Vöruskiptahalli aldrei meiri í krónum talið Daníel Freyr Birkisson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Innflutningur neysluvara hefur aukist mikið að undanförnu og þannig jókst innflutningur á nýjum bílum til einkanota um 40 prósent fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Þá jókst innflutningur á heimilistækjum um 23 prósent. Fréttablaðið/GVA Halli af vöruskiptum við útlönd hefur aldrei mælst meiri en í fyrra þegar hann nam 172 milljörðum króna. Um er að ræða 60 prósenta aukningu frá fyrra ári, þegar hann var um 108 milljarðar. Sem hlutfall af landsframleiðslu var vöruskiptahallinn um 6,8 prósent og á þann mælikvarða hefur hann ekki verið meiri í tíu ár. Það er ekki síst innflutningur neysluvara sem er að aukast hratt um þessar mundir. Þannig jókst innflutningur á bílum til einkanota um 40 prósent á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs og á heimilistækjum um 23 prósent yfir sama tímabil. Þetta kemur fram í greiningu frá Íslandsbanka sem byggð er á bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtust í fyrradag. Gerir greiningardeildin ráð fyrir afgangi upp á 270 milljarða af þjónustuviðskiptum á síðasta ári sem þýðir að viðskiptaafgangur Íslands við útlönd var um 100 milljarðar króna. Þetta er fimmta árið í röð þar sem viðskiptaafgangi er skilað en Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir það heyra til tíðinda. „Hagsaga síðustu áratuga geymir engin dæmi um fimm ára samfelldan viðskiptaafgang og við erum í raun og veru að snúa við blaðinu í þeim efnum.“ Ör vöxtur ferðaþjónustunnar á stóran þátt í þessu en greinin hefur einnig kallað á aukinn innflutning aðfanga vegna neyslu ferðamanna hér á landi. Ferðamönnum mun að öllum líkindum halda áfram að fjölga á þessu ári, líkt og undanfarin ár, en þó hægir á þeim vexti. Þannig mætti eiga von á því að vöruskiptahalli aukist á meðan dregur úr viðskiptaafgangi.„Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004-2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Íslandsbanka.Jón Bjarki segir skuldsetningu heimilanna hafa aukist örlítið undanfarið ár eða svo, en ekki sé hægt að bera hana saman við árin fyrir hrun bankanna. „Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004 til 2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón og bætir við að aukin skuldsetning nú skýri lítinn hluta af vexti einkaneyslu. Staða heimilanna sé sterk í ríkjandi hagsveiflu. Hann segir langan veg frá því að við séum komin á varasamar slóðir hvað það varðar. Þó svo að vöruinnflutningur hafi aukist töluvert hefur útflutningur nokkurn veginn staðið í stað. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að útflutningur sjávarafurða hafi gefið aðeins eftir en á sama tíma hafi útflutningur á áli aukist nokkuð. Mælt í erlendum gjaldmiðli kemur þetta nokkurn veginn út á pari. Hann segir styrkingu krónunnar og aukinn kaupmátt eiga stóran þátt í auknum innflutningi. Bendir hann á að vöruskiptahallinn sé einn og sér kominn á svipaðar slóðir og fyrir hrun en svo lengi sem viðskiptajöfnuður er jákvæðari verði það lítið vandamál. Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Halli af vöruskiptum við útlönd hefur aldrei mælst meiri en í fyrra þegar hann nam 172 milljörðum króna. Um er að ræða 60 prósenta aukningu frá fyrra ári, þegar hann var um 108 milljarðar. Sem hlutfall af landsframleiðslu var vöruskiptahallinn um 6,8 prósent og á þann mælikvarða hefur hann ekki verið meiri í tíu ár. Það er ekki síst innflutningur neysluvara sem er að aukast hratt um þessar mundir. Þannig jókst innflutningur á bílum til einkanota um 40 prósent á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs og á heimilistækjum um 23 prósent yfir sama tímabil. Þetta kemur fram í greiningu frá Íslandsbanka sem byggð er á bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtust í fyrradag. Gerir greiningardeildin ráð fyrir afgangi upp á 270 milljarða af þjónustuviðskiptum á síðasta ári sem þýðir að viðskiptaafgangur Íslands við útlönd var um 100 milljarðar króna. Þetta er fimmta árið í röð þar sem viðskiptaafgangi er skilað en Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir það heyra til tíðinda. „Hagsaga síðustu áratuga geymir engin dæmi um fimm ára samfelldan viðskiptaafgang og við erum í raun og veru að snúa við blaðinu í þeim efnum.“ Ör vöxtur ferðaþjónustunnar á stóran þátt í þessu en greinin hefur einnig kallað á aukinn innflutning aðfanga vegna neyslu ferðamanna hér á landi. Ferðamönnum mun að öllum líkindum halda áfram að fjölga á þessu ári, líkt og undanfarin ár, en þó hægir á þeim vexti. Þannig mætti eiga von á því að vöruskiptahalli aukist á meðan dregur úr viðskiptaafgangi.„Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004-2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Íslandsbanka.Jón Bjarki segir skuldsetningu heimilanna hafa aukist örlítið undanfarið ár eða svo, en ekki sé hægt að bera hana saman við árin fyrir hrun bankanna. „Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004 til 2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón og bætir við að aukin skuldsetning nú skýri lítinn hluta af vexti einkaneyslu. Staða heimilanna sé sterk í ríkjandi hagsveiflu. Hann segir langan veg frá því að við séum komin á varasamar slóðir hvað það varðar. Þó svo að vöruinnflutningur hafi aukist töluvert hefur útflutningur nokkurn veginn staðið í stað. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að útflutningur sjávarafurða hafi gefið aðeins eftir en á sama tíma hafi útflutningur á áli aukist nokkuð. Mælt í erlendum gjaldmiðli kemur þetta nokkurn veginn út á pari. Hann segir styrkingu krónunnar og aukinn kaupmátt eiga stóran þátt í auknum innflutningi. Bendir hann á að vöruskiptahallinn sé einn og sér kominn á svipaðar slóðir og fyrir hrun en svo lengi sem viðskiptajöfnuður er jákvæðari verði það lítið vandamál.
Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira