Löglausar mjólkurhækkanir? Þórólfur Matthíasson skrifar 4. september 2018 07:00 Í 8. gr. búvörulaga (l.nr. 99/1993) er sagt fyrir um hvernig staðið skuli að því að ákvarða verð á mjólk og mjólkurvörum. Þar segir: „Ákvörðun um lágmarksverð mjólkur skal byggjast á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum.“ Nefndarmenn sem sátu í verðlagsnefnd búvara undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur (seinnihluta árs 2017 til miðs árs 2018) veittu því eftirtekt að fyrri verðlagsnefndir höfðu virt þessi ákvæði laganna að vettugi. Þrátt fyrir skýr ákvæði um að verðlagsgrundvöllur endurspegli „hagkvæma framleiðsluhætti“ á hverjum tíma hafði verðlagsgrundvöllur kúabús verið óbreyttur frá því um árið 2000 og jafnvel fyrr. Á sama tíma hefur nyt kúa stóraukist, vinnufyrirkomulag í fjósum gjörbreyst, mjaltaþjarkar komið til sögunnar o.s.frv. Undirritaður sem sat í nefndinni á formannstíma Kristrúnar lýsti þeirri skoðun sinni á nefndarfundum að framkvæmd fyrri nefnda stríddi bæði gegn anda og bókstaf búvörulaganna. Formaður verðlagsnefndarinnar setti í gang vinnu við að reikna nýjan verðlagsgrundvöll. Þrátt fyrir eftirrekstur formanns gekk sú vinna afar hægt. Þó bárust þau boð til nefndarmanna undir lok mars 2018 að farið væri að hilla undir að nýr verðlagsgrundvöllur liti dagsins ljós. Undirritaður benti enn og aftur á að nefndin gæti ekki tekið ákvarðanir um verðbreytingar með löglegum hætti fyrr en nýr verðlagsgrundvöllur væri tilbúinn. Jafnframt benti undirritaður á að nefndin hefði allsendis ónægar upplýsingar til að ákvarða heildsöluverð mjólkur, skyrs og smjörs. Fulltrúar afurðastöðva tók mjög illa tillögum um að upplýsinga yrði aflað erlendis frá um framleiðslukostnað einstakra afurða. Í lok júní 2018 var ný verðlagsnefnd með nýjum formanni og nýjum fulltrúum landbúnaðar- og neytendamálaráðherra skipuð. Seint í ágúst 2018 samþykkti hin nýja verðlagsnefnd búvara að hækka verð á hrámjólk til bænda um 3,52% og heildsöluverð frá Mjólkursamsölunni um 5,3%. Þar af skyldi smjör hækka um 15%. Verðlagsnefndin birtir ekki neinn rökstuðning samhliða ákvörðun sinni. En ráða má að nefndin hafi metið „hækkunarþörf“ með hliðsjón af hinum löngu úrelta verðlagsgrundvelli kúabús en endurnýjuðu verðlagslíkani mjólkurvinnslunnar! Hvernig sú ákvörðun er tilkomin að hækka smjör um 15% er algjörlega órökstutt, en líklega hefur Mjólkursamsalan haft frumkvæði að þeirri gjörð. Kannski kom hið nýja kostnaðarlíkan mjólkurvinnslunnar þaðan í pósti til ráðuneytisins, hver veit. Miðað við þær upplýsingar sem ég hafði í lok mars 2018 tel ég líklegt að uppfærður verðlagsgrundvöllur kúabús liggi þegar fyrir í ráðuneytinu. Ágiskanir mínar um það hvers vegna hann er ekki notaður við síðustu ákvörðun eru jafn góðar og ágiskanir þínar, lesandi góður. En hver svo sem ástæðan er tel ég að síðasta ákvörðun verðlagsnefndar búvara sé á skjön við búvörulögin, anda þeirra og bókstaf. Ég vil hér með hvetja Umboðsmann Alþingis til að taka málið til skoðunar því lögleysa í skjóli ráðuneytisvalds er verri en önnur lögleysa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í 8. gr. búvörulaga (l.nr. 99/1993) er sagt fyrir um hvernig staðið skuli að því að ákvarða verð á mjólk og mjólkurvörum. Þar segir: „Ákvörðun um lágmarksverð mjólkur skal byggjast á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum.“ Nefndarmenn sem sátu í verðlagsnefnd búvara undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur (seinnihluta árs 2017 til miðs árs 2018) veittu því eftirtekt að fyrri verðlagsnefndir höfðu virt þessi ákvæði laganna að vettugi. Þrátt fyrir skýr ákvæði um að verðlagsgrundvöllur endurspegli „hagkvæma framleiðsluhætti“ á hverjum tíma hafði verðlagsgrundvöllur kúabús verið óbreyttur frá því um árið 2000 og jafnvel fyrr. Á sama tíma hefur nyt kúa stóraukist, vinnufyrirkomulag í fjósum gjörbreyst, mjaltaþjarkar komið til sögunnar o.s.frv. Undirritaður sem sat í nefndinni á formannstíma Kristrúnar lýsti þeirri skoðun sinni á nefndarfundum að framkvæmd fyrri nefnda stríddi bæði gegn anda og bókstaf búvörulaganna. Formaður verðlagsnefndarinnar setti í gang vinnu við að reikna nýjan verðlagsgrundvöll. Þrátt fyrir eftirrekstur formanns gekk sú vinna afar hægt. Þó bárust þau boð til nefndarmanna undir lok mars 2018 að farið væri að hilla undir að nýr verðlagsgrundvöllur liti dagsins ljós. Undirritaður benti enn og aftur á að nefndin gæti ekki tekið ákvarðanir um verðbreytingar með löglegum hætti fyrr en nýr verðlagsgrundvöllur væri tilbúinn. Jafnframt benti undirritaður á að nefndin hefði allsendis ónægar upplýsingar til að ákvarða heildsöluverð mjólkur, skyrs og smjörs. Fulltrúar afurðastöðva tók mjög illa tillögum um að upplýsinga yrði aflað erlendis frá um framleiðslukostnað einstakra afurða. Í lok júní 2018 var ný verðlagsnefnd með nýjum formanni og nýjum fulltrúum landbúnaðar- og neytendamálaráðherra skipuð. Seint í ágúst 2018 samþykkti hin nýja verðlagsnefnd búvara að hækka verð á hrámjólk til bænda um 3,52% og heildsöluverð frá Mjólkursamsölunni um 5,3%. Þar af skyldi smjör hækka um 15%. Verðlagsnefndin birtir ekki neinn rökstuðning samhliða ákvörðun sinni. En ráða má að nefndin hafi metið „hækkunarþörf“ með hliðsjón af hinum löngu úrelta verðlagsgrundvelli kúabús en endurnýjuðu verðlagslíkani mjólkurvinnslunnar! Hvernig sú ákvörðun er tilkomin að hækka smjör um 15% er algjörlega órökstutt, en líklega hefur Mjólkursamsalan haft frumkvæði að þeirri gjörð. Kannski kom hið nýja kostnaðarlíkan mjólkurvinnslunnar þaðan í pósti til ráðuneytisins, hver veit. Miðað við þær upplýsingar sem ég hafði í lok mars 2018 tel ég líklegt að uppfærður verðlagsgrundvöllur kúabús liggi þegar fyrir í ráðuneytinu. Ágiskanir mínar um það hvers vegna hann er ekki notaður við síðustu ákvörðun eru jafn góðar og ágiskanir þínar, lesandi góður. En hver svo sem ástæðan er tel ég að síðasta ákvörðun verðlagsnefndar búvara sé á skjön við búvörulögin, anda þeirra og bókstaf. Ég vil hér með hvetja Umboðsmann Alþingis til að taka málið til skoðunar því lögleysa í skjóli ráðuneytisvalds er verri en önnur lögleysa.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun