Gróðahugsun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Ferðaþjónustan er undirstöðuatvinnugrein hér á landi. Um leið á hún ekki bara að hrifsa til sín gróða, hún verður að skila sínu til samfélagsins, eins og er bæði sanngjarnt og sjálfsagt. Samt er áberandi tregða til þess innan greinarinnar. Þar er mikið kapp lagt á að koma sér undan gjaldtöku sé þess nokkur kostur. Því miður er eins og forsvarsmenn ferðaþjónustunnar séu staðráðnir í því að líta til forsvarsmanna stórútgerðarinnar sem fyrirmyndar. Þeir eru farnir að kvarta jafn mikið og útgerðin undan kröfum um að greinin greiði meira til samfélagsins en hún gerir nú. Þeir fullyrða að þegar sé greitt eðlilegt gjald og segja að atvinnugreinin sé auk þess svo viðkvæm að hún megi ekki við frekari álögum. Þegar ferðaþjónustan og stórútgerðin leggja saman í grátkór þá ná hljóðin vitanlega eyrum ráðamanna. Yfirleitt vill svo til að í ríkisstjórn er flokkur sem lætur sér sérlega annt um hag sérhagsmunaafla. Þá er segin saga að ráðamenn koma sér snarlega í hlutverk huggarans og sefa hina óhamingjusömu hópa sem elska gróða sinn svo mjög. Ákveðið er að ræða saman einhvern tíma seinna og jafnvel stofnaður starfshópur til að fara yfir málið, en vitanlega deyr hann drottni sínum hægt og hljóðlega. Hin áberandi gróðahugsun innan ferðaþjónustunnar tekur á sig ýmsar myndir. Allir þekkja raddirnar sem hljóma nánast eins og mantra frá greiningardeild Arion banka: „Við þurfum að fjölga efnuðum erlendum ferðamönnum. Við höfum ekkert að gera við þá sparsömu.“ Hvað eftir annað heyrist sagt að hingað til lands þurfi að laða ákjósanlega hópa erlendra ferðamanna. Þannig skiptir miklu máli hvaðan ferðamaðurinn kemur og hversu lengi hann dvelur á landinu, en höfuðatriðið er hversu miklu hann eyðir. Hinn erlendi ferðamaður er veginn og metinn og settur í flokk. Þeir efnuðu einstaklingar sem hingað koma lenda vitanlega í gæðaflokki. Þeir eru gangandi og ótæmandi gróðahít, fara í Bláa lónið, borða á fínni veitingastöðum og gista á hótelum í Reykjavík og úti á landi. Hinir, sem velja ódýrustu gistingu sem í boði er, versla í Bónus og álíka verslunum og vilja helst ferðast um landið á puttanum eru léttvægir fundnir. Þeir teljast ekki heppilegasta tegundin af ferðamanni og lenda í ruslflokki. Grátkór ferðaþjónustunnar hefur yfir ýmsu að kvarta. Hátt gengi krónunnar er meðal þess sem veldur henni hugarangri því fyrir vikið eyða erlendir ferðamenn ekki eins miklu og æskilegt er talið. Þeir eru samt ekki einir um að andvarpa. Íslendingar sem búa erlendis og koma heim í frí hafa líkt því við rán um miðjan dag að kaupa hér í matinn. Íslenskur almenningur þekkir það af eigin raun að það er enn meira rán að borða á flestum íslenskum veitingastöðum, sérstaklega á kvöldin. Mesta ránið er þó að fara með flugi innanlands og gista á hótelum. Á því hefur venjulegt fólk ekki efni. Skýringin á því er okur, þótt forsvarsmenn ferðaþjónustunnar vilji ekki viðurkenna það. Þeir eru uppteknir við annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er undirstöðuatvinnugrein hér á landi. Um leið á hún ekki bara að hrifsa til sín gróða, hún verður að skila sínu til samfélagsins, eins og er bæði sanngjarnt og sjálfsagt. Samt er áberandi tregða til þess innan greinarinnar. Þar er mikið kapp lagt á að koma sér undan gjaldtöku sé þess nokkur kostur. Því miður er eins og forsvarsmenn ferðaþjónustunnar séu staðráðnir í því að líta til forsvarsmanna stórútgerðarinnar sem fyrirmyndar. Þeir eru farnir að kvarta jafn mikið og útgerðin undan kröfum um að greinin greiði meira til samfélagsins en hún gerir nú. Þeir fullyrða að þegar sé greitt eðlilegt gjald og segja að atvinnugreinin sé auk þess svo viðkvæm að hún megi ekki við frekari álögum. Þegar ferðaþjónustan og stórútgerðin leggja saman í grátkór þá ná hljóðin vitanlega eyrum ráðamanna. Yfirleitt vill svo til að í ríkisstjórn er flokkur sem lætur sér sérlega annt um hag sérhagsmunaafla. Þá er segin saga að ráðamenn koma sér snarlega í hlutverk huggarans og sefa hina óhamingjusömu hópa sem elska gróða sinn svo mjög. Ákveðið er að ræða saman einhvern tíma seinna og jafnvel stofnaður starfshópur til að fara yfir málið, en vitanlega deyr hann drottni sínum hægt og hljóðlega. Hin áberandi gróðahugsun innan ferðaþjónustunnar tekur á sig ýmsar myndir. Allir þekkja raddirnar sem hljóma nánast eins og mantra frá greiningardeild Arion banka: „Við þurfum að fjölga efnuðum erlendum ferðamönnum. Við höfum ekkert að gera við þá sparsömu.“ Hvað eftir annað heyrist sagt að hingað til lands þurfi að laða ákjósanlega hópa erlendra ferðamanna. Þannig skiptir miklu máli hvaðan ferðamaðurinn kemur og hversu lengi hann dvelur á landinu, en höfuðatriðið er hversu miklu hann eyðir. Hinn erlendi ferðamaður er veginn og metinn og settur í flokk. Þeir efnuðu einstaklingar sem hingað koma lenda vitanlega í gæðaflokki. Þeir eru gangandi og ótæmandi gróðahít, fara í Bláa lónið, borða á fínni veitingastöðum og gista á hótelum í Reykjavík og úti á landi. Hinir, sem velja ódýrustu gistingu sem í boði er, versla í Bónus og álíka verslunum og vilja helst ferðast um landið á puttanum eru léttvægir fundnir. Þeir teljast ekki heppilegasta tegundin af ferðamanni og lenda í ruslflokki. Grátkór ferðaþjónustunnar hefur yfir ýmsu að kvarta. Hátt gengi krónunnar er meðal þess sem veldur henni hugarangri því fyrir vikið eyða erlendir ferðamenn ekki eins miklu og æskilegt er talið. Þeir eru samt ekki einir um að andvarpa. Íslendingar sem búa erlendis og koma heim í frí hafa líkt því við rán um miðjan dag að kaupa hér í matinn. Íslenskur almenningur þekkir það af eigin raun að það er enn meira rán að borða á flestum íslenskum veitingastöðum, sérstaklega á kvöldin. Mesta ránið er þó að fara með flugi innanlands og gista á hótelum. Á því hefur venjulegt fólk ekki efni. Skýringin á því er okur, þótt forsvarsmenn ferðaþjónustunnar vilji ekki viðurkenna það. Þeir eru uppteknir við annað.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun