Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. júlí 2018 06:00 VÍSIR/VILHELM Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. Þetta segir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í yfirlýsingu vegna kjaradeilu ljósmæðra. Bjarni lét hafa eftir sér í vikunni að aðferðir Íslendinga við að ná fram niðurstöðu í kjaradeilum væru meingallaðar. Birting fjármálaráðuneytisins á launatölum ljósmæðra og samanburði við aðrar stéttir hefur vakið hörð viðbrögð og er ráðherrann sakaður um að að hella olíu á eldinn í viðkvæmri og alvarlegri deilu. Hjúkrunarfræðingar segja tölurnar ekki gefa rétta mynd. „Ljósmæður eru að hætta störfum, uppsagnir hafa tekið gildi og eru fleiri uppsagnir yfirvofandi. Hjúkrunarfræðingar hafa horft upp á það í lengri tíma að hjúkrunarfræðingar eru að hætta í starfi, fara í önnur betur launuð störf og sífellt fleiri hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. Skrifaðar hafa verið skýrslur, m.a. af Fíh og Ríkisendurskoðun um málið þar sem lagðar eru til leiðir til að bregðast við en lítið ber á raunverulegum aðgerðum til þess að breyta þessu ástandi. Það sama virðist vera að gerast hjá ljósmæðrum,“ segir í yfirlýsingu hjúkrunarfræðinga. Minna þeir á að íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á að landsmenn njóti fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og að ljósmæður eigi stóran hlut í þeim árangri sem náðst hafi á síðustu áratugum í ungbarna- og mæðravernd. „Þeim árangri er stefnt í hættu með aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda. Staðan er grafalvarleg og skorar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga því á fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við ljósmæður.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Segir ljósmæður verða að skýra betur hvað þær eigi við með launaleiðréttingu Fármálaráðherra segir það áratugalanga sögu að enginn hópur sættir sig við að vera skilinn eftir í samanburði við aðra þegar kemur að launakjörum en að gögn fjármálaráðuneytisins sýni að ljósmæður hafi ekki setið eftir gagnvart samanburðarhópum. 3. júlí 2018 18:33 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. Þetta segir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í yfirlýsingu vegna kjaradeilu ljósmæðra. Bjarni lét hafa eftir sér í vikunni að aðferðir Íslendinga við að ná fram niðurstöðu í kjaradeilum væru meingallaðar. Birting fjármálaráðuneytisins á launatölum ljósmæðra og samanburði við aðrar stéttir hefur vakið hörð viðbrögð og er ráðherrann sakaður um að að hella olíu á eldinn í viðkvæmri og alvarlegri deilu. Hjúkrunarfræðingar segja tölurnar ekki gefa rétta mynd. „Ljósmæður eru að hætta störfum, uppsagnir hafa tekið gildi og eru fleiri uppsagnir yfirvofandi. Hjúkrunarfræðingar hafa horft upp á það í lengri tíma að hjúkrunarfræðingar eru að hætta í starfi, fara í önnur betur launuð störf og sífellt fleiri hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. Skrifaðar hafa verið skýrslur, m.a. af Fíh og Ríkisendurskoðun um málið þar sem lagðar eru til leiðir til að bregðast við en lítið ber á raunverulegum aðgerðum til þess að breyta þessu ástandi. Það sama virðist vera að gerast hjá ljósmæðrum,“ segir í yfirlýsingu hjúkrunarfræðinga. Minna þeir á að íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á að landsmenn njóti fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og að ljósmæður eigi stóran hlut í þeim árangri sem náðst hafi á síðustu áratugum í ungbarna- og mæðravernd. „Þeim árangri er stefnt í hættu með aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda. Staðan er grafalvarleg og skorar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga því á fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við ljósmæður.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Segir ljósmæður verða að skýra betur hvað þær eigi við með launaleiðréttingu Fármálaráðherra segir það áratugalanga sögu að enginn hópur sættir sig við að vera skilinn eftir í samanburði við aðra þegar kemur að launakjörum en að gögn fjármálaráðuneytisins sýni að ljósmæður hafi ekki setið eftir gagnvart samanburðarhópum. 3. júlí 2018 18:33 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46
Segir ljósmæður verða að skýra betur hvað þær eigi við með launaleiðréttingu Fármálaráðherra segir það áratugalanga sögu að enginn hópur sættir sig við að vera skilinn eftir í samanburði við aðra þegar kemur að launakjörum en að gögn fjármálaráðuneytisins sýni að ljósmæður hafi ekki setið eftir gagnvart samanburðarhópum. 3. júlí 2018 18:33
Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00