Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2018 19:37 Fjöldi kvenna hefur sameinast á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu "muterkelly“ eða þöggum niður í R. Kelly. Vísir/Getty Fjöldi kvenna hefur sameinast á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu „muterkelly“ eða þöggum niður í R. Kelly. Þar greina þær frá sinni reynslu og annarra af framferði söngvarans Roberts Sylvesters Kelly, sem er þekktur sem R. Kelly. Byltingin beinist aðallega að Sony, Live Nation og útvarpsstöðvum um allan heim sem halda þrátt fyrir frásagnir kvenna áfram að spila lögin hans. 36 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á fyrirtækin um að þagga niður í söngvaranum. Ekki hlustað á frásagnir svartra kvenna af kynferðisofbeldiKvennahópnum blöskrar það að frásagnir svartra kvenna af framferði R. Kelly séu virtar að vettugi. Þær hafi um árabil talað fyrir daufum eyrum á meðan þær hafa þurft að horfa upp á hvítar konur verða vel ágengt í sinni baráttu fyrir réttlæti. Síðustu mánuði hafa þær fylgst með áhrifum Metoo byltingarinnar þar sem valdamiklir karlar innan skemmtanaiðnaðarins í Hollywood, sem hafa gerst sekir um að misbeita valdi sínu, mæta afleiðingum gjörða sinna. Það hafi - heilt yfir - aftur á móti ekki verið raunin fyrir þolendur R. Kelly. Konurnar í #muterkelly hreyfingunni segja að baráttan sé langhlaup og að þær muni á endanum ná yfirhöndinni og knýja fram réttlæti svörtum konum og stúlkum til handa. Það sé þeirra álit að samfélaginu sé alveg sama um svartar stúlkur og að allt annað væri upp á teningnum ef þolendur R. Kellys væru hvítar. Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að frásagnir þeirra séu virtar að vettugi „Alltaf skulum við vera neðst í virðingarstiganum. Svartar stúlkur eru alveg jafn mikilvægar og hvítar stúlkur og það er þess vegna sem ég legg svona hart að mér. Þetta er allt fyrir stúlkurnar mínar.“ Þetta segir hin 24 gamla Jerhonda Pace, þolandi R. Kellys, í samtali við Buzzfeed. Sex vikum áður en frásagnir af kynferðisglæpum kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein tóku að spyrjast út hafði Pace stigið fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Hún greindi frá því að hann hafi beitt sig grófu kynferðisofbeldi þegar hún var 15 ára gömul. Á sínum tíma skrifaði Pace undir samkomulag þess efnis að hún skyldi þegja um kynferðisglæpi söngvarans gegn greiðslu. „Hann ætti að vera í fangelsi núna. Hvers vegna er hann enn frjáls ferða sinna?“ spyr Pace sem undrast stöðu söngvarans þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir kvenna á hendur honum. Frásagnirnar hafi ekki fælingarmátt fyrir stjörnurnarFrásagnir svartra kvenna virðast ekki hafa fælingarmátt fyrir hina ríku og frægu. Pace nefnir sem dæmi Lady Gaga, sem árið 2013 tók höndum saman með R Kelly og gaf út lagið Do What U Want. Þá hafi breski söngvarinn Sam Smith stoltur skartað bol með mynd af R Kelly í fjölmennu teiti eftir að hafa tekið lagið í gamanþættinum Saturday Night Live síðasta október. „Þetta reitir mig til reiði. Það gerir mig brjálaða að vita til þess að ferill hans er ennþá í framfaraátt; Hann er ennþá þarna úti á meðal fólks að gera allt sem honum sýnist. Hann er ennþá frjáls ferða sinn þrátt fyrir að hafa misnotað fjölda svartra kvenna og frásagnir þeirra eru virtar að vettugi,“ segir Pace, um stöðu söngvarans í dag. Hann sé enn í miklu metum á meðal skærustu stjarna í skemmtanaiðnaðinum í Hollywood. Leikstjórinn Ava DuVerney tekur sér stöðu með kynsystrum sínum og beinir spjótum sínum að söngvaranum R. Kelly.vísir/getty Ava DuVerney, leikstjóri kvikmyndarinnar A Wrinkle in Time tekur stöðu með kynsystrum sínum og segir: „Velgengni R. Kellys veltur á ósýnileika svartra kvenna og stúlkna í samfélaginu. Svo lengi sem komið er fram við svartar konur sem þjóðfélagsstétt sem eigi hvorki skilið að öðlast umhyggju né vernd, verður gjörðum hans ekki mætt með mótmælum í alþjóðasamfélaginu.“ Buzzfeed, sem greindi fyrst frá frásögnum kvennanna af söngvaranum, segist hafa heimildir fyrir því að hann standi höllum fæti. Hann eigi við fjárhagsvandamál að stríða og að honum hafi verið gert að yfirgefa tvö hús sem hann leigði í úthverfi Atlanta. Konunum hefur orðið eitthvað ágengt þrátt fyrir að þeim finnist þróunin í átt að réttlæti ganga fremur hægt. „Það er mín tilfinning að þær séu að áorka eitthvað. Þær eru að taka skref í rétta átt en þetta eru samt hænuskref,“ segir Pace. Samfélag svartra vilji ekki horfast í augun við vandamálið Tarana Burke, upphafskona Metoo byltingarinnar, segir í samtali við fréttaveituna: „Þetta er vandmál sem samfélagið okkar vill ekki horfast í augun við og samfélag svartra þarf að átta sig fyllilega á því að R. Kelly er rándýr. Það þarf að skilja að þrátt fyrir að stúlkurnar séu í dag 21 eða 18 ára, er samt um að ræða kynferðisbrot og það er eitthvað sem við, sem samfélag, eigum ekki að taka fagnandi.“ Tarana Burke er upphafskona Metoo byltingarinnar.vísir/afp Gefið að sök að drottna yfir sértrúarsöfnuði og heilaþvo konur Vísir greindi frá því í sumar þegar fjöldi kvenna steig fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Honum var gefið að sök að hafa heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og kynferðislegu ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini. Þrjár konur, Cheryl Mack, Kitty Jones og Asante McGee, fyrrum vinkonur söngvarans, stigu fram um mitt síðasta sumar með alvarlegar ásakanir á hendur söngvaranum. Þær lýstu honum sem „sjúklega stjórnsömum einstaklingi“ sem hafi einstakt lag á að stjórna hugsunum og vilja fólks. Hann sé algjör „strengjabrúðumeistari.“ Mack segir að í fyrstu virðist sem Kelly sé hinn ljúfasti en ekki líði þó á löngu þar sem hans rétta eðli láti á sér kræla. „Hann er eins og djöfullinn sjálfur,“ bætir fyrrverandi vinkona hans við. Hér að neðan er röð tísta undir myllumerkinu #muterkelly. #muterkelly Tweets MeToo Mál R. Kelly Bandaríkin Tengdar fréttir R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna Söngvarinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur undir nafninu R. Kelly er gefið að sök að hafa heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini. 17. júlí 2017 19:29 R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“ Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. 18. júlí 2017 06:47 R Kelly sakaður um að gera 14 ára stúlku að kynlífsþræl Hann kallar þær gæludýr, segir fyrrverandir kærasta hans í nýrri heimildarmynd. 28. mars 2018 10:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Fjöldi kvenna hefur sameinast á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu „muterkelly“ eða þöggum niður í R. Kelly. Þar greina þær frá sinni reynslu og annarra af framferði söngvarans Roberts Sylvesters Kelly, sem er þekktur sem R. Kelly. Byltingin beinist aðallega að Sony, Live Nation og útvarpsstöðvum um allan heim sem halda þrátt fyrir frásagnir kvenna áfram að spila lögin hans. 36 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á fyrirtækin um að þagga niður í söngvaranum. Ekki hlustað á frásagnir svartra kvenna af kynferðisofbeldiKvennahópnum blöskrar það að frásagnir svartra kvenna af framferði R. Kelly séu virtar að vettugi. Þær hafi um árabil talað fyrir daufum eyrum á meðan þær hafa þurft að horfa upp á hvítar konur verða vel ágengt í sinni baráttu fyrir réttlæti. Síðustu mánuði hafa þær fylgst með áhrifum Metoo byltingarinnar þar sem valdamiklir karlar innan skemmtanaiðnaðarins í Hollywood, sem hafa gerst sekir um að misbeita valdi sínu, mæta afleiðingum gjörða sinna. Það hafi - heilt yfir - aftur á móti ekki verið raunin fyrir þolendur R. Kelly. Konurnar í #muterkelly hreyfingunni segja að baráttan sé langhlaup og að þær muni á endanum ná yfirhöndinni og knýja fram réttlæti svörtum konum og stúlkum til handa. Það sé þeirra álit að samfélaginu sé alveg sama um svartar stúlkur og að allt annað væri upp á teningnum ef þolendur R. Kellys væru hvítar. Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að frásagnir þeirra séu virtar að vettugi „Alltaf skulum við vera neðst í virðingarstiganum. Svartar stúlkur eru alveg jafn mikilvægar og hvítar stúlkur og það er þess vegna sem ég legg svona hart að mér. Þetta er allt fyrir stúlkurnar mínar.“ Þetta segir hin 24 gamla Jerhonda Pace, þolandi R. Kellys, í samtali við Buzzfeed. Sex vikum áður en frásagnir af kynferðisglæpum kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein tóku að spyrjast út hafði Pace stigið fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Hún greindi frá því að hann hafi beitt sig grófu kynferðisofbeldi þegar hún var 15 ára gömul. Á sínum tíma skrifaði Pace undir samkomulag þess efnis að hún skyldi þegja um kynferðisglæpi söngvarans gegn greiðslu. „Hann ætti að vera í fangelsi núna. Hvers vegna er hann enn frjáls ferða sinna?“ spyr Pace sem undrast stöðu söngvarans þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir kvenna á hendur honum. Frásagnirnar hafi ekki fælingarmátt fyrir stjörnurnarFrásagnir svartra kvenna virðast ekki hafa fælingarmátt fyrir hina ríku og frægu. Pace nefnir sem dæmi Lady Gaga, sem árið 2013 tók höndum saman með R Kelly og gaf út lagið Do What U Want. Þá hafi breski söngvarinn Sam Smith stoltur skartað bol með mynd af R Kelly í fjölmennu teiti eftir að hafa tekið lagið í gamanþættinum Saturday Night Live síðasta október. „Þetta reitir mig til reiði. Það gerir mig brjálaða að vita til þess að ferill hans er ennþá í framfaraátt; Hann er ennþá þarna úti á meðal fólks að gera allt sem honum sýnist. Hann er ennþá frjáls ferða sinn þrátt fyrir að hafa misnotað fjölda svartra kvenna og frásagnir þeirra eru virtar að vettugi,“ segir Pace, um stöðu söngvarans í dag. Hann sé enn í miklu metum á meðal skærustu stjarna í skemmtanaiðnaðinum í Hollywood. Leikstjórinn Ava DuVerney tekur sér stöðu með kynsystrum sínum og beinir spjótum sínum að söngvaranum R. Kelly.vísir/getty Ava DuVerney, leikstjóri kvikmyndarinnar A Wrinkle in Time tekur stöðu með kynsystrum sínum og segir: „Velgengni R. Kellys veltur á ósýnileika svartra kvenna og stúlkna í samfélaginu. Svo lengi sem komið er fram við svartar konur sem þjóðfélagsstétt sem eigi hvorki skilið að öðlast umhyggju né vernd, verður gjörðum hans ekki mætt með mótmælum í alþjóðasamfélaginu.“ Buzzfeed, sem greindi fyrst frá frásögnum kvennanna af söngvaranum, segist hafa heimildir fyrir því að hann standi höllum fæti. Hann eigi við fjárhagsvandamál að stríða og að honum hafi verið gert að yfirgefa tvö hús sem hann leigði í úthverfi Atlanta. Konunum hefur orðið eitthvað ágengt þrátt fyrir að þeim finnist þróunin í átt að réttlæti ganga fremur hægt. „Það er mín tilfinning að þær séu að áorka eitthvað. Þær eru að taka skref í rétta átt en þetta eru samt hænuskref,“ segir Pace. Samfélag svartra vilji ekki horfast í augun við vandamálið Tarana Burke, upphafskona Metoo byltingarinnar, segir í samtali við fréttaveituna: „Þetta er vandmál sem samfélagið okkar vill ekki horfast í augun við og samfélag svartra þarf að átta sig fyllilega á því að R. Kelly er rándýr. Það þarf að skilja að þrátt fyrir að stúlkurnar séu í dag 21 eða 18 ára, er samt um að ræða kynferðisbrot og það er eitthvað sem við, sem samfélag, eigum ekki að taka fagnandi.“ Tarana Burke er upphafskona Metoo byltingarinnar.vísir/afp Gefið að sök að drottna yfir sértrúarsöfnuði og heilaþvo konur Vísir greindi frá því í sumar þegar fjöldi kvenna steig fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Honum var gefið að sök að hafa heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og kynferðislegu ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini. Þrjár konur, Cheryl Mack, Kitty Jones og Asante McGee, fyrrum vinkonur söngvarans, stigu fram um mitt síðasta sumar með alvarlegar ásakanir á hendur söngvaranum. Þær lýstu honum sem „sjúklega stjórnsömum einstaklingi“ sem hafi einstakt lag á að stjórna hugsunum og vilja fólks. Hann sé algjör „strengjabrúðumeistari.“ Mack segir að í fyrstu virðist sem Kelly sé hinn ljúfasti en ekki líði þó á löngu þar sem hans rétta eðli láti á sér kræla. „Hann er eins og djöfullinn sjálfur,“ bætir fyrrverandi vinkona hans við. Hér að neðan er röð tísta undir myllumerkinu #muterkelly. #muterkelly Tweets
MeToo Mál R. Kelly Bandaríkin Tengdar fréttir R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna Söngvarinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur undir nafninu R. Kelly er gefið að sök að hafa heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini. 17. júlí 2017 19:29 R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“ Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. 18. júlí 2017 06:47 R Kelly sakaður um að gera 14 ára stúlku að kynlífsþræl Hann kallar þær gæludýr, segir fyrrverandir kærasta hans í nýrri heimildarmynd. 28. mars 2018 10:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna Söngvarinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur undir nafninu R. Kelly er gefið að sök að hafa heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini. 17. júlí 2017 19:29
R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“ Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. 18. júlí 2017 06:47
R Kelly sakaður um að gera 14 ára stúlku að kynlífsþræl Hann kallar þær gæludýr, segir fyrrverandir kærasta hans í nýrri heimildarmynd. 28. mars 2018 10:40