Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2025 14:32 Heimir Guðjónsson er á leið inn í sitt þrettánda tímabil sem aðalþjálfari FH. vísir/diego Þjálfari FH, Heimir Guðjónsson, segist hafa orðið var við umræðuna um að hann sé orðinn gamall í hettunni en gefur lítið fyrir hana. Í öðrum þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi beindi Baldur Sigurðsson athygli sinni að FH og ræddi meðal annars við Heimi. Hann er reyndasti þjálfari Bestu deildar karla og sá elsti ásamt Rúnari Kristinssyni og Þorláki Árnasyni. „Þú ert alltaf að leita einhverra lausna til að verða betri. Ég hef heyrt þessa umræðu og vísa henni til föðurhúsanna. Þeir sem þekkja mig og hafa unnið með mér vita alveg hvernig ég geri hlutina,“ sagði Heimir þegar Baldur spurði hann út í aldursumræðuna. Klippa: LUÍH - Heimir um aldursumræðuna „Í dag er þetta orðið þannig að þetta orð, gamli skólinn, er allt í einu orðið neikvætt. Í grunninn ætti það að vera jákvætt. Maður með reynslu,“ sagði Heimir ennfremur og benti á þá nokkuð aldraður Lars Lagerbäck hefði komið íslenska landsliðinu á áður óþekktar slóðir með sínum gömlu og góðu gildum. „Mér finnst þessi umræða algjörlega galin,“ sagði Heimir sem hefur verið aðalþjálfari í efstu deild, annað hvort á Íslandi eða Færeyjum, síðan 2008. Hann hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari sem þjálfari og einu sinni Færeyjameistari. Þá gerði hann FH að bikarmeisturum 2010. FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Liðið mætir Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabænum í fyrsta leik sínum á komandi tímabili mánudaginn 7. apríl. Besta deild karla FH Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Í þætti kvöldsins af Lengsta undirbúningstímabili í heimi heimsækir Baldur Sigurðsson lið FH og fær að skyggnast á bak við tjöldin hjá Fimleikafélaginu. 24. mars 2025 13:30 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Sjá meira
Í öðrum þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi beindi Baldur Sigurðsson athygli sinni að FH og ræddi meðal annars við Heimi. Hann er reyndasti þjálfari Bestu deildar karla og sá elsti ásamt Rúnari Kristinssyni og Þorláki Árnasyni. „Þú ert alltaf að leita einhverra lausna til að verða betri. Ég hef heyrt þessa umræðu og vísa henni til föðurhúsanna. Þeir sem þekkja mig og hafa unnið með mér vita alveg hvernig ég geri hlutina,“ sagði Heimir þegar Baldur spurði hann út í aldursumræðuna. Klippa: LUÍH - Heimir um aldursumræðuna „Í dag er þetta orðið þannig að þetta orð, gamli skólinn, er allt í einu orðið neikvætt. Í grunninn ætti það að vera jákvætt. Maður með reynslu,“ sagði Heimir ennfremur og benti á þá nokkuð aldraður Lars Lagerbäck hefði komið íslenska landsliðinu á áður óþekktar slóðir með sínum gömlu og góðu gildum. „Mér finnst þessi umræða algjörlega galin,“ sagði Heimir sem hefur verið aðalþjálfari í efstu deild, annað hvort á Íslandi eða Færeyjum, síðan 2008. Hann hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari sem þjálfari og einu sinni Færeyjameistari. Þá gerði hann FH að bikarmeisturum 2010. FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Liðið mætir Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabænum í fyrsta leik sínum á komandi tímabili mánudaginn 7. apríl.
Besta deild karla FH Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Í þætti kvöldsins af Lengsta undirbúningstímabili í heimi heimsækir Baldur Sigurðsson lið FH og fær að skyggnast á bak við tjöldin hjá Fimleikafélaginu. 24. mars 2025 13:30 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Sjá meira
LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Í þætti kvöldsins af Lengsta undirbúningstímabili í heimi heimsækir Baldur Sigurðsson lið FH og fær að skyggnast á bak við tjöldin hjá Fimleikafélaginu. 24. mars 2025 13:30