Andar köldu milli Bandaríkjanna og Kanada eftir G7 ráðstefnuna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. júní 2018 06:00 Stjórnarráð Þýskalands birti þessa mynd af fundinum en hún þykir ramma stemninguna ágætlega inn. Vísir/Getty Það kastaðist í kekki milli leiðtoga Bandaríkjanna og Kanada að loknum fundi G7 ríkjanna í Kanada um helgina. Einn viðskiptaráðgjafa Bandaríkjaforseta lét hafa eftir sér að það væri „sérstakur staður í helvíti“ fyrir Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Þetta var 44. fundur G7 ríkjanna en hópurinn samanstendur af Kanada, Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan og Bretlandi. Rússar voru meðlimir hópsins til ársins 2014 en var úthýst í kjölfar framgöngu þeirra á Krímskaganum. ESB hefur einnig átt seturétt á fundum hópsins. Fundurinn nú fór fram 8.-9. júní en hann hefur verið kallaður G6+1 vegna afstöðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn var einangraður á fundinum og endaði á því að yfirgefa hann á undan leiðtogum annarra ríkja. Neitaði forsetinn meðal annars að rita undir sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna um að þau myndu vinna í sameiningu að því að draga úr viðskiptahindrunum og verndarstefnu eigin framleiðslu í formi tolla. Sem frægt er hafa Bandaríkin boðað hækkaða tolla á innflutt ál og stál. Ríki heimsins hafa svarað í sömu mynt og er deilan harðvítug. Hækkunin af hálfu Bandaríkjanna tók gildi þann 1. júní síðastliðinn og hafa ríki heimsins boðað gagnaðgerðir sem myndu taka gildi um næstu mánaðamót.Auðmjúkur og mildur „Ég tjáði forsetanum að við myndum svara hækkuninni með gagnaðgerðum þann 1. júlí. Hann tjáði mér á móti að hann teldi það mistök. Ég er sammála því að það er ekki eitthvað sem við viljum gera. Við viljum ekki skaða bandaríska verkamenn eða viðskiptasambandið milli Kanada og Bandaríkjanna. En ólögmætum hækkunum stjórnar Trumps verður að svara,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi. Venju samkvæmt stökk Trump á Twitter til svara. Sagði hann að Trudeau hefði verið „auðmjúkur og mildur“ á fundi þeirra. Yfirlýsing hans í kjölfar ráðstefnunnar hafi hins vegar verið „óheiðarleg og aum“. Tollahækkanir Bandaríkjanna væru andsvar þeirra við 270 prósenta tolli sem Kanada hefur lagt á innfluttar mjólkurafurðir. Fulltrúar stjórnar Trudeau sögðu á móti að ekkert hefði verið í yfirlýsingu hans sem ekki kom fram á fundi hans með forsetanum. „[Trudeau] stakk okkur í bakið,“ sagði Larry Kudlow, formaður bandaríska þjóðhagsráðsins, um yfirlýsinguna. Peter Navarro, einn efnahagsráðgjafa Trumps, gekk lengra og fullyrti að það væri „sérstakur staður í helvíti“ fyrir menn sem gengju á bak orða sinna með þessum hætti. Tók hann undir orð forsetans um að Trudeau væri „óheiðarlegur og aumur“. Bæði Þýskaland og Frakkland hafa lýst yfir undrun sinni á málinu og fordæmt framgöngu Bandaríkjanna. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Tengdar fréttir Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26 Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Það kastaðist í kekki milli leiðtoga Bandaríkjanna og Kanada að loknum fundi G7 ríkjanna í Kanada um helgina. Einn viðskiptaráðgjafa Bandaríkjaforseta lét hafa eftir sér að það væri „sérstakur staður í helvíti“ fyrir Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Þetta var 44. fundur G7 ríkjanna en hópurinn samanstendur af Kanada, Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan og Bretlandi. Rússar voru meðlimir hópsins til ársins 2014 en var úthýst í kjölfar framgöngu þeirra á Krímskaganum. ESB hefur einnig átt seturétt á fundum hópsins. Fundurinn nú fór fram 8.-9. júní en hann hefur verið kallaður G6+1 vegna afstöðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn var einangraður á fundinum og endaði á því að yfirgefa hann á undan leiðtogum annarra ríkja. Neitaði forsetinn meðal annars að rita undir sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna um að þau myndu vinna í sameiningu að því að draga úr viðskiptahindrunum og verndarstefnu eigin framleiðslu í formi tolla. Sem frægt er hafa Bandaríkin boðað hækkaða tolla á innflutt ál og stál. Ríki heimsins hafa svarað í sömu mynt og er deilan harðvítug. Hækkunin af hálfu Bandaríkjanna tók gildi þann 1. júní síðastliðinn og hafa ríki heimsins boðað gagnaðgerðir sem myndu taka gildi um næstu mánaðamót.Auðmjúkur og mildur „Ég tjáði forsetanum að við myndum svara hækkuninni með gagnaðgerðum þann 1. júlí. Hann tjáði mér á móti að hann teldi það mistök. Ég er sammála því að það er ekki eitthvað sem við viljum gera. Við viljum ekki skaða bandaríska verkamenn eða viðskiptasambandið milli Kanada og Bandaríkjanna. En ólögmætum hækkunum stjórnar Trumps verður að svara,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi. Venju samkvæmt stökk Trump á Twitter til svara. Sagði hann að Trudeau hefði verið „auðmjúkur og mildur“ á fundi þeirra. Yfirlýsing hans í kjölfar ráðstefnunnar hafi hins vegar verið „óheiðarleg og aum“. Tollahækkanir Bandaríkjanna væru andsvar þeirra við 270 prósenta tolli sem Kanada hefur lagt á innfluttar mjólkurafurðir. Fulltrúar stjórnar Trudeau sögðu á móti að ekkert hefði verið í yfirlýsingu hans sem ekki kom fram á fundi hans með forsetanum. „[Trudeau] stakk okkur í bakið,“ sagði Larry Kudlow, formaður bandaríska þjóðhagsráðsins, um yfirlýsinguna. Peter Navarro, einn efnahagsráðgjafa Trumps, gekk lengra og fullyrti að það væri „sérstakur staður í helvíti“ fyrir menn sem gengju á bak orða sinna með þessum hætti. Tók hann undir orð forsetans um að Trudeau væri „óheiðarlegur og aumur“. Bæði Þýskaland og Frakkland hafa lýst yfir undrun sinni á málinu og fordæmt framgöngu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Tengdar fréttir Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26 Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26
Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37
Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49