Íslenski boltinn

Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úr­slita­leik

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þór/KA og Breiðablik munu mætast í úrslitaleik Lengjubikarsins. Myndin er úr leik liðanna síðasta sumar.
Þór/KA og Breiðablik munu mætast í úrslitaleik Lengjubikarsins. Myndin er úr leik liðanna síðasta sumar. vísir

Þór/KA mætti með laskað lið til leiks en sló Stjörnuna út í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli í undanúrslitum Lengjubikarsins. Breiðablik bíður þeirra í úrslitaleiknum næsta sunnudag.

Þór/KA saknaði síns fyrirliða og besta leikmanns, Söndru Maríu Jessen, sem er veik og gat ekki tekið þátt í leik kvöldsins.

Þrátt fyrir það spilaði liðið vel og tók forystuna eftir góða sókn þegar tæpar hálftími var liðinn. Margrét Árnadóttir fékk boltann í teignum, sneri á varnarmann og setti boltann snyrtilega í fjærhornið.

Snemma í seinni hálfleik jafnaði Stjarnan hins vegar með marki eftir mikinn darraðadans í teig Þórs/KA. Hrefna Jónsdóttir var sú sem skallaði boltann á endanum í netið.

Leikurinn endaði jafn og farið var beint í vítaspyrnukeppni. Þar skaut markaskorari Stjörnunnar, Hrefna Jónsdóttir, í þverslánna og Fanney Lísa Jóhannesdóttir skaut langt yfir markið.

Þór/KA skoraði úr öllum sínum spyrnum og fagnaði sigri. Sonja Björg klikkaði reyndar úr fyrstu spyrnu Þórs/KA, en fékk að taka hana aftur og skoraði.

Framundan er úrslitaleikur Þórs/KA og Breiðabliks næsta sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×