Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2018 17:05 Sum börnin hafa þurft að dvelja vikum saman í flóttamannabúðum við landamærin. Vísir/EPA Barnageðlæknum sem eru með börn í meðferð, sem hafa verið skilin að frá foreldrum sínum vegna innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar, er vandi á höndum vegna þess að skjólstæðingar þeirra glíma við nær fordæmalausar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á. Geðlæknarnir vita varla hvernig þeir eiga að snúa sér í þessum óvanalegu aðstæðum vegna þess að í áfallameðferð er sá háttur vanalega hafður á að skjólstæðingurinn er kominn í örugga höfn og áfallið liðið hjá áður en meðferð er hafin að sögn Dr. Ruth Gerson, yfirlæknis við Bellevue barnaspítalans sem tjáði sig um ástandið á spítalanum við New York Times. Þetta sé aftur á móti langt því frá að vera tilfellið hjá þeim börnum sem voru skilin að frá foreldrum sínum á síðustu vikum. Þau búi enn við hörmungarástand, áföllin haldi áfram að dynja yfir þau og þá viti mörg þeirra ekki hvernig komið er fyrir fjölskyldum þeirra. „Við sem geðlæknar erum í erfiðari stöðu en venjulega vegna þess að við vitum ekki hvernig við eigum að hjálpa þeim. Við erum ekki með allar staðreyndir málsins á hreinu og það gerir áfallameðferðina mun flóknari en ella,“ segir Dr. Gerson sem lýsir yfir áhyggjum sínum af börnunum.Fjölskyldur eiga skilið að vera saman, segir á kröfuspjaldi í mótmælum gegn innflytjendastefnu Trump forseta. Byrjað var að skilja að fjölskyldur eftir að ríkisstjórn hans ákvað að ákæra alla sem koma ólöglega til landsins.Vísir/EPAHún segir að áföll í æsku geti haft hamlandi áhrif á þroska. Börn geti jafnvel glatað hæfileikum sem þau hafi þróað með sér og tileinkað sér. Hún segir líka að afleiðingar af áfallinu geti brotist út í skapofsaköstum og svefnröskunum. „Það er mikilvægt fyrir fólk að hafa í huga að börn geta líka veikst af alvarlegu þunglyndi og sjálfsvígshugsanir geta jafnvel sótt á þau, jafnvel á leikskólabörn.“ Hún biðlar til fósturforeldra að taka allri tjáningu, í þá veruna frá börnum, alvarlega. Hún segir að ófaglært fólk geti mistúlkað einkenni þeirra barna sem eru með áfallastreituröskun. Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar hvað varðar andlega heilsu þeirra. Það er ekki aðeins andleg heilsa sem læknarnir hafa áhyggjur af, þeir hafa líka áhyggjur af líkamlegu ástandi þeirra þar sem mörg börn séu um þessar mundir í umsjá fósturforeldra sem þekki ekki til sjúkrasögu þeirra. Fósturforeldrar að minnsta kosti tólf barna hafa þurft að leita til spítalans með börnin vegna þess að þau hafi ekki vitað hvað amaði að þeim. Fósturforeldrarnir hafi þó staðið sig afar vel í erfiðum aðstæðum. Sum barnanna glíma við astma en sökum þess að foreldrar þeirra voru sendir í burtu hafi verið erfitt að átta sig á sjúkrasögu þeirra. Nokkrir læknar brugðu á það ráð að spyrja systkini barnanna, sem sjálf voru börn, um sjúkrasöguna. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar Bandarískar alríkisstofnanir vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga eftir tilskipun Trump forseta í vikunni. Ríkisstjórnir reynir að nota hugtakið um aðskilnað fjölskyldna sem vopn gegn innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 23. júní 2018 11:35 Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Barnageðlæknum sem eru með börn í meðferð, sem hafa verið skilin að frá foreldrum sínum vegna innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar, er vandi á höndum vegna þess að skjólstæðingar þeirra glíma við nær fordæmalausar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á. Geðlæknarnir vita varla hvernig þeir eiga að snúa sér í þessum óvanalegu aðstæðum vegna þess að í áfallameðferð er sá háttur vanalega hafður á að skjólstæðingurinn er kominn í örugga höfn og áfallið liðið hjá áður en meðferð er hafin að sögn Dr. Ruth Gerson, yfirlæknis við Bellevue barnaspítalans sem tjáði sig um ástandið á spítalanum við New York Times. Þetta sé aftur á móti langt því frá að vera tilfellið hjá þeim börnum sem voru skilin að frá foreldrum sínum á síðustu vikum. Þau búi enn við hörmungarástand, áföllin haldi áfram að dynja yfir þau og þá viti mörg þeirra ekki hvernig komið er fyrir fjölskyldum þeirra. „Við sem geðlæknar erum í erfiðari stöðu en venjulega vegna þess að við vitum ekki hvernig við eigum að hjálpa þeim. Við erum ekki með allar staðreyndir málsins á hreinu og það gerir áfallameðferðina mun flóknari en ella,“ segir Dr. Gerson sem lýsir yfir áhyggjum sínum af börnunum.Fjölskyldur eiga skilið að vera saman, segir á kröfuspjaldi í mótmælum gegn innflytjendastefnu Trump forseta. Byrjað var að skilja að fjölskyldur eftir að ríkisstjórn hans ákvað að ákæra alla sem koma ólöglega til landsins.Vísir/EPAHún segir að áföll í æsku geti haft hamlandi áhrif á þroska. Börn geti jafnvel glatað hæfileikum sem þau hafi þróað með sér og tileinkað sér. Hún segir líka að afleiðingar af áfallinu geti brotist út í skapofsaköstum og svefnröskunum. „Það er mikilvægt fyrir fólk að hafa í huga að börn geta líka veikst af alvarlegu þunglyndi og sjálfsvígshugsanir geta jafnvel sótt á þau, jafnvel á leikskólabörn.“ Hún biðlar til fósturforeldra að taka allri tjáningu, í þá veruna frá börnum, alvarlega. Hún segir að ófaglært fólk geti mistúlkað einkenni þeirra barna sem eru með áfallastreituröskun. Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar hvað varðar andlega heilsu þeirra. Það er ekki aðeins andleg heilsa sem læknarnir hafa áhyggjur af, þeir hafa líka áhyggjur af líkamlegu ástandi þeirra þar sem mörg börn séu um þessar mundir í umsjá fósturforeldra sem þekki ekki til sjúkrasögu þeirra. Fósturforeldrar að minnsta kosti tólf barna hafa þurft að leita til spítalans með börnin vegna þess að þau hafi ekki vitað hvað amaði að þeim. Fósturforeldrarnir hafi þó staðið sig afar vel í erfiðum aðstæðum. Sum barnanna glíma við astma en sökum þess að foreldrar þeirra voru sendir í burtu hafi verið erfitt að átta sig á sjúkrasögu þeirra. Nokkrir læknar brugðu á það ráð að spyrja systkini barnanna, sem sjálf voru börn, um sjúkrasöguna.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar Bandarískar alríkisstofnanir vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga eftir tilskipun Trump forseta í vikunni. Ríkisstjórnir reynir að nota hugtakið um aðskilnað fjölskyldna sem vopn gegn innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 23. júní 2018 11:35 Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar Bandarískar alríkisstofnanir vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga eftir tilskipun Trump forseta í vikunni. Ríkisstjórnir reynir að nota hugtakið um aðskilnað fjölskyldna sem vopn gegn innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 23. júní 2018 11:35
Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36
Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00
Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26