Þingframbjóðandi viðurkennir að vera barnaníðingur Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2018 20:30 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Larson reynir að komast á þing. Vísir/Getty Hinn 37 ára gamli Nathan Larson hefur boðið sig fram til í Virginíu í Bandaríkjunum. Á þingi vill hann berjast fyrir því að konur verði gerðar að eignum karlmanna, að sifjaspell verði gert löglegt og barnaklám leyft. Hann viðurkennir sömuleiðis að vera barnaníðingur en segist þó aldrei hafa brotið lög. „Fólk er orðið þreytt á pólitískum rétttrúnaði og að vera fast í viðjum hans. Fólk kann að meta utangarðsmann sem hefur engu að tapa og segir það sem margir eru að hugsa,“ sagði Larson í samtali við Huffington Post.Blaðamenn Huffington Post tóku eftir því að heimasíða framboðs Larson deild IP-tölu með vefsíðum þar sem barnaníðingar og ofbeldisfullir kvenhatarar komu saman. Því var ákveðið að hringja í hann og meðal annars spyrja hvort hann væri barnaníðingur eða hvort hann skrifaði eingöngu um barnaníð. „Þetta er bland af báðu,“ svaraði Larson.Hvatti til nauðgunar barna Hann var sömuleiðis spurður út í færslur sem hann hafði skrifað um sifjaspell feðra og dætra og um að hafa nauðgað fyrrverandi eiginkonu sinni ítrekað og hvort eitthvað væri til í þessum færslum. Larson játaði og sagði fullt af konum eiga sér nauðgunaróra. Larson á þriggja ára dóttur sem býr með ættingjum sínum eftir að hann tapaði forræði yfir henni í dómsmáli til fyrrverandi eiginkonu sinnar árið 2015. Hún framdi í kjölfarið sjálfsmorð en Larson er nú giftur á nýjan leik. Á áðurnefndum vefsíðum skrifaði Larson ítrekað færslur þar sem hann hvatti til nauðgunar barna og annars konar barnaníðs. Nú síðast í október skrifaði hann færslu þar sem hann hvatti barnaníðinga til að einbeita sér að því að eignast peninga. Því þá gætu þeir eignast ungar eiginkonur til að níðast á og mögulega gert þær óléttar eða ættleitt með þeim og svo níðst á barninu. „Það myndi bæði henta þeim sem eru og eru ekki fyrir sifjaspell. Og auðvitað, færðu að velja strák eða stelpu þegar þú ættleiðir.“ Blaðamenn Huffington Post segjast ekki hafa fundið færslur eftir Larson þar sem hann skrifaði um að hafa níðst á barni en hann hafi hins vegar sagst vilja gera það og þar á meðal sagðist hann vilja níðast á smábörnum og dóttur sinni. Larson sagði hugtakið barnaníð vera óljóst og í raun væri það ákveðinn stimpill. Hann sagði eðlilegt að karlmenn löðuðust að ungum konum og að hann hefði sjálfur aldrei brotið lög.Telur konur vera hluti Á áðurnefndum síðum, sem var lokað í vikunni, mátti einnig finna langar færslur eða nokkurs konar ritgerðir sem voru meðal annars um það hvernig menn geta safnað kjarki til að nauðga og um það að nauðga eigi femínistum. Hann viðurkenndi einnig að hafa skrifað langar greinar um af hverju mönnum ætti að vera heimilt að kyrkja eiginkonur sínar til dauða fyrir að klippa hár sitt stutt, um gæði þess að leyfa sifjaspell feðra og dætra, að leyfa svokölluðum INCEL-mönnum að ræna stúlkum og halda þeim í gíslingu sem kynlífsþrælum og sömuleiðis skrifaði hann þrjú þúsund orða ritgerð um það hvað nauðgun væri.Þar skrifaði hann að konur væru hlutir sem karlar ættu að koma fram við eins og allar aðrar eigur sínar. Spjallþráðunum var lokað í vikunni og segir Larson að það sé klárt brot á tjáningarfrelsi hans. Hann ætli sér að finna sér nýjan stað til að hýsa vefsvæði sitt. Aðspurður út í það hvað hann teldi að kjósendur hefðu að segja um skrif hans sagði Larson: „Fólk er víðsýnt.“ Þá sagði hann mögulegt að stuðningsmenn Trump myndu kjósa hann af því þeim sé illa við hefðbundna stjórnmálamenn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Larson bíður sig fram til þings. Hann reyndi það árið 2008 en sama ár sendi hann bréf til forsetaembættis Bandaríkjanna þar sem hann hótaði að drepa Barack Obama. Var hann dæmdur til 14 mánaða fangelsisvistar og meinað að bjóða sig fram til opinbers embættis. Ríkisstjóri Virginíu leyfði þó þúsundum dæmdra aðila að kjósa og bjóða sig fram árið 2016. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Nathan Larson hefur boðið sig fram til í Virginíu í Bandaríkjunum. Á þingi vill hann berjast fyrir því að konur verði gerðar að eignum karlmanna, að sifjaspell verði gert löglegt og barnaklám leyft. Hann viðurkennir sömuleiðis að vera barnaníðingur en segist þó aldrei hafa brotið lög. „Fólk er orðið þreytt á pólitískum rétttrúnaði og að vera fast í viðjum hans. Fólk kann að meta utangarðsmann sem hefur engu að tapa og segir það sem margir eru að hugsa,“ sagði Larson í samtali við Huffington Post.Blaðamenn Huffington Post tóku eftir því að heimasíða framboðs Larson deild IP-tölu með vefsíðum þar sem barnaníðingar og ofbeldisfullir kvenhatarar komu saman. Því var ákveðið að hringja í hann og meðal annars spyrja hvort hann væri barnaníðingur eða hvort hann skrifaði eingöngu um barnaníð. „Þetta er bland af báðu,“ svaraði Larson.Hvatti til nauðgunar barna Hann var sömuleiðis spurður út í færslur sem hann hafði skrifað um sifjaspell feðra og dætra og um að hafa nauðgað fyrrverandi eiginkonu sinni ítrekað og hvort eitthvað væri til í þessum færslum. Larson játaði og sagði fullt af konum eiga sér nauðgunaróra. Larson á þriggja ára dóttur sem býr með ættingjum sínum eftir að hann tapaði forræði yfir henni í dómsmáli til fyrrverandi eiginkonu sinnar árið 2015. Hún framdi í kjölfarið sjálfsmorð en Larson er nú giftur á nýjan leik. Á áðurnefndum vefsíðum skrifaði Larson ítrekað færslur þar sem hann hvatti til nauðgunar barna og annars konar barnaníðs. Nú síðast í október skrifaði hann færslu þar sem hann hvatti barnaníðinga til að einbeita sér að því að eignast peninga. Því þá gætu þeir eignast ungar eiginkonur til að níðast á og mögulega gert þær óléttar eða ættleitt með þeim og svo níðst á barninu. „Það myndi bæði henta þeim sem eru og eru ekki fyrir sifjaspell. Og auðvitað, færðu að velja strák eða stelpu þegar þú ættleiðir.“ Blaðamenn Huffington Post segjast ekki hafa fundið færslur eftir Larson þar sem hann skrifaði um að hafa níðst á barni en hann hafi hins vegar sagst vilja gera það og þar á meðal sagðist hann vilja níðast á smábörnum og dóttur sinni. Larson sagði hugtakið barnaníð vera óljóst og í raun væri það ákveðinn stimpill. Hann sagði eðlilegt að karlmenn löðuðust að ungum konum og að hann hefði sjálfur aldrei brotið lög.Telur konur vera hluti Á áðurnefndum síðum, sem var lokað í vikunni, mátti einnig finna langar færslur eða nokkurs konar ritgerðir sem voru meðal annars um það hvernig menn geta safnað kjarki til að nauðga og um það að nauðga eigi femínistum. Hann viðurkenndi einnig að hafa skrifað langar greinar um af hverju mönnum ætti að vera heimilt að kyrkja eiginkonur sínar til dauða fyrir að klippa hár sitt stutt, um gæði þess að leyfa sifjaspell feðra og dætra, að leyfa svokölluðum INCEL-mönnum að ræna stúlkum og halda þeim í gíslingu sem kynlífsþrælum og sömuleiðis skrifaði hann þrjú þúsund orða ritgerð um það hvað nauðgun væri.Þar skrifaði hann að konur væru hlutir sem karlar ættu að koma fram við eins og allar aðrar eigur sínar. Spjallþráðunum var lokað í vikunni og segir Larson að það sé klárt brot á tjáningarfrelsi hans. Hann ætli sér að finna sér nýjan stað til að hýsa vefsvæði sitt. Aðspurður út í það hvað hann teldi að kjósendur hefðu að segja um skrif hans sagði Larson: „Fólk er víðsýnt.“ Þá sagði hann mögulegt að stuðningsmenn Trump myndu kjósa hann af því þeim sé illa við hefðbundna stjórnmálamenn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Larson bíður sig fram til þings. Hann reyndi það árið 2008 en sama ár sendi hann bréf til forsetaembættis Bandaríkjanna þar sem hann hótaði að drepa Barack Obama. Var hann dæmdur til 14 mánaða fangelsisvistar og meinað að bjóða sig fram til opinbers embættis. Ríkisstjóri Virginíu leyfði þó þúsundum dæmdra aðila að kjósa og bjóða sig fram árið 2016.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Sjá meira