Gróðahugsun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Ferðaþjónustan er undirstöðuatvinnugrein hér á landi. Um leið á hún ekki bara að hrifsa til sín gróða, hún verður að skila sínu til samfélagsins, eins og er bæði sanngjarnt og sjálfsagt. Samt er áberandi tregða til þess innan greinarinnar. Þar er mikið kapp lagt á að koma sér undan gjaldtöku sé þess nokkur kostur. Því miður er eins og forsvarsmenn ferðaþjónustunnar séu staðráðnir í því að líta til forsvarsmanna stórútgerðarinnar sem fyrirmyndar. Þeir eru farnir að kvarta jafn mikið og útgerðin undan kröfum um að greinin greiði meira til samfélagsins en hún gerir nú. Þeir fullyrða að þegar sé greitt eðlilegt gjald og segja að atvinnugreinin sé auk þess svo viðkvæm að hún megi ekki við frekari álögum. Þegar ferðaþjónustan og stórútgerðin leggja saman í grátkór þá ná hljóðin vitanlega eyrum ráðamanna. Yfirleitt vill svo til að í ríkisstjórn er flokkur sem lætur sér sérlega annt um hag sérhagsmunaafla. Þá er segin saga að ráðamenn koma sér snarlega í hlutverk huggarans og sefa hina óhamingjusömu hópa sem elska gróða sinn svo mjög. Ákveðið er að ræða saman einhvern tíma seinna og jafnvel stofnaður starfshópur til að fara yfir málið, en vitanlega deyr hann drottni sínum hægt og hljóðlega. Hin áberandi gróðahugsun innan ferðaþjónustunnar tekur á sig ýmsar myndir. Allir þekkja raddirnar sem hljóma nánast eins og mantra frá greiningardeild Arion banka: „Við þurfum að fjölga efnuðum erlendum ferðamönnum. Við höfum ekkert að gera við þá sparsömu.“ Hvað eftir annað heyrist sagt að hingað til lands þurfi að laða ákjósanlega hópa erlendra ferðamanna. Þannig skiptir miklu máli hvaðan ferðamaðurinn kemur og hversu lengi hann dvelur á landinu, en höfuðatriðið er hversu miklu hann eyðir. Hinn erlendi ferðamaður er veginn og metinn og settur í flokk. Þeir efnuðu einstaklingar sem hingað koma lenda vitanlega í gæðaflokki. Þeir eru gangandi og ótæmandi gróðahít, fara í Bláa lónið, borða á fínni veitingastöðum og gista á hótelum í Reykjavík og úti á landi. Hinir, sem velja ódýrustu gistingu sem í boði er, versla í Bónus og álíka verslunum og vilja helst ferðast um landið á puttanum eru léttvægir fundnir. Þeir teljast ekki heppilegasta tegundin af ferðamanni og lenda í ruslflokki. Grátkór ferðaþjónustunnar hefur yfir ýmsu að kvarta. Hátt gengi krónunnar er meðal þess sem veldur henni hugarangri því fyrir vikið eyða erlendir ferðamenn ekki eins miklu og æskilegt er talið. Þeir eru samt ekki einir um að andvarpa. Íslendingar sem búa erlendis og koma heim í frí hafa líkt því við rán um miðjan dag að kaupa hér í matinn. Íslenskur almenningur þekkir það af eigin raun að það er enn meira rán að borða á flestum íslenskum veitingastöðum, sérstaklega á kvöldin. Mesta ránið er þó að fara með flugi innanlands og gista á hótelum. Á því hefur venjulegt fólk ekki efni. Skýringin á því er okur, þótt forsvarsmenn ferðaþjónustunnar vilji ekki viðurkenna það. Þeir eru uppteknir við annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er undirstöðuatvinnugrein hér á landi. Um leið á hún ekki bara að hrifsa til sín gróða, hún verður að skila sínu til samfélagsins, eins og er bæði sanngjarnt og sjálfsagt. Samt er áberandi tregða til þess innan greinarinnar. Þar er mikið kapp lagt á að koma sér undan gjaldtöku sé þess nokkur kostur. Því miður er eins og forsvarsmenn ferðaþjónustunnar séu staðráðnir í því að líta til forsvarsmanna stórútgerðarinnar sem fyrirmyndar. Þeir eru farnir að kvarta jafn mikið og útgerðin undan kröfum um að greinin greiði meira til samfélagsins en hún gerir nú. Þeir fullyrða að þegar sé greitt eðlilegt gjald og segja að atvinnugreinin sé auk þess svo viðkvæm að hún megi ekki við frekari álögum. Þegar ferðaþjónustan og stórútgerðin leggja saman í grátkór þá ná hljóðin vitanlega eyrum ráðamanna. Yfirleitt vill svo til að í ríkisstjórn er flokkur sem lætur sér sérlega annt um hag sérhagsmunaafla. Þá er segin saga að ráðamenn koma sér snarlega í hlutverk huggarans og sefa hina óhamingjusömu hópa sem elska gróða sinn svo mjög. Ákveðið er að ræða saman einhvern tíma seinna og jafnvel stofnaður starfshópur til að fara yfir málið, en vitanlega deyr hann drottni sínum hægt og hljóðlega. Hin áberandi gróðahugsun innan ferðaþjónustunnar tekur á sig ýmsar myndir. Allir þekkja raddirnar sem hljóma nánast eins og mantra frá greiningardeild Arion banka: „Við þurfum að fjölga efnuðum erlendum ferðamönnum. Við höfum ekkert að gera við þá sparsömu.“ Hvað eftir annað heyrist sagt að hingað til lands þurfi að laða ákjósanlega hópa erlendra ferðamanna. Þannig skiptir miklu máli hvaðan ferðamaðurinn kemur og hversu lengi hann dvelur á landinu, en höfuðatriðið er hversu miklu hann eyðir. Hinn erlendi ferðamaður er veginn og metinn og settur í flokk. Þeir efnuðu einstaklingar sem hingað koma lenda vitanlega í gæðaflokki. Þeir eru gangandi og ótæmandi gróðahít, fara í Bláa lónið, borða á fínni veitingastöðum og gista á hótelum í Reykjavík og úti á landi. Hinir, sem velja ódýrustu gistingu sem í boði er, versla í Bónus og álíka verslunum og vilja helst ferðast um landið á puttanum eru léttvægir fundnir. Þeir teljast ekki heppilegasta tegundin af ferðamanni og lenda í ruslflokki. Grátkór ferðaþjónustunnar hefur yfir ýmsu að kvarta. Hátt gengi krónunnar er meðal þess sem veldur henni hugarangri því fyrir vikið eyða erlendir ferðamenn ekki eins miklu og æskilegt er talið. Þeir eru samt ekki einir um að andvarpa. Íslendingar sem búa erlendis og koma heim í frí hafa líkt því við rán um miðjan dag að kaupa hér í matinn. Íslenskur almenningur þekkir það af eigin raun að það er enn meira rán að borða á flestum íslenskum veitingastöðum, sérstaklega á kvöldin. Mesta ránið er þó að fara með flugi innanlands og gista á hótelum. Á því hefur venjulegt fólk ekki efni. Skýringin á því er okur, þótt forsvarsmenn ferðaþjónustunnar vilji ekki viðurkenna það. Þeir eru uppteknir við annað.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun