Fótbolti

Haaland væntan­lega úr leik í deildinni

Siggeir Ævarsson skrifar
Erling Haaland mun væntanlega ekki spila meira í ensku deildinni þetta tímabilið
Erling Haaland mun væntanlega ekki spila meira í ensku deildinni þetta tímabilið vísir / getty

Sóknarmaðurinn Erling Haaland mun væntanlega ekki skora fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni en hann meiddist á ökkla í bikarleik Manchester City í gær. Haaland er næst markahæstur í deildinni með 21 mark.

Haaland sást yfirgefa leikvang Bournemouth á hækjum í gær en Pep Guardiola varðist allra frétta um alvarleika meiðslanna í samtölum við blaðamenn eftir leikinn.

Nú er komið í ljós að meiðslin eru þess eðlis að hann mun ekki leika meira með liðinu næstu vikur en ekki er loku fyrir það skotið að hann verði kominn aftur á ról fyrir HM félagsliða í sumar. Haaland er eins og áður segir búinn að skora 21 mark í ensku deildinni og hefur alls skorað 30 mörk í 40 leikjum fyrir Manchester City á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×