Selfoss er búið að bæta við sig dönskum leikmanni fyrir átökin í Olís-deild kvenna í vetur.
Sarah Boye, 21 árs gamall örvhentur hornamaður, er búinn að semja við Selfyssinga, að því fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu.
Hún spilaði síðast með HIH Herning Ikast Håndbold í Danmörku og verður góður liðsstyrkur fyrir Selfyssinga hægra megin á vellinum.
Það hafa ekki verið miklar breytingar á Selfossliðinu frá síðustu leiktíð en áður var liðið búið að fá Katrínu Ósk Magnúsdóttur heim frá Danmörku.
Eftir tvö ár í fallbaráttunni horfir til betri vegar hjá kvennaliði Selfoss en stórskyttan og markadrottningin Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er komin á fullt eftir erfið meiðsli.
Selfyssingar unnu Ragnarsmót kvenna á heimavelli á dögunum þar sem Hrafnhildur Hanna var markahæst og útnefnd besti leikmaður mótsins.

