Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 12:14 Alex Jones er þekktur fyrir líflega framsögn og umdeildar skoðanir. Mynd/Skjáskot Samfélagsmiðillinn Facebook hefur lokað fjórum síðum á vegum bandaríska samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. Þá hafa Apple og Spotify fjarlægt hlaðvarpsþætti Jones af veitum sínum. Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. Síður hans, Alex Jones Channel, Alex Jones, InfoWars og Infowars Nightly News hafa nú allar verið fjarlægðar á grundvelli „endurtekinna brota“ á reglum miðilsins, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Facebook. Sjá einnig: Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Í yfirlýsingu segir að síðurnar hafi verið bannaðar vegna þess að inn á þær hafi verið hlaðið efni sem gerði ofbeldi hátt undir höfði og byggði á hatursorðræðu í garð transfólks, múslima og innflytjenda. Sérstaklega var þó tekið fram að síðunum hafi ekki verið lokað vegna samsæriskenninga sem Jones hefur dreift á síðum sínum. Samsæriskenningarnar hverfast m.a. um árásina á Tvíburaturnana árið 2001 og skotárásina í Sandy Hook-grunnskólanum árið 2012. Skömmu áður en Facebook tilkynnti um áðurnefndar aðgerðir fjarlægðu bæði Apple og Spotify nær allt efni úr smiðju Jones af hlaðvarpsveitum sínum. Enn er þó hægt að nálgast nokkra þætti Jones á báðum veitum. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn InfoWars og er, eins og áður sagði, einna þekktastur fyrir samsæriskenningar sínar. Foreldrar barna sem skotin voru til bana í áðurnefndri Sandy Hook-skotárás lögsóttu Jones fyrir ærumeiðingar fyrr á árinu. Hann hefur ítrekað haldið því fram að árásin, sem og önnur fjöldamorð í Bandaríkjunum, hafi verið sviðsett. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Facebook Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Samfélagsmiðlar Spotify Apple Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Facebook hefur lokað fjórum síðum á vegum bandaríska samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. Þá hafa Apple og Spotify fjarlægt hlaðvarpsþætti Jones af veitum sínum. Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. Síður hans, Alex Jones Channel, Alex Jones, InfoWars og Infowars Nightly News hafa nú allar verið fjarlægðar á grundvelli „endurtekinna brota“ á reglum miðilsins, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Facebook. Sjá einnig: Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Í yfirlýsingu segir að síðurnar hafi verið bannaðar vegna þess að inn á þær hafi verið hlaðið efni sem gerði ofbeldi hátt undir höfði og byggði á hatursorðræðu í garð transfólks, múslima og innflytjenda. Sérstaklega var þó tekið fram að síðunum hafi ekki verið lokað vegna samsæriskenninga sem Jones hefur dreift á síðum sínum. Samsæriskenningarnar hverfast m.a. um árásina á Tvíburaturnana árið 2001 og skotárásina í Sandy Hook-grunnskólanum árið 2012. Skömmu áður en Facebook tilkynnti um áðurnefndar aðgerðir fjarlægðu bæði Apple og Spotify nær allt efni úr smiðju Jones af hlaðvarpsveitum sínum. Enn er þó hægt að nálgast nokkra þætti Jones á báðum veitum. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn InfoWars og er, eins og áður sagði, einna þekktastur fyrir samsæriskenningar sínar. Foreldrar barna sem skotin voru til bana í áðurnefndri Sandy Hook-skotárás lögsóttu Jones fyrir ærumeiðingar fyrr á árinu. Hann hefur ítrekað haldið því fram að árásin, sem og önnur fjöldamorð í Bandaríkjunum, hafi verið sviðsett.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Facebook Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Samfélagsmiðlar Spotify Apple Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43
Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39