Vandamál hversu fáir karlar nema hjúkrun Sveinn Arnarsson skrifar 17. apríl 2018 08:00 Það er ekki vitað hvað veldur því að karlar vilja ekki læra hjúkrunarfræði. Hjúkrunarfræðingafélagið vill komast til botns í því. Vísir/vilhelm Félag hjúkrunarfræðinga hefur ákveðið að greiða skólagjöld karla í hjúkrunarfræðum. Er um fimm ára tilraunaverkefni að ræða til að fjölga karlmönnum í hjúkrun. Hlutfall karla í stétt hjúkrunarfræðinga hér á landi er með því lægsta sem þekkist í hinum vestræna heimi. Háskólinn á Akureyri vinnur nú að samnorrænni rannsókn á hvernig á því standi að karlar séu svo ólíklegir eins og raun ber vitni til að nema hjúkrunarfræði. Aðeins nítján karlmenn eru í hjúkrunarfræði við íslenska háskóla í dag. Að mati Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, er það allt of lítið. „Stjórn hjúkrunarfræðingafélagsins vinnur nú að því að auka hlutfall karla í hjúkrunarfræðum. Við vitum ekki hvað það er sem veldur því að karlar vilji ekki læra hjúkrunarfræði, við þurfum að komast til botns í því. En við munum reyna að fjölga þeim með því að greiða skólagjöld karla næstu fimm árin til að fjölga körlum í stéttinni,“ segir Guðbjörg. Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði„Þetta hefur gefist ágætlega hjá leikskólakennurum til að mynda og við ætlum að reyna þetta líka. Hvort þetta beri síðan árangur verður svo bara að koma í ljós,“ segir hún. Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, segir það mikilvægt fyrir stéttina að fjölga karlmönnum. „Við erum númer eitt í heiminum þegar kemur að jafnrétti en við erum með eitt lægsta hlutfall karla í heiminum í hjúkrun. Í þessu framsækna þjóðfélagi verðum við að finna út hví karlar sæki sér ekki menntun í hjúkrun.“ Hlutfall karlhjúkrunarfræðinga í Bretlandi er um 11,5 prósent og í Noregi er hlutfallið í kringum tíu prósent. Danir eru einnig með lágt hlutfall karlmanna í hjúkrun, um fjögur prósent. „Miðað við sum karlastörf, þá er þetta ekkert illa launað, þannig. Við alla vega sjáum enga eina skýringu á því hvers vegna hlutfall okkar bifast ekki. Því viljum við skoða þetta náið með Norðmönnum og Dönum til að sjá hvað við getum gert betur hér á Íslandi til að fjölga karlmönnum,“ segir Gísli. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Félag hjúkrunarfræðinga hefur ákveðið að greiða skólagjöld karla í hjúkrunarfræðum. Er um fimm ára tilraunaverkefni að ræða til að fjölga karlmönnum í hjúkrun. Hlutfall karla í stétt hjúkrunarfræðinga hér á landi er með því lægsta sem þekkist í hinum vestræna heimi. Háskólinn á Akureyri vinnur nú að samnorrænni rannsókn á hvernig á því standi að karlar séu svo ólíklegir eins og raun ber vitni til að nema hjúkrunarfræði. Aðeins nítján karlmenn eru í hjúkrunarfræði við íslenska háskóla í dag. Að mati Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, er það allt of lítið. „Stjórn hjúkrunarfræðingafélagsins vinnur nú að því að auka hlutfall karla í hjúkrunarfræðum. Við vitum ekki hvað það er sem veldur því að karlar vilji ekki læra hjúkrunarfræði, við þurfum að komast til botns í því. En við munum reyna að fjölga þeim með því að greiða skólagjöld karla næstu fimm árin til að fjölga körlum í stéttinni,“ segir Guðbjörg. Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði„Þetta hefur gefist ágætlega hjá leikskólakennurum til að mynda og við ætlum að reyna þetta líka. Hvort þetta beri síðan árangur verður svo bara að koma í ljós,“ segir hún. Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, segir það mikilvægt fyrir stéttina að fjölga karlmönnum. „Við erum númer eitt í heiminum þegar kemur að jafnrétti en við erum með eitt lægsta hlutfall karla í heiminum í hjúkrun. Í þessu framsækna þjóðfélagi verðum við að finna út hví karlar sæki sér ekki menntun í hjúkrun.“ Hlutfall karlhjúkrunarfræðinga í Bretlandi er um 11,5 prósent og í Noregi er hlutfallið í kringum tíu prósent. Danir eru einnig með lágt hlutfall karlmanna í hjúkrun, um fjögur prósent. „Miðað við sum karlastörf, þá er þetta ekkert illa launað, þannig. Við alla vega sjáum enga eina skýringu á því hvers vegna hlutfall okkar bifast ekki. Því viljum við skoða þetta náið með Norðmönnum og Dönum til að sjá hvað við getum gert betur hér á Íslandi til að fjölga karlmönnum,“ segir Gísli.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira