Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2018 11:35 Aðskilnaði fjölskyldna mótmælt fyrir utan Hvíta húsið í Washington-borg. Vísir/EPA Glundroði hefur ríkt innan ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann skipaði fyrst fyrir um aðskilnað foreldra og barna sem koma ólöglega til landsins og hætti svo við með tilskipun í vikunni. Unnið er að áætlun um að sameina sundraðar fjölskyldur en óvíst er hversu langan tíma það gæti tekið. Stefnubreyting Trump-stjórnarinnar um að handtaka og ákæra alla sem koma ólöglega til Bandaríkjanna leiddi til þess að á þriðja þúsund barna voru tekin af foreldrum sínum frá því snemma í maí. Í fjölda tilfella eru börnin enn í haldi yfirvalda í Bandaríkjunum þó að foreldrunum hafi þegar verið reknir úr landi. Aðskilnaður fjölskyldnanna hefur vakið harða gagnrýni og fordæmingu í Bandaríkjunum og víða um heim. Eftir að hafa staðfastlega fullyrt ranglega að hendur sínar væru bundnar í málinu lét Trump loks undan og gaf út forsetatilskipun í vikunni um að hætt skylda að taka börn af foreldrum sínum á landamærum.Ólíkur skilningur ólíkra stofnana Síðan þá hafa hinar ýmsu alríkisstofnanir sem koma að málum tekist á um hvað tilskipunin þýðir í raun. Washington Post segir að háttsettir embættismenn hafi fundað í gær til að stilla saman strengi sína og móta áætlun um hvernig hægt verði að sameina fjöskyldur á ný. Ekkert liggi þó fyrir um hversu langan tíma það gæti tekið. Embættismenn segja að um 500 börnum af 2.500 hafi þegar verið skilað til foreldra eða forráðamanna. Bandaríska blaðið segir að tilskipun Trump hafi verið tjaslað saman í snarhasti eftir að forsetinn krafðist þess að fá hana til undirritunar samdægurs á miðvikudag. Næstu dagar hafi einkennst af glundroða þegar mismunandi stofnanir túlkuðu efni hennar á mismunandi hátt. Hvíta húsið hafi ekki gefið miklar leiðbeiningar um hvað skyldi gera. Þannig taldi Tolla- og landamæraeftirlitið að tilskipunin þýddi að stofnunin ætti ekki lengur að vísa málum fólks sem kemur ólöglega yfir landamærin til dómsmálaráðuneytisins til ákæru. Dómsmálaráðuneytið taldi hins vegar að tilskipunin gæfi leyfi til að fangelsa börn með foreldrum sínum á meðan mál þeirra væru til meðferðar.Trump skrifaði undir tilskipun um að hætta að stía fjölskyldum í sundur á miðvikudag. Starfsmenn Hvíta hússins fengu aðeins daginn til að leggja drög að tilskipuninni.Vísir/EPABúa sig undir að vista tugi þúsunda í tjaldbúðum Á meðan alríkisstjórnin reynir að koma sér saman um hvað hún vill í raun gera berast fréttir af því að verið sé að undirbúa herstöðvar til að taka við allt að tuttugu þúsund innflytjendum sem hafa komið ólöglega yfir landamærin. Heimavarnaráðuneytið hafði áður varað við því að það hefði ekki lengur húsaskjól fyrir allan fjöldann sem hefði verið handtekinn.Breska ríkisútvarpið BBC segir að áætlanir séu um að setja upp tjaldbúðir þar sem fjölskyldur sem hafa verið handteknar fyrir að koma ólöglega til landsins verða vistaðar. Þar verði hægt að taka á móti fleiri tugum þúsunda manna. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins segir að það hafi ekki verið beðið formlega um að gera slíkar áætlanir en það hafi ákveðið að undirbúa sig ef kallið kæmi. Herinn hefur sagt að hann hafi verið beðinn um að búa sig undir að taka við 20.000 innflytjendabörnum. Ekkert lát virðist því eiga að verða á harðlínustefnu Trump um að ákæra alla sem koma yfir landamærin að Mexíkó í bráð.Athygli vakti að Trump hafði áritað myndir af fólki sem hefur látist vegna glæpa innflytjenda sem aðstandendur héldu á í Hvíta húsinu í gær.Vísir/GettySaka innflytjendur um að skilja að fjölskyldur „varanlega“ Þrátt fyrir að Trump hafi látið undan þrýstingi og skrifað undir skjal um að hætta aðskilnaði fjölskyldna hefur ríkisstjórn hans ekki beðist afsökunar á athæfinu eða svarað spurningum fréttamanna undanfarna daga. Þannig hélt Hvíta húsið viðburð í gær þar sem það reyndi að snúa út úr hugtakinu um aðskilnað fjölskyldna. Í raun væru það innflytjendur sem hafa komið ólöglega til landsins sem hafðu valdið „varanlegum aðskilnaði“ fjölskyldna með því að drepa bandaríska borgara. Þangað boðaði Hvíta húsið fjölskyldur fólks sem hefur misst ástvini vegna ofbeldis innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna. Flest fórnarlömbin höfðu látist í umferðarslysum þar sem innflytjendur komu við sögu. Trump hefur ítrekað haldið því fram að stórhættulegir „ólöglegir innflytjendur“ streymi hömlulaust yfir suðurlandamærin að Mexíkó og fremji voðaverk í Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni höfðaði hann sterklega til andúðar hluta bandarískra kjósenda á innflytjendum og múslimum með því að hóta banni við komum múslima til Bandaríkjanna og að kalla alla Mexíkóa glæpamenn og nauðgara. „Þetta eru sögurnar sem demókratar og fólk sem er veikgeðja gagnvart innflytjendum vilja ekki ræða, þeir vilja ekki heyra, þeir vilja ekki sjá, þeir vilja ekki tala um þær,“ sagði forsetinn í Hvíta húsinu. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Áhrifamáttur ljósmynda: Sagan á bak við ljósmyndina af lítilli stúlku við landamærin Ljósmyndin sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur víða vakið athygli. 23. júní 2018 00:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Glundroði hefur ríkt innan ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann skipaði fyrst fyrir um aðskilnað foreldra og barna sem koma ólöglega til landsins og hætti svo við með tilskipun í vikunni. Unnið er að áætlun um að sameina sundraðar fjölskyldur en óvíst er hversu langan tíma það gæti tekið. Stefnubreyting Trump-stjórnarinnar um að handtaka og ákæra alla sem koma ólöglega til Bandaríkjanna leiddi til þess að á þriðja þúsund barna voru tekin af foreldrum sínum frá því snemma í maí. Í fjölda tilfella eru börnin enn í haldi yfirvalda í Bandaríkjunum þó að foreldrunum hafi þegar verið reknir úr landi. Aðskilnaður fjölskyldnanna hefur vakið harða gagnrýni og fordæmingu í Bandaríkjunum og víða um heim. Eftir að hafa staðfastlega fullyrt ranglega að hendur sínar væru bundnar í málinu lét Trump loks undan og gaf út forsetatilskipun í vikunni um að hætt skylda að taka börn af foreldrum sínum á landamærum.Ólíkur skilningur ólíkra stofnana Síðan þá hafa hinar ýmsu alríkisstofnanir sem koma að málum tekist á um hvað tilskipunin þýðir í raun. Washington Post segir að háttsettir embættismenn hafi fundað í gær til að stilla saman strengi sína og móta áætlun um hvernig hægt verði að sameina fjöskyldur á ný. Ekkert liggi þó fyrir um hversu langan tíma það gæti tekið. Embættismenn segja að um 500 börnum af 2.500 hafi þegar verið skilað til foreldra eða forráðamanna. Bandaríska blaðið segir að tilskipun Trump hafi verið tjaslað saman í snarhasti eftir að forsetinn krafðist þess að fá hana til undirritunar samdægurs á miðvikudag. Næstu dagar hafi einkennst af glundroða þegar mismunandi stofnanir túlkuðu efni hennar á mismunandi hátt. Hvíta húsið hafi ekki gefið miklar leiðbeiningar um hvað skyldi gera. Þannig taldi Tolla- og landamæraeftirlitið að tilskipunin þýddi að stofnunin ætti ekki lengur að vísa málum fólks sem kemur ólöglega yfir landamærin til dómsmálaráðuneytisins til ákæru. Dómsmálaráðuneytið taldi hins vegar að tilskipunin gæfi leyfi til að fangelsa börn með foreldrum sínum á meðan mál þeirra væru til meðferðar.Trump skrifaði undir tilskipun um að hætta að stía fjölskyldum í sundur á miðvikudag. Starfsmenn Hvíta hússins fengu aðeins daginn til að leggja drög að tilskipuninni.Vísir/EPABúa sig undir að vista tugi þúsunda í tjaldbúðum Á meðan alríkisstjórnin reynir að koma sér saman um hvað hún vill í raun gera berast fréttir af því að verið sé að undirbúa herstöðvar til að taka við allt að tuttugu þúsund innflytjendum sem hafa komið ólöglega yfir landamærin. Heimavarnaráðuneytið hafði áður varað við því að það hefði ekki lengur húsaskjól fyrir allan fjöldann sem hefði verið handtekinn.Breska ríkisútvarpið BBC segir að áætlanir séu um að setja upp tjaldbúðir þar sem fjölskyldur sem hafa verið handteknar fyrir að koma ólöglega til landsins verða vistaðar. Þar verði hægt að taka á móti fleiri tugum þúsunda manna. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins segir að það hafi ekki verið beðið formlega um að gera slíkar áætlanir en það hafi ákveðið að undirbúa sig ef kallið kæmi. Herinn hefur sagt að hann hafi verið beðinn um að búa sig undir að taka við 20.000 innflytjendabörnum. Ekkert lát virðist því eiga að verða á harðlínustefnu Trump um að ákæra alla sem koma yfir landamærin að Mexíkó í bráð.Athygli vakti að Trump hafði áritað myndir af fólki sem hefur látist vegna glæpa innflytjenda sem aðstandendur héldu á í Hvíta húsinu í gær.Vísir/GettySaka innflytjendur um að skilja að fjölskyldur „varanlega“ Þrátt fyrir að Trump hafi látið undan þrýstingi og skrifað undir skjal um að hætta aðskilnaði fjölskyldna hefur ríkisstjórn hans ekki beðist afsökunar á athæfinu eða svarað spurningum fréttamanna undanfarna daga. Þannig hélt Hvíta húsið viðburð í gær þar sem það reyndi að snúa út úr hugtakinu um aðskilnað fjölskyldna. Í raun væru það innflytjendur sem hafa komið ólöglega til landsins sem hafðu valdið „varanlegum aðskilnaði“ fjölskyldna með því að drepa bandaríska borgara. Þangað boðaði Hvíta húsið fjölskyldur fólks sem hefur misst ástvini vegna ofbeldis innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna. Flest fórnarlömbin höfðu látist í umferðarslysum þar sem innflytjendur komu við sögu. Trump hefur ítrekað haldið því fram að stórhættulegir „ólöglegir innflytjendur“ streymi hömlulaust yfir suðurlandamærin að Mexíkó og fremji voðaverk í Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni höfðaði hann sterklega til andúðar hluta bandarískra kjósenda á innflytjendum og múslimum með því að hóta banni við komum múslima til Bandaríkjanna og að kalla alla Mexíkóa glæpamenn og nauðgara. „Þetta eru sögurnar sem demókratar og fólk sem er veikgeðja gagnvart innflytjendum vilja ekki ræða, þeir vilja ekki heyra, þeir vilja ekki sjá, þeir vilja ekki tala um þær,“ sagði forsetinn í Hvíta húsinu.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Áhrifamáttur ljósmynda: Sagan á bak við ljósmyndina af lítilli stúlku við landamærin Ljósmyndin sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur víða vakið athygli. 23. júní 2018 00:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45
Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00
Áhrifamáttur ljósmynda: Sagan á bak við ljósmyndina af lítilli stúlku við landamærin Ljósmyndin sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur víða vakið athygli. 23. júní 2018 00:27