafi farið sómasamlega fram í fyrstu en hún hitti Monk í danssal skólans. Hann hafi þó fljótlega beðið hana um að koma með sér inn á skrifstofu og halda myndatökunni áfram þar. Þegar inn á skrifstofuna var komið segir Doucet að Monk hafi tekið nokkrar myndir af sér þar sem hún var ber að ofan. Þegar fleiri fyrrverandi nemendur Monks stigu fram árið 2015, og höfðu svipaða sögu að segja, hóf lögregla rannsókn á málinu. Þá var Monk einnig sakaður um að hafa selt nektarmyndir sem hann tók af nemendum sínum á netinu. Á sínum tíma þótti saksóknurum ekki tilefni til að leggja fram ákæru á hendur Monk, þar sem ekki þótti líklegt að hann yrði sakfelldur. Í nýrri málsókn sem lögð var fram í sumar, fyrir hönd áðurnefndrar Doucet og fleiri fyrrverandi nemenda, segir að Monk hafi notfært sér traust sem nemendur báru til hans. Því er einnig haldið fram að dansskóli Winnipeg-ballettsins beri ábyrgð á því að skilja nemendur eftir í umsjá Monks. Meint brot eiga að hafa verið framin á árunum 1984-2015. Ekki hefur tekist að færa sönnur á neinar ásakanir í garð Monks síðan árið 2015. Bæði Monk og talsmenn konunglega ballettsins hafa þvertekið fyrir ásakanirnar.
Kanada MeToo Dans Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira