Áhrifamáttur ljósmynda: Sagan á bak við ljósmyndina af lítilli stúlku við landamærin Margrét Helga Erlingsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 23. júní 2018 00:27 Ljósmyndin sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur víða vakið athygli. Vísir/Getty Mynd af tveggja ára grátandi stúlku við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna hefur vakið athygli víða um heim og hefur orðið eins konar táknmynd fyrir hina harðneskjulegu innflytjendastefnu „ekkert umburðarlyndi“. Fleiri en 2.300 börn hafa verið skilin frá foreldrum sínum síðan stefnan var tekin upp. Þrátt fyrir að stúlkan á myndinni sé jafnan notuð við fréttir sem fjalla um aðskilnað barna og foreldra sem koma ólöglega til Bandaríkjanna þá var það ekki raunin í þessu tilviki. Myndin er vissulega tekin við erfiðar aðstæður og við landamærin en mæðgurnar voru ekki aðskildar heldur dvelja þær saman í landamærabúðum í Texas. John Moore, fréttaljósmyndari fyrir Getty Images, tók myndina og sagði frá því sem fyrir augu bar þegar hún var tekin. Móðir stúlkunnar, Sandra Sanchez, var nýbúin að gefa dóttur sinni brjóst og var beðin um að setja hana niður rétt á meðan að landamæravörður leitaði á henni og þá hafi myndin verið tekin. Mæðgurnar eru saman í landamærabúðum í Texas og bíða þar eftir hæli. Mæðgurnar eru frá Hondúras. Í samtali við Reuters segir faðir stelpunnar, Denis Valera, að hún sé orðin einskonar táknmynd fyrir þá aðskilnaðarstefnu sem Bandaríkin framfylgja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Myndin hafi jafnvel orðið til þess að hreyfa við Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Það nístir inn að beini að sjá það sem hún upplifði akkúrat á þessu augnabliki“ segir Dennis Valera. Tímaritið TIME notaði myndina á nýjustu forsíðu sinni þar sem stelpunni er telft á móti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Áhrifamáttur myndarinnar hefur auk þess orðið til þess að háar fjárhæðir hafa safnast í sjóði til styrktar innflytjendum.Forsíðan þykir áhrifarík.Vísir/TimesForsíða Time hefur einnig vakið mikla athygli. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45 Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Mynd af tveggja ára grátandi stúlku við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna hefur vakið athygli víða um heim og hefur orðið eins konar táknmynd fyrir hina harðneskjulegu innflytjendastefnu „ekkert umburðarlyndi“. Fleiri en 2.300 börn hafa verið skilin frá foreldrum sínum síðan stefnan var tekin upp. Þrátt fyrir að stúlkan á myndinni sé jafnan notuð við fréttir sem fjalla um aðskilnað barna og foreldra sem koma ólöglega til Bandaríkjanna þá var það ekki raunin í þessu tilviki. Myndin er vissulega tekin við erfiðar aðstæður og við landamærin en mæðgurnar voru ekki aðskildar heldur dvelja þær saman í landamærabúðum í Texas. John Moore, fréttaljósmyndari fyrir Getty Images, tók myndina og sagði frá því sem fyrir augu bar þegar hún var tekin. Móðir stúlkunnar, Sandra Sanchez, var nýbúin að gefa dóttur sinni brjóst og var beðin um að setja hana niður rétt á meðan að landamæravörður leitaði á henni og þá hafi myndin verið tekin. Mæðgurnar eru saman í landamærabúðum í Texas og bíða þar eftir hæli. Mæðgurnar eru frá Hondúras. Í samtali við Reuters segir faðir stelpunnar, Denis Valera, að hún sé orðin einskonar táknmynd fyrir þá aðskilnaðarstefnu sem Bandaríkin framfylgja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Myndin hafi jafnvel orðið til þess að hreyfa við Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Það nístir inn að beini að sjá það sem hún upplifði akkúrat á þessu augnabliki“ segir Dennis Valera. Tímaritið TIME notaði myndina á nýjustu forsíðu sinni þar sem stelpunni er telft á móti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Áhrifamáttur myndarinnar hefur auk þess orðið til þess að háar fjárhæðir hafa safnast í sjóði til styrktar innflytjendum.Forsíðan þykir áhrifarík.Vísir/TimesForsíða Time hefur einnig vakið mikla athygli.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45 Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45
Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30
Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00