Fimm ára á þunglyndislyfjum Sif Sigmarsdóttir skrifar 7. apríl 2018 09:00 Árið 2004 komst kanadíska læknatímaritið Canadian Medical Association Journal óvænt yfir skjal frá lyfjaframleiðandanum GlaxoSmithKline sem merkt var „trúnaðarupplýsingar“. Um var að ræða minnisblað sem dreift hafði verið innan fyrirtækisins að loknum klínískum rannsóknum á einu þunglyndislyfja þess. Lyfið paroxetine heyrir undir flokk serótónín-geðdeyfðarlyfja. Notkun slíkra lyfja fór á flug á tíunda áratug síðustu aldar. Var þeim hampað sem einni stórkostlegustu viðbót við lyfjaskápinn frá því að sýklalyf voru uppgötvuð. GlaxoSmithKline gerði sér vonir um enn frekari útbreiðslu paroxetine er það hóf klínískar rannsóknir á áhrifum paroxetine á börn og unglinga. En niðurstöðurnar urðu lyfjarisanum vonbrigði. Af þremur rannsóknum sem fyrirtækið lét gera sýndi ein fram á að paroxetine hefði engin áhrif á börn og unglinga umfram lyfleysu, önnur sýndi fram á meiri virkni lyfleysu en paroxetine og í þeirri þriðju voru niðurstöðurnar „blandaðar“. GlaxoSmithKline fengi ekki leyfi frá bandaríska lyfjaeftirlitinu til að markaðssetja paroxetine fyrir börn. Læknum var þó heimilt að skrifa upp á lyfið og hélt fyrirtækið því blákalt fram að paroxetine „gæfi góða raun sem meðferð við þunglyndi hjá unglingum“. Í minnisblaði innan fyrirtækisins var starfsfólki sagt að „hemja útbreiðslu“ hinna raunverulegu niðurstaðna rannsóknanna „svo að þær hefðu ekki neikvæð viðskiptaleg áhrif“.Lífshættulegar aukaverkanir Eftir að kanadíska læknatímaritið birti leynilegt minnisblað GlaxoSmithKline á heimasíðu sinni höfðaði Eliot Spitzer, þáverandi saksóknari New York ríkis í Bandaríkjunum, mál gegn GlaxoSmithKline. Sakaði Spitzer fyrirtækið um að hafa skipulega leynt lækna upplýsingum um áhrif lyfsins á börn. Sættir náðust í málinu. Féllst lyfjafyrirtækið á að greiða 2,5 milljónir dollara í sekt. Einnig skuldbatt lyfjaframleiðandinn sig til að birta opinberlega allar rannsóknir á lyfjum sínum sem fyrirtækið fjármagnaði – líka þær rannsóknir sem sýndu niðurstöður óhagstæðar fyrirtækinu. Þegar fagfólk tók að skoða gögnin sem GlaxoSmithKline hafði reynt að leyna varð ljóst að stærsti glæpur fyrirtækisins var ekki sá að breiða yfir þá staðreynd að vara þess virkaði ekki á börn. Sannleikurinn var hryllilegri en svo. Í ljós kom að aukaverkanir sem lyfið hafði á börn og unglinga voru gífurlegar, jafnvel lífshættulegar. Börnum og unglingum sem tóku paroxetine var hætt við sjálfsmorðstengdri hegðun, sjálfsmorðshugsunum og sjálfsmorðstilraunum. Rannsóknir sýna ítrekað fram á gagnsleysi þunglyndislyfja þegar kemur að börnum og unglingum. Í nýlegri úttekt breska læknatímaritsins The Lancet voru fjórtán mismunandi tegundir þunglyndislyfja skoðaðar. Aðeins ein var talin virka betur en lyfleysa. Eftirfarandi fyrirsögn sem birtist í vikunni á mbl.is sætir því furðu: „Börn frá 5 ára á þunglyndislyfjum“. Í viðtali við útvarpsstöðina K100 sagði Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, mikla aukningu hafa orðið á notkun þunglyndislyfja meðal barna á aldrinum 0-14 ára hér á landi. Hann sagði jafnframt slíka notkun vart þekkjast annars staðar á Norðurlöndunum. Ólafur hafði áhyggjur af þróuninni og benti á að ekki væri búið að sýna fram á skaðleysi neyslu barna á þunglyndislyfjum í langtímarannsóknum. „Við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé góð læknisfræði að vera að meðhöndla börn á aldrinum 5-10 ára með þunglyndislyfjum.“Börnin eiga skilið svör Árið 2004 kom í ljós að neysla Prozacs, eins vinsælasta geðdeyfðarlyfs heims, er orðin svo útbreidd að lyfið finnst í drykkjarvatni í Bretlandi. Þunglyndislyf eru flaumur sem æðir stjórnlaus yfir samtímann. En þegar kemur að börnum getum við ekki yppt öxlum og látið eins og lyfin streymi úr krana sem ekki er hægt að skrúfa fyrir. Hvers vegna er verið að skrifa upp á þunglyndislyf fyrir börn í auknum mæli? Eru önnur úrræði reynd fyrst? Standa önnur úrræði yfirleitt til boða? Hversu mikið eftirlit er haft með börnum sem taka lyf við þunglyndi? Telji landlæknir að um „vafasama læknisfræði“ sé að ræða hlýtur að þurfa að skoða málið frekar. Börn landsins eiga skilið svör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Árið 2004 komst kanadíska læknatímaritið Canadian Medical Association Journal óvænt yfir skjal frá lyfjaframleiðandanum GlaxoSmithKline sem merkt var „trúnaðarupplýsingar“. Um var að ræða minnisblað sem dreift hafði verið innan fyrirtækisins að loknum klínískum rannsóknum á einu þunglyndislyfja þess. Lyfið paroxetine heyrir undir flokk serótónín-geðdeyfðarlyfja. Notkun slíkra lyfja fór á flug á tíunda áratug síðustu aldar. Var þeim hampað sem einni stórkostlegustu viðbót við lyfjaskápinn frá því að sýklalyf voru uppgötvuð. GlaxoSmithKline gerði sér vonir um enn frekari útbreiðslu paroxetine er það hóf klínískar rannsóknir á áhrifum paroxetine á börn og unglinga. En niðurstöðurnar urðu lyfjarisanum vonbrigði. Af þremur rannsóknum sem fyrirtækið lét gera sýndi ein fram á að paroxetine hefði engin áhrif á börn og unglinga umfram lyfleysu, önnur sýndi fram á meiri virkni lyfleysu en paroxetine og í þeirri þriðju voru niðurstöðurnar „blandaðar“. GlaxoSmithKline fengi ekki leyfi frá bandaríska lyfjaeftirlitinu til að markaðssetja paroxetine fyrir börn. Læknum var þó heimilt að skrifa upp á lyfið og hélt fyrirtækið því blákalt fram að paroxetine „gæfi góða raun sem meðferð við þunglyndi hjá unglingum“. Í minnisblaði innan fyrirtækisins var starfsfólki sagt að „hemja útbreiðslu“ hinna raunverulegu niðurstaðna rannsóknanna „svo að þær hefðu ekki neikvæð viðskiptaleg áhrif“.Lífshættulegar aukaverkanir Eftir að kanadíska læknatímaritið birti leynilegt minnisblað GlaxoSmithKline á heimasíðu sinni höfðaði Eliot Spitzer, þáverandi saksóknari New York ríkis í Bandaríkjunum, mál gegn GlaxoSmithKline. Sakaði Spitzer fyrirtækið um að hafa skipulega leynt lækna upplýsingum um áhrif lyfsins á börn. Sættir náðust í málinu. Féllst lyfjafyrirtækið á að greiða 2,5 milljónir dollara í sekt. Einnig skuldbatt lyfjaframleiðandinn sig til að birta opinberlega allar rannsóknir á lyfjum sínum sem fyrirtækið fjármagnaði – líka þær rannsóknir sem sýndu niðurstöður óhagstæðar fyrirtækinu. Þegar fagfólk tók að skoða gögnin sem GlaxoSmithKline hafði reynt að leyna varð ljóst að stærsti glæpur fyrirtækisins var ekki sá að breiða yfir þá staðreynd að vara þess virkaði ekki á börn. Sannleikurinn var hryllilegri en svo. Í ljós kom að aukaverkanir sem lyfið hafði á börn og unglinga voru gífurlegar, jafnvel lífshættulegar. Börnum og unglingum sem tóku paroxetine var hætt við sjálfsmorðstengdri hegðun, sjálfsmorðshugsunum og sjálfsmorðstilraunum. Rannsóknir sýna ítrekað fram á gagnsleysi þunglyndislyfja þegar kemur að börnum og unglingum. Í nýlegri úttekt breska læknatímaritsins The Lancet voru fjórtán mismunandi tegundir þunglyndislyfja skoðaðar. Aðeins ein var talin virka betur en lyfleysa. Eftirfarandi fyrirsögn sem birtist í vikunni á mbl.is sætir því furðu: „Börn frá 5 ára á þunglyndislyfjum“. Í viðtali við útvarpsstöðina K100 sagði Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, mikla aukningu hafa orðið á notkun þunglyndislyfja meðal barna á aldrinum 0-14 ára hér á landi. Hann sagði jafnframt slíka notkun vart þekkjast annars staðar á Norðurlöndunum. Ólafur hafði áhyggjur af þróuninni og benti á að ekki væri búið að sýna fram á skaðleysi neyslu barna á þunglyndislyfjum í langtímarannsóknum. „Við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé góð læknisfræði að vera að meðhöndla börn á aldrinum 5-10 ára með þunglyndislyfjum.“Börnin eiga skilið svör Árið 2004 kom í ljós að neysla Prozacs, eins vinsælasta geðdeyfðarlyfs heims, er orðin svo útbreidd að lyfið finnst í drykkjarvatni í Bretlandi. Þunglyndislyf eru flaumur sem æðir stjórnlaus yfir samtímann. En þegar kemur að börnum getum við ekki yppt öxlum og látið eins og lyfin streymi úr krana sem ekki er hægt að skrúfa fyrir. Hvers vegna er verið að skrifa upp á þunglyndislyf fyrir börn í auknum mæli? Eru önnur úrræði reynd fyrst? Standa önnur úrræði yfirleitt til boða? Hversu mikið eftirlit er haft með börnum sem taka lyf við þunglyndi? Telji landlæknir að um „vafasama læknisfræði“ sé að ræða hlýtur að þurfa að skoða málið frekar. Börn landsins eiga skilið svör.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun