Colbert spænir í eigin yfirmann Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2018 10:00 Stephen Colbert. Vísir/Getty Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. Moonves hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af sex konum. Í samtali við blaðamanninn Ronan Farrow, sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein, sögðu konurnar að hann hefði bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Colbert byrjaði þátt sinn á því að segja nokkra brandara um Moonves og meðal þeirra var sá brandari að hann vonaðist til þess að hann væri ekki að horfa á þáttinn. Seinna í þættinum, eftir upphafsræðu Colbert, varð hann þó heldur alvarlegri og tók málið sérstaklega fyrir. Eftir að hafa spurt hvort nokkuð væri búið að slökkva á útsendingu þeirra benti hann á að #MeToo vitundarvakningin væri að verða árs gömul. Þá sagði hann gott að konur hefðu fundið aflið til að segja sögur sínar. „Því, það er skrítið að þurfa að segja þetta, það að valdamiklir menn níðist á tiltölulega valdlitlum starfsmönnum er rangt. Við vitum að það er rangt núna og við vissum að það var rangt þá. Hvernig vissum við að það var rangt þá? Því við vitum að þessir menn reyndu að koma í veg fyrir að konurnar sögðu sínar sögur,“ sagði Colbert. Þá sagði Colbert að ábyrgð væri tilganglaus ef hún næði ekki yfir alla. Hann sagðist ekki vita hvað muni gerast varðandi Moonves en hann trúði á að menn væri ábyrgir gjörða sinna og þá ekki bara stjórnmálamenn sem maður væri ósammála. „Allir vilja að menn séu ábyrgir gjörða sinna, nema umræddur maður er „þeirra maður“ og hafið á hreinu að Les Moonves er „minn maður“. Hann réði mig til að sitja í þessum stól. Hann stóð við bakið á þættinum á meðan við áttum erfitt með að finna okkur. Hann gaf okkur það sem við þurftum og stóð við bakið á okkur þegar fólk var reitt við mig og ég kann vel við að vinna fyrir hann. En ábyrgð er tilgangslaus, nema hún nái yfir alla. Hvort sem það er yfirmaður sjónvarpsstöðvar eða leiðtogi hins frjálsa heims,“ sagði Colbert. Fyrra myndbandið er upphaf þáttarins. Þar tjáir Colbert sig um Moonves í tæpar þrjár mínútur. Svo að neðan fer hann nánar í málið. MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. Moonves hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af sex konum. Í samtali við blaðamanninn Ronan Farrow, sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein, sögðu konurnar að hann hefði bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Colbert byrjaði þátt sinn á því að segja nokkra brandara um Moonves og meðal þeirra var sá brandari að hann vonaðist til þess að hann væri ekki að horfa á þáttinn. Seinna í þættinum, eftir upphafsræðu Colbert, varð hann þó heldur alvarlegri og tók málið sérstaklega fyrir. Eftir að hafa spurt hvort nokkuð væri búið að slökkva á útsendingu þeirra benti hann á að #MeToo vitundarvakningin væri að verða árs gömul. Þá sagði hann gott að konur hefðu fundið aflið til að segja sögur sínar. „Því, það er skrítið að þurfa að segja þetta, það að valdamiklir menn níðist á tiltölulega valdlitlum starfsmönnum er rangt. Við vitum að það er rangt núna og við vissum að það var rangt þá. Hvernig vissum við að það var rangt þá? Því við vitum að þessir menn reyndu að koma í veg fyrir að konurnar sögðu sínar sögur,“ sagði Colbert. Þá sagði Colbert að ábyrgð væri tilganglaus ef hún næði ekki yfir alla. Hann sagðist ekki vita hvað muni gerast varðandi Moonves en hann trúði á að menn væri ábyrgir gjörða sinna og þá ekki bara stjórnmálamenn sem maður væri ósammála. „Allir vilja að menn séu ábyrgir gjörða sinna, nema umræddur maður er „þeirra maður“ og hafið á hreinu að Les Moonves er „minn maður“. Hann réði mig til að sitja í þessum stól. Hann stóð við bakið á þættinum á meðan við áttum erfitt með að finna okkur. Hann gaf okkur það sem við þurftum og stóð við bakið á okkur þegar fólk var reitt við mig og ég kann vel við að vinna fyrir hann. En ábyrgð er tilgangslaus, nema hún nái yfir alla. Hvort sem það er yfirmaður sjónvarpsstöðvar eða leiðtogi hins frjálsa heims,“ sagði Colbert. Fyrra myndbandið er upphaf þáttarins. Þar tjáir Colbert sig um Moonves í tæpar þrjár mínútur. Svo að neðan fer hann nánar í málið.
MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira