Sýndu reiði Davíðs skilning en fannst hann fara yfir strikið Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2025 10:00 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Vísir/Viktor Freyr „Er ekki Davíð Smári aðeins að fara yfir línuna í þessu viðtali?“ spurði Gummi Ben í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, eftir orðin sem Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, lét falla í garð dómara eftir 2-1 tapið gegn KR í Bestu deildinni. Sérfræðingarnir voru á því að Davíð Smári, sem kvaðst með „hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki,“ hefði vissulega farið yfir strikið þó að reiði hans væri skiljanleg. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um ummæli Davíðs Smára Vestramenn virtust vera að komast í 2-0 eftir sjötíu mínútna leik en aðstoðardómari lyfti flaggi sínu og rangstaða var dæmd. Kolrangur dómur sem augljóslega sat í Davíð Smára þegar hann lét gamminn geisa í viðtali eftir leik. „Stóra málið í þessu er að það er bara einn maður sem eyðileggur leikinn. Tekur af okkur algjörlega löglegt mark. Ég bara spyr, hvað ætlum við að vera lengi í þessari vitleysu? Leik eftir leik er maður settur á leiki sem gerir stór mistök leik eftir leik. Ég er orðin gríðarlega þreyttur á þessu,“ sagði Davíð í viðtalinu, greinilega heitt í hamsi vegna frammistöðu dómarans Twana Khalid Ahmed. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Ég er orðinn hundleiður á þessu. Maður er með hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki. Ég fatta ekki alveg hvaða kvóta er verið að fylla í með að þetta sé svona,“ sagði Davíð. Gummi sagði Davíð hafa verið „mjög grimman“ gagnvart dómara leiksins og benti á að stóru mistökin í leiknum hefðu verið af hálfu aðstoðardómarans sem lyfti flaggi sínu. Lárus Orri Sigurðsson tók undir að Davíð hefði farið yfir strikið en hafði samúð með þjálfaranum: „Þetta er strax eftir leik. Hann er mjög heitur, reiður, nýbúinn að sjá að það er búið að taka af þeim löglegt mark. Ef þú settir míkrafóninn fyrir framan hann núna þá fengir þú ekki þessa útgáfu af viðtali. Ég held að hann átti sig á því að þetta er ekki dómaranum að kenna. Það er ekki hann sem tekur ákvörðunina með þessa rangstöðu,“ sagði Lárus. Þá bætti hann við að öfugt við það sem lesa mætti úr viðtalinu við Davíð þá teldi hann fullvíst að KSÍ fylgdist vel með því hvernig dómarar stæðu sig og það hefði afleiðingar ef þeir stæðu sig ekki vel. Ólafur Kristjánsson var einnig á því að Davíð hefði gengið of langt í viðtalinu. „Stór orð hjá Davíð. Við erum búnir að hrósa honum því hann hefur gert virkilega góða hluti með Vestraliðið, og ég er sammála honum í því að leikplanið þeirra var að ganga mjög vel. Auðvitað hefði 2-0 verið þægilegri staða. En það er enginn, hvorki dómarinn né aðstoðardómarinn, að leika sér að þessu. Þetta er það sem hann telur rétt og við þurfum að lifa með. Það er ógeðslega súrt en engu að síður staðreynd,“ sagði Ólafur og bætti við að dómgæslan í sumar hefði heilt yfir verið prýðileg. Vestramenn ættu frekar að líta til þeirra dauðafæra sem fóru forgörðum hjá þeim. „Mér fannst hann fara yfir strikið. Ég skil hann en þetta er staða þar sem maður verður að reyna að hemja sig. Við höfum allir, sem höfum þjálfað, lent í því að nota stór orð eða að tilfinningarnar hafi hlaupið með okkur. Þetta er hluti af starfinu,“ sagði Ólafur og Lárus bætti við: „Davíð hefur talað mikið um að það séu engar afsakanir og þetta eru hlutir sem eru utan þess ramma sem hann hefur stjórn á. Ég hef trú á því að þetta hafi verið sagt í hita augnabliksins. Núna er þetta búið og bara „rock on“.“ Besta deild karla Stúkan Vestri Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Sérfræðingarnir voru á því að Davíð Smári, sem kvaðst með „hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki,“ hefði vissulega farið yfir strikið þó að reiði hans væri skiljanleg. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um ummæli Davíðs Smára Vestramenn virtust vera að komast í 2-0 eftir sjötíu mínútna leik en aðstoðardómari lyfti flaggi sínu og rangstaða var dæmd. Kolrangur dómur sem augljóslega sat í Davíð Smára þegar hann lét gamminn geisa í viðtali eftir leik. „Stóra málið í þessu er að það er bara einn maður sem eyðileggur leikinn. Tekur af okkur algjörlega löglegt mark. Ég bara spyr, hvað ætlum við að vera lengi í þessari vitleysu? Leik eftir leik er maður settur á leiki sem gerir stór mistök leik eftir leik. Ég er orðin gríðarlega þreyttur á þessu,“ sagði Davíð í viðtalinu, greinilega heitt í hamsi vegna frammistöðu dómarans Twana Khalid Ahmed. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Ég er orðinn hundleiður á þessu. Maður er með hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki. Ég fatta ekki alveg hvaða kvóta er verið að fylla í með að þetta sé svona,“ sagði Davíð. Gummi sagði Davíð hafa verið „mjög grimman“ gagnvart dómara leiksins og benti á að stóru mistökin í leiknum hefðu verið af hálfu aðstoðardómarans sem lyfti flaggi sínu. Lárus Orri Sigurðsson tók undir að Davíð hefði farið yfir strikið en hafði samúð með þjálfaranum: „Þetta er strax eftir leik. Hann er mjög heitur, reiður, nýbúinn að sjá að það er búið að taka af þeim löglegt mark. Ef þú settir míkrafóninn fyrir framan hann núna þá fengir þú ekki þessa útgáfu af viðtali. Ég held að hann átti sig á því að þetta er ekki dómaranum að kenna. Það er ekki hann sem tekur ákvörðunina með þessa rangstöðu,“ sagði Lárus. Þá bætti hann við að öfugt við það sem lesa mætti úr viðtalinu við Davíð þá teldi hann fullvíst að KSÍ fylgdist vel með því hvernig dómarar stæðu sig og það hefði afleiðingar ef þeir stæðu sig ekki vel. Ólafur Kristjánsson var einnig á því að Davíð hefði gengið of langt í viðtalinu. „Stór orð hjá Davíð. Við erum búnir að hrósa honum því hann hefur gert virkilega góða hluti með Vestraliðið, og ég er sammála honum í því að leikplanið þeirra var að ganga mjög vel. Auðvitað hefði 2-0 verið þægilegri staða. En það er enginn, hvorki dómarinn né aðstoðardómarinn, að leika sér að þessu. Þetta er það sem hann telur rétt og við þurfum að lifa með. Það er ógeðslega súrt en engu að síður staðreynd,“ sagði Ólafur og bætti við að dómgæslan í sumar hefði heilt yfir verið prýðileg. Vestramenn ættu frekar að líta til þeirra dauðafæra sem fóru forgörðum hjá þeim. „Mér fannst hann fara yfir strikið. Ég skil hann en þetta er staða þar sem maður verður að reyna að hemja sig. Við höfum allir, sem höfum þjálfað, lent í því að nota stór orð eða að tilfinningarnar hafi hlaupið með okkur. Þetta er hluti af starfinu,“ sagði Ólafur og Lárus bætti við: „Davíð hefur talað mikið um að það séu engar afsakanir og þetta eru hlutir sem eru utan þess ramma sem hann hefur stjórn á. Ég hef trú á því að þetta hafi verið sagt í hita augnabliksins. Núna er þetta búið og bara „rock on“.“
Besta deild karla Stúkan Vestri Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira