„Gerðum gott úr þessu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. mars 2025 19:26 Halldór á hliðarlínunni í leik dagsins, hann átti eftir að blotna töluvert meira eftir því sem leið á. vísir / hulda margrét Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu sinna manna við mjög krefjandi aðstæður gegn KA í uppgjöri meistaranna á síðasta tímabili. Breiðablik bauðst til að færa leikinn inn í Kórinn, svo varð ekki en Blikarnir gerðu gott úr aðstæðum, skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og fóru með öruggan 3-1 sigur. „Þetta var það sem við kölluðum eftir, mjög góð frammistaða við krefjandi aðstæður. Við vorum andlega sterkir, komum okkur í gegnum þetta og spiluðum bara fínan fótbolta á stórum köflum. Ég var mjög ánægður með þetta“ sagði Halldór fljótlega eftir leik. Talið barst þá strax að, því sem hafði hvað mest áhrif á leikinn, veðrinu. Breiðablik var tilbúið að færa leikinn inn í Kórinn, en úr því varð ekki. „Spáin er búin að vera svona í fleiri, fleiri daga og það voru alls konar lausnir til að spila þetta við betri aðstæður. Fyrir tvö lið sem eru að búa sig undir deildina og þetta er síðasti leikur, þá hefði mér fundist allir aðilar mega vera opnari fyrir því að finna annað hvort betri leikvöll eða betri leiktíma, en það er bara eins og það er. Við gerðum gott úr þessu og fengum þokkalegan leik.“ Alvöru svar eftir slakan æfingaleik Um leikinn sjálfan var Halldór ánægður með margt, eftir slaka frammistöðu í síðasta æfingaleik gegn FH. „Það voru allar afsakanir í bókinni þar, nýkomnir úr æfingaferð og menn að passa sig að meiðast ekki og allt þetta, en við vorum ekki nógu góðir á móti FH á grasinu þeirra. Alvöru svar í dag, þetta var mjög kröftugt og öflugt.“ Ósáttur með færanýtinguna í seinni hálfleik? „Tja, ætli ég verði ekki að að vera það. Fáum töluvert fleiri færi í seinni hálfleik þó mörkin hafi öll komið í þeim fyrri. En menn eru auðvitað bara að gera sitt besta, markmaðurinn þeirra varði vel og þeir björguðu á línu. Ég er ánægður með að skapa svona mikið af færum, verður maður ekki að horfa á glasið hálf fullt í því samhengi?“ KA komst inn í leikinn undir lokin KA kemst síðan aðeins inn í leikinn undir lokin, hvað skrifarðu það á? „Ég veit það ekki. Við vorum með algjör tök á þessum leik en þeir skora, rétt eftir að hafa bjargað á línu. Á sama tíma skellur stormur á og hríðbylur í andlitið á okkur. Ég ætla ekki að horfa of mikið í þetta, mér fannst menn bara standa þetta ágætlega af sér þannig lagað. Ég get ekkert verið ósáttur, þetta var bara góð frammistaða við mjög krefjandi aðstæður.“ Halldór var ánægður með það sem hann, eftir slaka frammistöðu í síðasta leik. Vísir / Hulda Margrét Nýju mennirnir smellpassa Breiðablik var að spila á nokkrum nýjum mönnum í dag, sem komu til félagsins fyrr í vetur. Valgeir Valgeirsson, Óli Valur Ómarsson, Tobias Thomsen, Anton Logi Lúðvíksson og Gabríel Snær Hallsson voru allir í byrjunarliðinu. Ágúst Orri Þorsteinsson kom svo inn á í hálfleik. „Allir smellpassa inn í þetta. Tobias auðvitað búin að vera með okkur styst en hefur aðlagast mjög vel, staðist allar okkar væntingar og er bara mjög öflugur. Getur haldið boltanum uppi og er alltaf vel staðsettur í teignum. Óli, Valli, Anton, Gabríel og Gústi eru allir búnir að spila frábærlega í allan vetur. Þannig að ég er bara mjög ánægður með þá alla.“ Afturelding næsta laugardag Framundan er fyrsti leikur í Bestu deildinni gegn nýliðum Aftureldingar næsta laugardag. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Spennandi að fá þá, fyrsti leikur þeirra í efstu deild og verða væntanlega mjög gíraðir, bæði í stúkunni og inni á vellinum. Við verðum að taka þá mjög alvarlega og mæta klárir“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
„Þetta var það sem við kölluðum eftir, mjög góð frammistaða við krefjandi aðstæður. Við vorum andlega sterkir, komum okkur í gegnum þetta og spiluðum bara fínan fótbolta á stórum köflum. Ég var mjög ánægður með þetta“ sagði Halldór fljótlega eftir leik. Talið barst þá strax að, því sem hafði hvað mest áhrif á leikinn, veðrinu. Breiðablik var tilbúið að færa leikinn inn í Kórinn, en úr því varð ekki. „Spáin er búin að vera svona í fleiri, fleiri daga og það voru alls konar lausnir til að spila þetta við betri aðstæður. Fyrir tvö lið sem eru að búa sig undir deildina og þetta er síðasti leikur, þá hefði mér fundist allir aðilar mega vera opnari fyrir því að finna annað hvort betri leikvöll eða betri leiktíma, en það er bara eins og það er. Við gerðum gott úr þessu og fengum þokkalegan leik.“ Alvöru svar eftir slakan æfingaleik Um leikinn sjálfan var Halldór ánægður með margt, eftir slaka frammistöðu í síðasta æfingaleik gegn FH. „Það voru allar afsakanir í bókinni þar, nýkomnir úr æfingaferð og menn að passa sig að meiðast ekki og allt þetta, en við vorum ekki nógu góðir á móti FH á grasinu þeirra. Alvöru svar í dag, þetta var mjög kröftugt og öflugt.“ Ósáttur með færanýtinguna í seinni hálfleik? „Tja, ætli ég verði ekki að að vera það. Fáum töluvert fleiri færi í seinni hálfleik þó mörkin hafi öll komið í þeim fyrri. En menn eru auðvitað bara að gera sitt besta, markmaðurinn þeirra varði vel og þeir björguðu á línu. Ég er ánægður með að skapa svona mikið af færum, verður maður ekki að horfa á glasið hálf fullt í því samhengi?“ KA komst inn í leikinn undir lokin KA kemst síðan aðeins inn í leikinn undir lokin, hvað skrifarðu það á? „Ég veit það ekki. Við vorum með algjör tök á þessum leik en þeir skora, rétt eftir að hafa bjargað á línu. Á sama tíma skellur stormur á og hríðbylur í andlitið á okkur. Ég ætla ekki að horfa of mikið í þetta, mér fannst menn bara standa þetta ágætlega af sér þannig lagað. Ég get ekkert verið ósáttur, þetta var bara góð frammistaða við mjög krefjandi aðstæður.“ Halldór var ánægður með það sem hann, eftir slaka frammistöðu í síðasta leik. Vísir / Hulda Margrét Nýju mennirnir smellpassa Breiðablik var að spila á nokkrum nýjum mönnum í dag, sem komu til félagsins fyrr í vetur. Valgeir Valgeirsson, Óli Valur Ómarsson, Tobias Thomsen, Anton Logi Lúðvíksson og Gabríel Snær Hallsson voru allir í byrjunarliðinu. Ágúst Orri Þorsteinsson kom svo inn á í hálfleik. „Allir smellpassa inn í þetta. Tobias auðvitað búin að vera með okkur styst en hefur aðlagast mjög vel, staðist allar okkar væntingar og er bara mjög öflugur. Getur haldið boltanum uppi og er alltaf vel staðsettur í teignum. Óli, Valli, Anton, Gabríel og Gústi eru allir búnir að spila frábærlega í allan vetur. Þannig að ég er bara mjög ánægður með þá alla.“ Afturelding næsta laugardag Framundan er fyrsti leikur í Bestu deildinni gegn nýliðum Aftureldingar næsta laugardag. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Spennandi að fá þá, fyrsti leikur þeirra í efstu deild og verða væntanlega mjög gíraðir, bæði í stúkunni og inni á vellinum. Við verðum að taka þá mjög alvarlega og mæta klárir“ sagði Halldór að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira