Sýndu reiði Davíðs skilning en fannst hann fara yfir strikið Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2025 10:00 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Vísir/Viktor Freyr „Er ekki Davíð Smári aðeins að fara yfir línuna í þessu viðtali?“ spurði Gummi Ben í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, eftir orðin sem Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, lét falla í garð dómara eftir 2-1 tapið gegn KR í Bestu deildinni. Sérfræðingarnir voru á því að Davíð Smári, sem kvaðst með „hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki,“ hefði vissulega farið yfir strikið þó að reiði hans væri skiljanleg. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um ummæli Davíðs Smára Vestramenn virtust vera að komast í 2-0 eftir sjötíu mínútna leik en aðstoðardómari lyfti flaggi sínu og rangstaða var dæmd. Kolrangur dómur sem augljóslega sat í Davíð Smára þegar hann lét gamminn geisa í viðtali eftir leik. „Stóra málið í þessu er að það er bara einn maður sem eyðileggur leikinn. Tekur af okkur algjörlega löglegt mark. Ég bara spyr, hvað ætlum við að vera lengi í þessari vitleysu? Leik eftir leik er maður settur á leiki sem gerir stór mistök leik eftir leik. Ég er orðin gríðarlega þreyttur á þessu,“ sagði Davíð í viðtalinu, greinilega heitt í hamsi vegna frammistöðu dómarans Twana Khalid Ahmed. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Ég er orðinn hundleiður á þessu. Maður er með hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki. Ég fatta ekki alveg hvaða kvóta er verið að fylla í með að þetta sé svona,“ sagði Davíð. Gummi sagði Davíð hafa verið „mjög grimman“ gagnvart dómara leiksins og benti á að stóru mistökin í leiknum hefðu verið af hálfu aðstoðardómarans sem lyfti flaggi sínu. Lárus Orri Sigurðsson tók undir að Davíð hefði farið yfir strikið en hafði samúð með þjálfaranum: „Þetta er strax eftir leik. Hann er mjög heitur, reiður, nýbúinn að sjá að það er búið að taka af þeim löglegt mark. Ef þú settir míkrafóninn fyrir framan hann núna þá fengir þú ekki þessa útgáfu af viðtali. Ég held að hann átti sig á því að þetta er ekki dómaranum að kenna. Það er ekki hann sem tekur ákvörðunina með þessa rangstöðu,“ sagði Lárus. Þá bætti hann við að öfugt við það sem lesa mætti úr viðtalinu við Davíð þá teldi hann fullvíst að KSÍ fylgdist vel með því hvernig dómarar stæðu sig og það hefði afleiðingar ef þeir stæðu sig ekki vel. Ólafur Kristjánsson var einnig á því að Davíð hefði gengið of langt í viðtalinu. „Stór orð hjá Davíð. Við erum búnir að hrósa honum því hann hefur gert virkilega góða hluti með Vestraliðið, og ég er sammála honum í því að leikplanið þeirra var að ganga mjög vel. Auðvitað hefði 2-0 verið þægilegri staða. En það er enginn, hvorki dómarinn né aðstoðardómarinn, að leika sér að þessu. Þetta er það sem hann telur rétt og við þurfum að lifa með. Það er ógeðslega súrt en engu að síður staðreynd,“ sagði Ólafur og bætti við að dómgæslan í sumar hefði heilt yfir verið prýðileg. Vestramenn ættu frekar að líta til þeirra dauðafæra sem fóru forgörðum hjá þeim. „Mér fannst hann fara yfir strikið. Ég skil hann en þetta er staða þar sem maður verður að reyna að hemja sig. Við höfum allir, sem höfum þjálfað, lent í því að nota stór orð eða að tilfinningarnar hafi hlaupið með okkur. Þetta er hluti af starfinu,“ sagði Ólafur og Lárus bætti við: „Davíð hefur talað mikið um að það séu engar afsakanir og þetta eru hlutir sem eru utan þess ramma sem hann hefur stjórn á. Ég hef trú á því að þetta hafi verið sagt í hita augnabliksins. Núna er þetta búið og bara „rock on“.“ Besta deild karla Stúkan Vestri Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Sérfræðingarnir voru á því að Davíð Smári, sem kvaðst með „hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki,“ hefði vissulega farið yfir strikið þó að reiði hans væri skiljanleg. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um ummæli Davíðs Smára Vestramenn virtust vera að komast í 2-0 eftir sjötíu mínútna leik en aðstoðardómari lyfti flaggi sínu og rangstaða var dæmd. Kolrangur dómur sem augljóslega sat í Davíð Smára þegar hann lét gamminn geisa í viðtali eftir leik. „Stóra málið í þessu er að það er bara einn maður sem eyðileggur leikinn. Tekur af okkur algjörlega löglegt mark. Ég bara spyr, hvað ætlum við að vera lengi í þessari vitleysu? Leik eftir leik er maður settur á leiki sem gerir stór mistök leik eftir leik. Ég er orðin gríðarlega þreyttur á þessu,“ sagði Davíð í viðtalinu, greinilega heitt í hamsi vegna frammistöðu dómarans Twana Khalid Ahmed. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Ég er orðinn hundleiður á þessu. Maður er með hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki. Ég fatta ekki alveg hvaða kvóta er verið að fylla í með að þetta sé svona,“ sagði Davíð. Gummi sagði Davíð hafa verið „mjög grimman“ gagnvart dómara leiksins og benti á að stóru mistökin í leiknum hefðu verið af hálfu aðstoðardómarans sem lyfti flaggi sínu. Lárus Orri Sigurðsson tók undir að Davíð hefði farið yfir strikið en hafði samúð með þjálfaranum: „Þetta er strax eftir leik. Hann er mjög heitur, reiður, nýbúinn að sjá að það er búið að taka af þeim löglegt mark. Ef þú settir míkrafóninn fyrir framan hann núna þá fengir þú ekki þessa útgáfu af viðtali. Ég held að hann átti sig á því að þetta er ekki dómaranum að kenna. Það er ekki hann sem tekur ákvörðunina með þessa rangstöðu,“ sagði Lárus. Þá bætti hann við að öfugt við það sem lesa mætti úr viðtalinu við Davíð þá teldi hann fullvíst að KSÍ fylgdist vel með því hvernig dómarar stæðu sig og það hefði afleiðingar ef þeir stæðu sig ekki vel. Ólafur Kristjánsson var einnig á því að Davíð hefði gengið of langt í viðtalinu. „Stór orð hjá Davíð. Við erum búnir að hrósa honum því hann hefur gert virkilega góða hluti með Vestraliðið, og ég er sammála honum í því að leikplanið þeirra var að ganga mjög vel. Auðvitað hefði 2-0 verið þægilegri staða. En það er enginn, hvorki dómarinn né aðstoðardómarinn, að leika sér að þessu. Þetta er það sem hann telur rétt og við þurfum að lifa með. Það er ógeðslega súrt en engu að síður staðreynd,“ sagði Ólafur og bætti við að dómgæslan í sumar hefði heilt yfir verið prýðileg. Vestramenn ættu frekar að líta til þeirra dauðafæra sem fóru forgörðum hjá þeim. „Mér fannst hann fara yfir strikið. Ég skil hann en þetta er staða þar sem maður verður að reyna að hemja sig. Við höfum allir, sem höfum þjálfað, lent í því að nota stór orð eða að tilfinningarnar hafi hlaupið með okkur. Þetta er hluti af starfinu,“ sagði Ólafur og Lárus bætti við: „Davíð hefur talað mikið um að það séu engar afsakanir og þetta eru hlutir sem eru utan þess ramma sem hann hefur stjórn á. Ég hef trú á því að þetta hafi verið sagt í hita augnabliksins. Núna er þetta búið og bara „rock on“.“
Besta deild karla Stúkan Vestri Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki