HK aftur á toppinn eftir öruggan sigur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2018 21:15 Brynjar Jónasson skoraði fyrsta mark HK vísir/eyþór HK endurheimti toppsæti Inkasso deildarinnar með sigri á Haukum. Víkingur Ólafsvík komst upp að hlið ÍA í öðru sætinu og Selfoss vann Njarðvík fyrir austan fjall. HK mátti teljast lánsamt að sleppa með jafntefli gegn ÍR í Breiðholtinu í síðustu umferð í leik sem fyrir fram hefði átt að vera nokkuð þægilegur sigur Kópavogsbúa miðað við stöðu liðanna í deildinni. Mun betur gekk í kvöld á heimavelli þeirra í Kórnum þegar Haukar mættu í heimsókn. Brynjar Jónasson kom HK yfir eftir 19 mínútur eftir stoðsendingu Bjarna Gunnarssonar. Bjarni sá svo sjálfur um að ganga frá leiknum í seinni hálfleik. Hann skoraði fyrra mark sitt og annað mark HK á 54. mínútu og bætti þriðja marki HK við á 67. mínútu. Öruggur 3-0 sigur og toppsætið í höfn. Víkingur Ólafsvík heldur í við efstu liðin og jafnaði ÍA að stigum í öðru sæti deildarinnar með sigri á Fram í Ólafsvík. Kwame Quee kom heimamönnum yfir á 19. mínútu eftir undirbúning Kristins Magnúsar Péturssonar. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Víkingur bætt við og þar var Kristinn Magnús aftur á ferð, í þetta skipti skoraði hann sjálfur. Boltinn hafði þó viðkomu í varnarmanni Fram áður en hann fór í netið. Útlitið varð enn verra fyrir Framara í seinni hálfleik þegar Alex Freyr Elísson var rekinn af velli með rautt spjald á 76. mínútu. Það átti þó eftir að verða mikil dramatík undir lokin. Í uppbótartíma fékk Fram vítaspyrnu. Guðmundur Magnússon fór á punktinn og skoraði. Framarar komust þó ekki nær og urðu að sætta sig við 2-1 tap. Á Selfossi unnu heimamenn sterkan sigur á Njarðvík í slag liða í neðri hluta deildarinnar. Kristófer Páll Viðarsson kom Selfyssingum yfir snemma leiks og var staðan 1-0 í hálfleik. Eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik kom Gilles Ondo heimamönnum í 2-0 og Ivan Martinez Gutierrez bætti þriðja markinu við á 60. mínútu og virtist gera út um leikinn. Sú var þó heldur betur ekki raunin. Sjö mínútum síðar skoraði Magnús Þór Magnússon mark fyrir gestina úr Njarðvík og á 70. mínútu nældi Arnór Bjarnason í vítaspyrnu fyrir Njarðvík. Andri Fannar Freysson fór á punktinn en þrumaði boltanum í slánna. Njarðvíkingar héldu áfram að sækja og reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en það tókst ekki, Selfyssingar bættu í staðinn við fjórða markinu og lokatölur á Selfossi 4-1.Úrslit kvöldsins: HK - Haukar 3-0 Víkingur Ó. - Fram 2-1 Selfoss-Njarðvík 4-1 Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Fótbolti Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
HK endurheimti toppsæti Inkasso deildarinnar með sigri á Haukum. Víkingur Ólafsvík komst upp að hlið ÍA í öðru sætinu og Selfoss vann Njarðvík fyrir austan fjall. HK mátti teljast lánsamt að sleppa með jafntefli gegn ÍR í Breiðholtinu í síðustu umferð í leik sem fyrir fram hefði átt að vera nokkuð þægilegur sigur Kópavogsbúa miðað við stöðu liðanna í deildinni. Mun betur gekk í kvöld á heimavelli þeirra í Kórnum þegar Haukar mættu í heimsókn. Brynjar Jónasson kom HK yfir eftir 19 mínútur eftir stoðsendingu Bjarna Gunnarssonar. Bjarni sá svo sjálfur um að ganga frá leiknum í seinni hálfleik. Hann skoraði fyrra mark sitt og annað mark HK á 54. mínútu og bætti þriðja marki HK við á 67. mínútu. Öruggur 3-0 sigur og toppsætið í höfn. Víkingur Ólafsvík heldur í við efstu liðin og jafnaði ÍA að stigum í öðru sæti deildarinnar með sigri á Fram í Ólafsvík. Kwame Quee kom heimamönnum yfir á 19. mínútu eftir undirbúning Kristins Magnúsar Péturssonar. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Víkingur bætt við og þar var Kristinn Magnús aftur á ferð, í þetta skipti skoraði hann sjálfur. Boltinn hafði þó viðkomu í varnarmanni Fram áður en hann fór í netið. Útlitið varð enn verra fyrir Framara í seinni hálfleik þegar Alex Freyr Elísson var rekinn af velli með rautt spjald á 76. mínútu. Það átti þó eftir að verða mikil dramatík undir lokin. Í uppbótartíma fékk Fram vítaspyrnu. Guðmundur Magnússon fór á punktinn og skoraði. Framarar komust þó ekki nær og urðu að sætta sig við 2-1 tap. Á Selfossi unnu heimamenn sterkan sigur á Njarðvík í slag liða í neðri hluta deildarinnar. Kristófer Páll Viðarsson kom Selfyssingum yfir snemma leiks og var staðan 1-0 í hálfleik. Eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik kom Gilles Ondo heimamönnum í 2-0 og Ivan Martinez Gutierrez bætti þriðja markinu við á 60. mínútu og virtist gera út um leikinn. Sú var þó heldur betur ekki raunin. Sjö mínútum síðar skoraði Magnús Þór Magnússon mark fyrir gestina úr Njarðvík og á 70. mínútu nældi Arnór Bjarnason í vítaspyrnu fyrir Njarðvík. Andri Fannar Freysson fór á punktinn en þrumaði boltanum í slánna. Njarðvíkingar héldu áfram að sækja og reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en það tókst ekki, Selfyssingar bættu í staðinn við fjórða markinu og lokatölur á Selfossi 4-1.Úrslit kvöldsins: HK - Haukar 3-0 Víkingur Ó. - Fram 2-1 Selfoss-Njarðvík 4-1 Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Fótbolti Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira