Ríki og sveitarfélög vinni betur saman í málefnum utangarðsfólks Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 19:30 Árið 2012 var fjöldi einstaklinga sem taldist utangarðs og/eða heimilislausir í Reykjavík 179 talsins en sú tala var komin upp í 349 einstaklinga árið 2017. Forstöðumaður, gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir það hag ríkis og sveitarfélaga að vinna saman að lausn þessara mála. Samkvæmt fréttum okkar í síðustu viku hefur umboðsmanni Alþingis borist fjölmargar kvartanir vegna þess að sveitarfélög vanrækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum. Samkvæmt Reykjavíkurborg hefur utangarðs og/eða heimilislausu fólki fjölgað um 95 prósent á síðustu fimm árum. Velferðarvaktinni sendi frá sér tillögur að úrlausn í mars á þessu ári og þar kemur meðal annars fram að koma þurfi upp dagsdvöl fyrir utangarðsfólk sem er opið allan daginn. Bæta þurfi aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Einnig er óskað eftir að heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga setji af stað formlegan starfshóp þar sem fjallað verði um ofangreindar aðgerðir með því markmiði að aðstæður utangarðsfólks verði bættar. Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir enga eina skýringu á þessari miklu aukningu. „Húsnæðisvandi hefur farið vaxandi á þessum tíma. Sá hópur sem hér um ræðir er sá hópur sem fyrst missir húsnæði sem það hefur haft og síðasti hópurinn sem fær húsnæði þegar um hægist.” Hann segir að húsnæðisleysi valdi aukningu á vanda og flækjustigum þessara einstaklinga og meira álagi á heilbrigðiskerfið, fangelsin og félagslega kerfið. „Akkilesarhællinn er sá að togstreita er um að hvar málin liggja. Á ríkið að greiða eða á borgin að greiða. Þar sem verið er að vinna mjög faglega að málum, eins og til dæmis Finnar gera, þar kemur ríkið inn með verulegan þátt í þjónustu við utangarðsfólks á félagslegum grunni. Það er hagur ríkisins að vel gangi í félagslega þættinum til þess að draga úr innlögnum og öðru álagi á ríkisstofnanir,” segir Þór. Húsnæðismál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Árið 2012 var fjöldi einstaklinga sem taldist utangarðs og/eða heimilislausir í Reykjavík 179 talsins en sú tala var komin upp í 349 einstaklinga árið 2017. Forstöðumaður, gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir það hag ríkis og sveitarfélaga að vinna saman að lausn þessara mála. Samkvæmt fréttum okkar í síðustu viku hefur umboðsmanni Alþingis borist fjölmargar kvartanir vegna þess að sveitarfélög vanrækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum. Samkvæmt Reykjavíkurborg hefur utangarðs og/eða heimilislausu fólki fjölgað um 95 prósent á síðustu fimm árum. Velferðarvaktinni sendi frá sér tillögur að úrlausn í mars á þessu ári og þar kemur meðal annars fram að koma þurfi upp dagsdvöl fyrir utangarðsfólk sem er opið allan daginn. Bæta þurfi aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Einnig er óskað eftir að heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga setji af stað formlegan starfshóp þar sem fjallað verði um ofangreindar aðgerðir með því markmiði að aðstæður utangarðsfólks verði bættar. Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir enga eina skýringu á þessari miklu aukningu. „Húsnæðisvandi hefur farið vaxandi á þessum tíma. Sá hópur sem hér um ræðir er sá hópur sem fyrst missir húsnæði sem það hefur haft og síðasti hópurinn sem fær húsnæði þegar um hægist.” Hann segir að húsnæðisleysi valdi aukningu á vanda og flækjustigum þessara einstaklinga og meira álagi á heilbrigðiskerfið, fangelsin og félagslega kerfið. „Akkilesarhællinn er sá að togstreita er um að hvar málin liggja. Á ríkið að greiða eða á borgin að greiða. Þar sem verið er að vinna mjög faglega að málum, eins og til dæmis Finnar gera, þar kemur ríkið inn með verulegan þátt í þjónustu við utangarðsfólks á félagslegum grunni. Það er hagur ríkisins að vel gangi í félagslega þættinum til þess að draga úr innlögnum og öðru álagi á ríkisstofnanir,” segir Þór.
Húsnæðismál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira