Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2018 12:26 McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. Vísir/AP Skipaður verjandi foreldra, sem undir stefnunni „ekkert umburðarlyndi“ voru skilin að frá börnum sínum, segir að skjólstæðingum sínum hafi ekki verið sagt hvar börnin eru niðurkomin. Þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn hafi tilkynnt um að börnin færu aftur til foreldra sinna sé skorturinn á upplýsingum algjör. Þetta segir Shane McMahon, verjandi í El Paso, sem gagnrýnir orð Donalds Trump harðlega fyrir að segja að frásagnir af aðskilnaðinum hefðu verið ýktar. Hann býður forsetanum að koma að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að verða vitni að sorginni frá fyrstu hendi. „Þessar frásagnir eru engar ýkjusögur,“ segir McMahon sem segist vita dæmi þess að foreldrar viti ekki hvar börnin, allt niður í fjögurra ára gömul, séu niðurkomin.Fólk hefur hópað sig saman við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó til að mótmæla.vísir/apÍ tilkynningu frá Heimavörnum í Bandaríkjunum segir að þau viti hvar öll börnin eru en það sem taki tíma sé ferlið sem nú sé í gangi sem er fólgið í því að staðfesta, svo ekki verði um villst, að fólkið sem óskar eftir að fá að komast í samband við börnin séu raunverulegir foreldrar eða forráðamenn þeirra. Unnið er að því að koma foreldrum í samband við börnin en ekki er vitað hversu langan tíma allt ferlið mun taka. Í skoðanakönnun sem fréttastofa CBS gerði kemur í ljós að 75% þeirra sem kjósa Demókrataflokkinn telja að yfirvöld eigi að setja ferlið í algjöran forgang en aðeins 23% þeirra sem kjósa Repúblikanaflokkinn eru sama sinnis. Hundruð mótmælenda standa enn við landamærin og hrópa endurtekið „frelsum börnin“. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Trump líkir flóttafólki við innrásarher Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda flóttafólk rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla. 24. júní 2018 23:34 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira
Skipaður verjandi foreldra, sem undir stefnunni „ekkert umburðarlyndi“ voru skilin að frá börnum sínum, segir að skjólstæðingum sínum hafi ekki verið sagt hvar börnin eru niðurkomin. Þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn hafi tilkynnt um að börnin færu aftur til foreldra sinna sé skorturinn á upplýsingum algjör. Þetta segir Shane McMahon, verjandi í El Paso, sem gagnrýnir orð Donalds Trump harðlega fyrir að segja að frásagnir af aðskilnaðinum hefðu verið ýktar. Hann býður forsetanum að koma að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að verða vitni að sorginni frá fyrstu hendi. „Þessar frásagnir eru engar ýkjusögur,“ segir McMahon sem segist vita dæmi þess að foreldrar viti ekki hvar börnin, allt niður í fjögurra ára gömul, séu niðurkomin.Fólk hefur hópað sig saman við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó til að mótmæla.vísir/apÍ tilkynningu frá Heimavörnum í Bandaríkjunum segir að þau viti hvar öll börnin eru en það sem taki tíma sé ferlið sem nú sé í gangi sem er fólgið í því að staðfesta, svo ekki verði um villst, að fólkið sem óskar eftir að fá að komast í samband við börnin séu raunverulegir foreldrar eða forráðamenn þeirra. Unnið er að því að koma foreldrum í samband við börnin en ekki er vitað hversu langan tíma allt ferlið mun taka. Í skoðanakönnun sem fréttastofa CBS gerði kemur í ljós að 75% þeirra sem kjósa Demókrataflokkinn telja að yfirvöld eigi að setja ferlið í algjöran forgang en aðeins 23% þeirra sem kjósa Repúblikanaflokkinn eru sama sinnis. Hundruð mótmælenda standa enn við landamærin og hrópa endurtekið „frelsum börnin“.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Trump líkir flóttafólki við innrásarher Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda flóttafólk rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla. 24. júní 2018 23:34 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira
Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36
Trump líkir flóttafólki við innrásarher Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda flóttafólk rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla. 24. júní 2018 23:34
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33