Ríki og sveitarfélög vinni betur saman í málefnum utangarðsfólks Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 19:30 Árið 2012 var fjöldi einstaklinga sem taldist utangarðs og/eða heimilislausir í Reykjavík 179 talsins en sú tala var komin upp í 349 einstaklinga árið 2017. Forstöðumaður, gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir það hag ríkis og sveitarfélaga að vinna saman að lausn þessara mála. Samkvæmt fréttum okkar í síðustu viku hefur umboðsmanni Alþingis borist fjölmargar kvartanir vegna þess að sveitarfélög vanrækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum. Samkvæmt Reykjavíkurborg hefur utangarðs og/eða heimilislausu fólki fjölgað um 95 prósent á síðustu fimm árum. Velferðarvaktinni sendi frá sér tillögur að úrlausn í mars á þessu ári og þar kemur meðal annars fram að koma þurfi upp dagsdvöl fyrir utangarðsfólk sem er opið allan daginn. Bæta þurfi aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Einnig er óskað eftir að heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga setji af stað formlegan starfshóp þar sem fjallað verði um ofangreindar aðgerðir með því markmiði að aðstæður utangarðsfólks verði bættar. Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir enga eina skýringu á þessari miklu aukningu. „Húsnæðisvandi hefur farið vaxandi á þessum tíma. Sá hópur sem hér um ræðir er sá hópur sem fyrst missir húsnæði sem það hefur haft og síðasti hópurinn sem fær húsnæði þegar um hægist.” Hann segir að húsnæðisleysi valdi aukningu á vanda og flækjustigum þessara einstaklinga og meira álagi á heilbrigðiskerfið, fangelsin og félagslega kerfið. „Akkilesarhællinn er sá að togstreita er um að hvar málin liggja. Á ríkið að greiða eða á borgin að greiða. Þar sem verið er að vinna mjög faglega að málum, eins og til dæmis Finnar gera, þar kemur ríkið inn með verulegan þátt í þjónustu við utangarðsfólks á félagslegum grunni. Það er hagur ríkisins að vel gangi í félagslega þættinum til þess að draga úr innlögnum og öðru álagi á ríkisstofnanir,” segir Þór. Húsnæðismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Árið 2012 var fjöldi einstaklinga sem taldist utangarðs og/eða heimilislausir í Reykjavík 179 talsins en sú tala var komin upp í 349 einstaklinga árið 2017. Forstöðumaður, gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir það hag ríkis og sveitarfélaga að vinna saman að lausn þessara mála. Samkvæmt fréttum okkar í síðustu viku hefur umboðsmanni Alþingis borist fjölmargar kvartanir vegna þess að sveitarfélög vanrækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum. Samkvæmt Reykjavíkurborg hefur utangarðs og/eða heimilislausu fólki fjölgað um 95 prósent á síðustu fimm árum. Velferðarvaktinni sendi frá sér tillögur að úrlausn í mars á þessu ári og þar kemur meðal annars fram að koma þurfi upp dagsdvöl fyrir utangarðsfólk sem er opið allan daginn. Bæta þurfi aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Einnig er óskað eftir að heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga setji af stað formlegan starfshóp þar sem fjallað verði um ofangreindar aðgerðir með því markmiði að aðstæður utangarðsfólks verði bættar. Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir enga eina skýringu á þessari miklu aukningu. „Húsnæðisvandi hefur farið vaxandi á þessum tíma. Sá hópur sem hér um ræðir er sá hópur sem fyrst missir húsnæði sem það hefur haft og síðasti hópurinn sem fær húsnæði þegar um hægist.” Hann segir að húsnæðisleysi valdi aukningu á vanda og flækjustigum þessara einstaklinga og meira álagi á heilbrigðiskerfið, fangelsin og félagslega kerfið. „Akkilesarhællinn er sá að togstreita er um að hvar málin liggja. Á ríkið að greiða eða á borgin að greiða. Þar sem verið er að vinna mjög faglega að málum, eins og til dæmis Finnar gera, þar kemur ríkið inn með verulegan þátt í þjónustu við utangarðsfólks á félagslegum grunni. Það er hagur ríkisins að vel gangi í félagslega þættinum til þess að draga úr innlögnum og öðru álagi á ríkisstofnanir,” segir Þór.
Húsnæðismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira