Heimaþjónustuljósmæðrum boðið að fá 5.032 krónur á tímann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 10:35 Heimaþjónustuljósmæður sinna nýbökuðum mæðrum og nýburum fyrstu dagana eftir fæðingu. vísir/getty Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu sætta sig ekki við að þjónusta þeirra við nýbakaðar mæður og nýbura verði skert svo hægt sé að greiða þeim hærri verktakagreiðslur fyrir þeirra störf. Þær vilja þvert á móti halda í gæði þjónustunnar og efla hana ef eitthvað er. Þetta segir Arney Þórarinsdóttir, sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu og ljósmóðir í Björkinni, en heimaþjónustuljósmæður höfnuðu í gærkvöldi drögum að nýjum rammasamningi á milli þeirra og Sjúkratrygginga Íslands. „Aðalatriðið var að það yrði ekki settur meiri peningur í þennan samning, það er að ramminn sem við hefðum mætti ekki kosta meira en á síðasta ári. Þar sem að ljósmæður eru orðnar mjög ósáttar við þær greiðslur sem þær fá fyrir þessa vinnu þá var í rauninni bara lagt upp með það í þessum drögum að skerða þjónustuna,“ segir Arney.Samningurinn um heimaþjónustu orðinn faglega mjög góður Hún segir að samningurinn um heimaþjónustuna hafi verið í mótun í nokkur ár og hann sé faglega mjög góður. Ljósmæður í heimaþjónustu sinni um 90 prósentum allra nýbakaðra mæðra en Arney segir að starfinu fylgi mikil binding. Þannig sinni heimaþjónustuljósmæður fjölskyldum í sjö til tíu daga alla daga ársins, um kvöld, helgar og á rauðum dögum og þá eru þær einnig stundum kallaðar út í bráðavitjanir. Upphaflega hafi þjónustan aðeins verið ætluð hraustum konum en í dag sinni ljósmæður líka mæðrum og nýburum í heimaþjónustu sem hafi flókin vandamál. Arney segir að ljósmæður vilji hærri laun fyrir þessa vinnu en þær séu ósáttar við það að samkvæmt drögum nýjum samningi eigi að skerða þjónustuna. Í því felist að fækka vitjunum hjá öllum konum og stytta einnig tímann sem heimaþjónustuljósmæður sinna þeim. Arney segir að þá sé rætt um að heilsugæslan á móti taki fyrr við en hún bendir á að þá aukist líka álagið þar.„Eins og við sjáum þetta þá þarf að setja aukapening í þetta“ Heimaþjónustujósmæður fara í fimm til sjö vitjanir til hverrar fjölskyldu. Þær fá nú 4.394 krónur fyrir tímann í verktakagreiðslur vegna vitjana til nýbakaðra mæðra sem fara í A-flokk en það eru hraustar konur með engin vandamál. Lægstu greiðslurnar eru vegna þeirra vitjana. Arney segir að hver vitjun sé skilgreind sem tveir tímar en inn í þeim tíma sé meðal annars akstur á staðinn, viðvera á heimilinu og alls kyns pappírsvinna sem fylgir. Greiðslan fyrir hverja slíka vitjun nemur því samtals 8.788 krónum. Aðspurð segir Arney að í samningsdrögunum sem kynnt voru í gær hafi heimaþjónustuljósmæðrum verið boðið að fá 10.065 krónur fyrir vitjunina hjá konum í A-flokki eða sem nemur 5.032 krónum á tímann. Hún segir að ljósmæður séu ekki sáttar við að fá ekki meiri hækkun en þær séu tilbúnar að sættast á hana. Það komi hins vegar alls ekki til greina að þjónusta þeirra verði skert á móti. „Eins og við sjáum þetta þá þarf að setja aukapening í þetta. Í okkar fyrstu tillögu þá voru þetta 30 milljónir krónir aukalega í þjónustuna á ári bara til að ná upp yfir þennan 10 þúsund kall án þess að skerða þjónustuna. Okkur þykir okkur við því ekki vera að fara fram á mikið,“ segir Arney en að hennar sögn er kostnaður við heimaþjónustu ljósmæðra nú um 200 milljónir króna á ári.Hafa miklar áhyggjur af ástandinu Hafa heimaþjónustuljósmæður bent á að þessi þjónusta sé mun ódýrari en að sængurkonur liggi inni á spítala þann tíma sem þeim sé sinnt heima. Arney segir að heimaþjónustuljósmæður hafi í gær látið Sjúkratryggingar vita af því að þær gætu ekki fallist á samninginn. Hún viti ekki hver næstu skref verða en segir ljósmæður hafa miklar áhyggjur af ástandinu. „Með hverjum sólarhring sem líður þá versnar ástandið inni á spítölunum. Konur eru að bíða eftir að komast heim eða jafnvel að fara heim án þess að fá þessa þjónustu sem okkur þykir bara mjög sorglegt. Við viljum bara að þetta leysist sem fyrst en við erum ekki alveg tilbúnar að gefa eftir það sem við viljum.“ Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hvetur deiluaðila til sátta enda ótækt að ástandið vari lengi Viðbúið er að senda þurfi nýbakaðar mæður fyrr heim en áður eftir að sjálfstætt starfandi ljósmæður hættu að sinna heimahjúkrun. Líklegt að rými kvennadeildar Landspítalans fyllist og að grípa verði til forgangsröðunar. 25. apríl 2018 08:00 Kynna drög að samningi fyrir ljósmæðrum í kvöld Drög að samningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu liggja nú fyrir. 25. apríl 2018 20:04 Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru "algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. 26. apríl 2018 04:59 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu sætta sig ekki við að þjónusta þeirra við nýbakaðar mæður og nýbura verði skert svo hægt sé að greiða þeim hærri verktakagreiðslur fyrir þeirra störf. Þær vilja þvert á móti halda í gæði þjónustunnar og efla hana ef eitthvað er. Þetta segir Arney Þórarinsdóttir, sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu og ljósmóðir í Björkinni, en heimaþjónustuljósmæður höfnuðu í gærkvöldi drögum að nýjum rammasamningi á milli þeirra og Sjúkratrygginga Íslands. „Aðalatriðið var að það yrði ekki settur meiri peningur í þennan samning, það er að ramminn sem við hefðum mætti ekki kosta meira en á síðasta ári. Þar sem að ljósmæður eru orðnar mjög ósáttar við þær greiðslur sem þær fá fyrir þessa vinnu þá var í rauninni bara lagt upp með það í þessum drögum að skerða þjónustuna,“ segir Arney.Samningurinn um heimaþjónustu orðinn faglega mjög góður Hún segir að samningurinn um heimaþjónustuna hafi verið í mótun í nokkur ár og hann sé faglega mjög góður. Ljósmæður í heimaþjónustu sinni um 90 prósentum allra nýbakaðra mæðra en Arney segir að starfinu fylgi mikil binding. Þannig sinni heimaþjónustuljósmæður fjölskyldum í sjö til tíu daga alla daga ársins, um kvöld, helgar og á rauðum dögum og þá eru þær einnig stundum kallaðar út í bráðavitjanir. Upphaflega hafi þjónustan aðeins verið ætluð hraustum konum en í dag sinni ljósmæður líka mæðrum og nýburum í heimaþjónustu sem hafi flókin vandamál. Arney segir að ljósmæður vilji hærri laun fyrir þessa vinnu en þær séu ósáttar við það að samkvæmt drögum nýjum samningi eigi að skerða þjónustuna. Í því felist að fækka vitjunum hjá öllum konum og stytta einnig tímann sem heimaþjónustuljósmæður sinna þeim. Arney segir að þá sé rætt um að heilsugæslan á móti taki fyrr við en hún bendir á að þá aukist líka álagið þar.„Eins og við sjáum þetta þá þarf að setja aukapening í þetta“ Heimaþjónustujósmæður fara í fimm til sjö vitjanir til hverrar fjölskyldu. Þær fá nú 4.394 krónur fyrir tímann í verktakagreiðslur vegna vitjana til nýbakaðra mæðra sem fara í A-flokk en það eru hraustar konur með engin vandamál. Lægstu greiðslurnar eru vegna þeirra vitjana. Arney segir að hver vitjun sé skilgreind sem tveir tímar en inn í þeim tíma sé meðal annars akstur á staðinn, viðvera á heimilinu og alls kyns pappírsvinna sem fylgir. Greiðslan fyrir hverja slíka vitjun nemur því samtals 8.788 krónum. Aðspurð segir Arney að í samningsdrögunum sem kynnt voru í gær hafi heimaþjónustuljósmæðrum verið boðið að fá 10.065 krónur fyrir vitjunina hjá konum í A-flokki eða sem nemur 5.032 krónum á tímann. Hún segir að ljósmæður séu ekki sáttar við að fá ekki meiri hækkun en þær séu tilbúnar að sættast á hana. Það komi hins vegar alls ekki til greina að þjónusta þeirra verði skert á móti. „Eins og við sjáum þetta þá þarf að setja aukapening í þetta. Í okkar fyrstu tillögu þá voru þetta 30 milljónir krónir aukalega í þjónustuna á ári bara til að ná upp yfir þennan 10 þúsund kall án þess að skerða þjónustuna. Okkur þykir okkur við því ekki vera að fara fram á mikið,“ segir Arney en að hennar sögn er kostnaður við heimaþjónustu ljósmæðra nú um 200 milljónir króna á ári.Hafa miklar áhyggjur af ástandinu Hafa heimaþjónustuljósmæður bent á að þessi þjónusta sé mun ódýrari en að sængurkonur liggi inni á spítala þann tíma sem þeim sé sinnt heima. Arney segir að heimaþjónustuljósmæður hafi í gær látið Sjúkratryggingar vita af því að þær gætu ekki fallist á samninginn. Hún viti ekki hver næstu skref verða en segir ljósmæður hafa miklar áhyggjur af ástandinu. „Með hverjum sólarhring sem líður þá versnar ástandið inni á spítölunum. Konur eru að bíða eftir að komast heim eða jafnvel að fara heim án þess að fá þessa þjónustu sem okkur þykir bara mjög sorglegt. Við viljum bara að þetta leysist sem fyrst en við erum ekki alveg tilbúnar að gefa eftir það sem við viljum.“
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hvetur deiluaðila til sátta enda ótækt að ástandið vari lengi Viðbúið er að senda þurfi nýbakaðar mæður fyrr heim en áður eftir að sjálfstætt starfandi ljósmæður hættu að sinna heimahjúkrun. Líklegt að rými kvennadeildar Landspítalans fyllist og að grípa verði til forgangsröðunar. 25. apríl 2018 08:00 Kynna drög að samningi fyrir ljósmæðrum í kvöld Drög að samningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu liggja nú fyrir. 25. apríl 2018 20:04 Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru "algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. 26. apríl 2018 04:59 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Hvetur deiluaðila til sátta enda ótækt að ástandið vari lengi Viðbúið er að senda þurfi nýbakaðar mæður fyrr heim en áður eftir að sjálfstætt starfandi ljósmæður hættu að sinna heimahjúkrun. Líklegt að rými kvennadeildar Landspítalans fyllist og að grípa verði til forgangsröðunar. 25. apríl 2018 08:00
Kynna drög að samningi fyrir ljósmæðrum í kvöld Drög að samningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu liggja nú fyrir. 25. apríl 2018 20:04
Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru "algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. 26. apríl 2018 04:59