Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. júní 2018 06:00 Stefnu bandarískra yfirvalda hefur verið mótmælt víða. Vísir/Getty Á sex vikna tímabili voru tæplega tvö þúsund börn aðskilin frá fjölskyldum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Um börn ólöglegra innflytjenda er að ræða. Málamyndafrumvarp hefur verið lagt fram á þinginu. Frá því að Donald Trump tók við völdum hafa stjórnvöld boðað hertar aðgerðir gegn fólki sem reynir að komast með ólöglegum hætti inn í landið. Áður var sú regla í gildi að fólk sem var stöðvað við að reyna að komast ólöglega yfir landamærin var sektað. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til er að saksækja fólk sem gómað er á landamærunum. Börn eru tekin frá foreldrum á meðan dómsmál er rekið. Meðan málareksturinn stendur yfir er börnunum komið til barnaverndaryfirvalda sem hugsa um þau eða koma þeim í fóstur. Vegna þess fjölda sem reynir að komast ólöglega inn í landið eru slík úrræði af skornum skammti en áætlað er að um 1.500 séu handteknir daglega við athæfið. Democrats can fix their forced family breakup at the Border by working with Republicans on new legislation, for a change! This is why we need more Republicans elected in November. Democrats are good at only three things, High Taxes, High Crime and Obstruction. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 16, 2018 Bandarísk stjórnvöld birtu fyrir skemmstu upplýsingar um hve mörg börn hefðu sætt slíkri meðferð að undanförnu. Gögnin leiddu meðal annars í ljós að frá 19. apríl til 31. maí voru 1.995 börn tekin frá foreldrum sinna. Aldursdreifing barnanna fékkst ekki uppgefin. „Ég vil vitna til skýrra og spakra orða postulans Páls úr bréfum hans til Rómverja um að rétt sé að lúta lögum yfirvalda því þau eru skipuð af Guði,“ sagði dómsmálaráðherrann Jeff Sessions spurður um málið. „Stefna okkar, sem getur haft það í för með sér að börn séu aðskilin frá foreldrum sínum í skamma stund, er hvorki óvanaleg né óréttlætanleg.“Sjá einnig: Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur „Demókratar eru að stía fjölskyldum í sundur með hræðilegri og ómannúðlegri framgöngu sinni á þinginu. Frumvarp um breytingar á innflytjendalöggjöfinni VERÐUR að innihalda fjárheimildir fyrir Vegginn,“ ritaði forsetinn. „Demókratar geta bætt fyrir að þeir sundri fjölskyldum ólöglegra innflytjenda með því að vinna með Repúblíkönum að nýjum innflytjendalögum til tilbreytingar!“ tísti Trump síðar. Aðgerðir stjórnarinnar hafa verið harðlega gagnrýndar af Demókrötum en flestir Repúblíkanar styðja þær. Það er þó ekki algilt. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði meðal annars að hann væri ekki laus við áhyggjur yfir meðferðinni sem börnin sæta. Þá lögðu nokkrir þingmenn flokksins fram tillögu á þinginu í liðinni viku þess efnis að fjölskyldur skyldu vistaðar saman meðan mál þeirra væru leidd til lykta. Áætlað er að greidd verði atkvæði um frumvarpið í vikunni. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Skrifa andlát transkonu á Bandaríkjastjórn Mannréttindasamtök saka bandarísk stjórnvöld um að hafa myrt hælisleitandann Roxana Hernandez, sem lést í haldi þarlendu útlendingastofnunarinnar. 31. maí 2018 06:37 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Á sex vikna tímabili voru tæplega tvö þúsund börn aðskilin frá fjölskyldum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Um börn ólöglegra innflytjenda er að ræða. Málamyndafrumvarp hefur verið lagt fram á þinginu. Frá því að Donald Trump tók við völdum hafa stjórnvöld boðað hertar aðgerðir gegn fólki sem reynir að komast með ólöglegum hætti inn í landið. Áður var sú regla í gildi að fólk sem var stöðvað við að reyna að komast ólöglega yfir landamærin var sektað. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til er að saksækja fólk sem gómað er á landamærunum. Börn eru tekin frá foreldrum á meðan dómsmál er rekið. Meðan málareksturinn stendur yfir er börnunum komið til barnaverndaryfirvalda sem hugsa um þau eða koma þeim í fóstur. Vegna þess fjölda sem reynir að komast ólöglega inn í landið eru slík úrræði af skornum skammti en áætlað er að um 1.500 séu handteknir daglega við athæfið. Democrats can fix their forced family breakup at the Border by working with Republicans on new legislation, for a change! This is why we need more Republicans elected in November. Democrats are good at only three things, High Taxes, High Crime and Obstruction. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 16, 2018 Bandarísk stjórnvöld birtu fyrir skemmstu upplýsingar um hve mörg börn hefðu sætt slíkri meðferð að undanförnu. Gögnin leiddu meðal annars í ljós að frá 19. apríl til 31. maí voru 1.995 börn tekin frá foreldrum sinna. Aldursdreifing barnanna fékkst ekki uppgefin. „Ég vil vitna til skýrra og spakra orða postulans Páls úr bréfum hans til Rómverja um að rétt sé að lúta lögum yfirvalda því þau eru skipuð af Guði,“ sagði dómsmálaráðherrann Jeff Sessions spurður um málið. „Stefna okkar, sem getur haft það í för með sér að börn séu aðskilin frá foreldrum sínum í skamma stund, er hvorki óvanaleg né óréttlætanleg.“Sjá einnig: Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur „Demókratar eru að stía fjölskyldum í sundur með hræðilegri og ómannúðlegri framgöngu sinni á þinginu. Frumvarp um breytingar á innflytjendalöggjöfinni VERÐUR að innihalda fjárheimildir fyrir Vegginn,“ ritaði forsetinn. „Demókratar geta bætt fyrir að þeir sundri fjölskyldum ólöglegra innflytjenda með því að vinna með Repúblíkönum að nýjum innflytjendalögum til tilbreytingar!“ tísti Trump síðar. Aðgerðir stjórnarinnar hafa verið harðlega gagnrýndar af Demókrötum en flestir Repúblíkanar styðja þær. Það er þó ekki algilt. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði meðal annars að hann væri ekki laus við áhyggjur yfir meðferðinni sem börnin sæta. Þá lögðu nokkrir þingmenn flokksins fram tillögu á þinginu í liðinni viku þess efnis að fjölskyldur skyldu vistaðar saman meðan mál þeirra væru leidd til lykta. Áætlað er að greidd verði atkvæði um frumvarpið í vikunni.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Skrifa andlát transkonu á Bandaríkjastjórn Mannréttindasamtök saka bandarísk stjórnvöld um að hafa myrt hælisleitandann Roxana Hernandez, sem lést í haldi þarlendu útlendingastofnunarinnar. 31. maí 2018 06:37 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28
Skrifa andlát transkonu á Bandaríkjastjórn Mannréttindasamtök saka bandarísk stjórnvöld um að hafa myrt hælisleitandann Roxana Hernandez, sem lést í haldi þarlendu útlendingastofnunarinnar. 31. maí 2018 06:37