Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var heldur myrkur í máli þegar hann tilkynnti fréttamönnum að til stæði að hann myndi „skrifa undir eitthvað“ innan tíðar og bætti við að halda þyrfti fjölskyldum saman.
Fallist Trump á tilskipunina er ljóst að ákvörðunin gengur í berhögg við orð hans í gær þar sem hann sagðist valdlaus til þess að breyta fyrirkomulaginu.

Vísir sagði frá því í dag Nielsen varð fyrir aðkasti mótmælenda í gærkvöldi þegar hún snæddi kvöldverð á mexíkóskum veitingastað í Washington í gær. Hópur fólks hrópaði ókvæðisorðum að henni og sagði henni að skammast sín fyrir framgöngu sína.