Trump hótar að draga Bandaríkin úr WTO Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 06:25 Donald Trump hefur hrist upp í efnahagskerfi heimsins niðri. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Að hans mati er stofnunin ósanngjörn í garð Bandaríkjanna og segir forsetinn að ef ekki verði breytingar á framferði stofnunarinnar muni Bandaríkin segja skilið við samstarfið. Alþjóðaviðskiptastofnunin var sett á laggirnar árið 1955 með það að markmiði að búa til reglur sem gilda um viðskipti aðildarríkjanna. Þá er henni einnig ætlað að draga úr hömlum á milliríkjaviðskiptum.Í samtali við Bloomberg segir Trump að stofnunin hafi alltof oft tekið ákvarðanir sem gangi þvert á hagsmuni Bandaríkjanna. Hann viðurkennir þó að á síðustu árum hafi úrskurðir stofnuninnar í mörgum tilfellum verið hliðhollir Bandaríkjunum. Trump viðraði fyrst hugmyndir um að draga úr Bandaríkin úr stofuninni í kosningabaráttu sinni árið 2016. Forsetinn lét hafa eftir sér fyrr á þessu ári að Alþjóðaviðskiptastofnunin hafi verið komið á fót til að gagnast öðrum löndum en Bandaríkjunum. Hann bætti við að stjórnvöld í Washington töpuðu næstum öllum málum sem rekin væru fyrir úrskurðarnefnd stofnunarinnar. Það stangast á við rannsóknir sem hafa sýnt fram á að Bandaríkin vinni 90% þeirra mála sem þau eiga aðild að. Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta eru þó í takt við þá utanríkisstefnu sem Trump hefur markað sér á síðasta ári. Hann hefur ýmist sett toll á innfluttar vörur eða hótað slíkum tollum til að tryggja hagsmuni bandarískra framleiðenda. Yfirlýsingar hans hafa hrist upp í efnahagskerfi heimsins, grandað alþjóðlegum viðskiptasamningum og búið til nýja. Í því samhengi má nefna nýjan samning Bandaríkjanna og Mexíkó, sem undirritaður var í vikunni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45 Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Bandaríkin og Mexíkó semja nýjan viðskiptasamning Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að binda enda á frjálsverslunarsamning Norður-Ameríku og gera nýjan samning í staðinn. 27. ágúst 2018 17:45 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Að hans mati er stofnunin ósanngjörn í garð Bandaríkjanna og segir forsetinn að ef ekki verði breytingar á framferði stofnunarinnar muni Bandaríkin segja skilið við samstarfið. Alþjóðaviðskiptastofnunin var sett á laggirnar árið 1955 með það að markmiði að búa til reglur sem gilda um viðskipti aðildarríkjanna. Þá er henni einnig ætlað að draga úr hömlum á milliríkjaviðskiptum.Í samtali við Bloomberg segir Trump að stofnunin hafi alltof oft tekið ákvarðanir sem gangi þvert á hagsmuni Bandaríkjanna. Hann viðurkennir þó að á síðustu árum hafi úrskurðir stofnuninnar í mörgum tilfellum verið hliðhollir Bandaríkjunum. Trump viðraði fyrst hugmyndir um að draga úr Bandaríkin úr stofuninni í kosningabaráttu sinni árið 2016. Forsetinn lét hafa eftir sér fyrr á þessu ári að Alþjóðaviðskiptastofnunin hafi verið komið á fót til að gagnast öðrum löndum en Bandaríkjunum. Hann bætti við að stjórnvöld í Washington töpuðu næstum öllum málum sem rekin væru fyrir úrskurðarnefnd stofnunarinnar. Það stangast á við rannsóknir sem hafa sýnt fram á að Bandaríkin vinni 90% þeirra mála sem þau eiga aðild að. Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta eru þó í takt við þá utanríkisstefnu sem Trump hefur markað sér á síðasta ári. Hann hefur ýmist sett toll á innfluttar vörur eða hótað slíkum tollum til að tryggja hagsmuni bandarískra framleiðenda. Yfirlýsingar hans hafa hrist upp í efnahagskerfi heimsins, grandað alþjóðlegum viðskiptasamningum og búið til nýja. Í því samhengi má nefna nýjan samning Bandaríkjanna og Mexíkó, sem undirritaður var í vikunni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45 Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Bandaríkin og Mexíkó semja nýjan viðskiptasamning Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að binda enda á frjálsverslunarsamning Norður-Ameríku og gera nýjan samning í staðinn. 27. ágúst 2018 17:45 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45
Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00
Bandaríkin og Mexíkó semja nýjan viðskiptasamning Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að binda enda á frjálsverslunarsamning Norður-Ameríku og gera nýjan samning í staðinn. 27. ágúst 2018 17:45
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent