Inkasso-deildarlið ÍA gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir Víking í kvöld, en lokatölur í Akraneshöllinni urðu 3-0. Leikurinn var síðasti leikur ÍA í A-riðli Lengjubikarsins, en Víkingur á einn leik eftir.
Ragnar Leóosson skoraði fyrsta markið og staðan var 1-0 fyrir Skagamenn í hálfleik, en í síðari hálfleik bættu þeir Stefán Teitur Þórðarson og Hilmar Halldórsson við sitt hvoru markinu og lokatölur 3-0.
ÍA endar í öðru sæti riðilsins með níu stig, en Víkingur hefur verið í miklum vandræðum. Liðið hefur einungis unnið einn leik af fjórum, skorað fjögur mörk og fengið á sig átta.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá www.urslit.net.
