Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2018 23:30 Eric Greitens var kjörinn ríkisstjóri Missouri árið 2016. Brotið sem hann er sakður um átti sér stað árið 2015. Vísir/AFP Eric Greitens, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, var ákærður fyrir glæpsamlegt brot gegn friðhelgi einkalífs og handtekinn í dag. Málið er sagt tengjast framhjáhaldi hans árið 2015. Hann er sakaður um að hafa hótað hjákonunni að birta nektarmynd sem hann tók af henni ef hún talaði einhvern tímann um samband þeirra opinberlega. Dagblaðið Kansas City Star segir að ákærudómstóll í St. Louis hafi gefið út ákæru á hendur ríkisstjóranum. Skömmu eftir að fréttir af ákærunni spurðust út sáust lögreglumenn leiða Greitens niður gang í dómshúsi í borginni. Yfirvöld hafa staðfest að Greitens hafi verið hnepptur í varðhald. Rannsókn á framferði ríkisstjórans hófst eftir að ásakanir sem vörðuðu framhjáhald hans voru gerðar opinberar í síðasta mánuði. Í ákærunni er Greitens sakaður um að hafa vísvitandi myndað konuna nakta án vitundar hennar og síðan sent myndina þannig að hún „varð aðgengileg í gegnum tölvu“. New York Times segir að það hafi verið sú staðreynd að Greitens kom myndinni á tölvutækt form sem gerði brot hans að stórglæpsamlegt frekar en að minniháttar broti. Fyrrverandi eiginmaður kom málinu í fjölmiðla í óþökk konunnar Greitens á að hafa tekið myndina þegar hjákonan var með bundið fyrir augun og hendur hennar voru sömuleiðis bundnar. Hann hafi síðan notað myndina til að hóta konunni. Það var fyrrverandi eiginmaður konunnar sem steig fyrst fram með ásakanirnar en hún hefur sjálf ítrekað hafnað því að tjá sig um málið. Fyrrverandi eiginmaðurinn tók upp játningu hennar án vitneskju hennar og birti hana opinberlega í óþökk hennar. Fram að þessu hefur Greitens, sem er repúblikani sem bauð sig meðal annars fram sem fulltrúi fjölskyldugilda, harðneitað að segja af sér. Hann hefur þó viðurkennt framhjáhaldið. Ákæran nú gæti leitt til þess að ríkisþingmenn ákæri hann og boli honum þannig úr embætti. Bandaríkin MeToo Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Eric Greitens, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, var ákærður fyrir glæpsamlegt brot gegn friðhelgi einkalífs og handtekinn í dag. Málið er sagt tengjast framhjáhaldi hans árið 2015. Hann er sakaður um að hafa hótað hjákonunni að birta nektarmynd sem hann tók af henni ef hún talaði einhvern tímann um samband þeirra opinberlega. Dagblaðið Kansas City Star segir að ákærudómstóll í St. Louis hafi gefið út ákæru á hendur ríkisstjóranum. Skömmu eftir að fréttir af ákærunni spurðust út sáust lögreglumenn leiða Greitens niður gang í dómshúsi í borginni. Yfirvöld hafa staðfest að Greitens hafi verið hnepptur í varðhald. Rannsókn á framferði ríkisstjórans hófst eftir að ásakanir sem vörðuðu framhjáhald hans voru gerðar opinberar í síðasta mánuði. Í ákærunni er Greitens sakaður um að hafa vísvitandi myndað konuna nakta án vitundar hennar og síðan sent myndina þannig að hún „varð aðgengileg í gegnum tölvu“. New York Times segir að það hafi verið sú staðreynd að Greitens kom myndinni á tölvutækt form sem gerði brot hans að stórglæpsamlegt frekar en að minniháttar broti. Fyrrverandi eiginmaður kom málinu í fjölmiðla í óþökk konunnar Greitens á að hafa tekið myndina þegar hjákonan var með bundið fyrir augun og hendur hennar voru sömuleiðis bundnar. Hann hafi síðan notað myndina til að hóta konunni. Það var fyrrverandi eiginmaður konunnar sem steig fyrst fram með ásakanirnar en hún hefur sjálf ítrekað hafnað því að tjá sig um málið. Fyrrverandi eiginmaðurinn tók upp játningu hennar án vitneskju hennar og birti hana opinberlega í óþökk hennar. Fram að þessu hefur Greitens, sem er repúblikani sem bauð sig meðal annars fram sem fulltrúi fjölskyldugilda, harðneitað að segja af sér. Hann hefur þó viðurkennt framhjáhaldið. Ákæran nú gæti leitt til þess að ríkisþingmenn ákæri hann og boli honum þannig úr embætti.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira