Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2025 13:03 Bjarni Geir rak um árabil veitingastaðinn Fljótt og Gott á BSÍ þar sem hann bauð meðal annars upp á „kjamma og kók“. Vísir/Daníel Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður er látinn, 74 ára að aldri. Bjarni, sem gekk undir nafninu Bjarni Snæðingur, var frumkvöðull á sviði veitingarekstrar og starfaði meðal annars á Naustinu, Aski, Fljótt og Gott á BSÍ þar sem hann bauð meðal annars upp á „kjamma og kók“, auk þess að hann var viðloðandi Kaffistofu Samhjálpar. Greint er frá andlátinu á heimasíðu Kokkalandsliðsins þar sem segir að Bjarni Geir hafi látist á dögunum. Bjarni Geir fæddist í Reykjavík árið 1951 og helgaði líf sitt matargerð, var menntaður matreiðslumeistari og útskrifaður frá veitingastaðnum Óðali við Austurvöll. Hann var fyrsti neminn sem lauk þaðan námi árið 1972. „Eftir útskrift hóf hann fjölbreyttan og litríkan starfsferil á mörgum kunnuglegum stöðum, meðal annars á Naustinu, á Skrínunni við Skólavörðustíg, á Ask við Laugaveg, og hann stofnaði sjálfur veitingastaðina Grillborg og Versali í Kópavogi, Stélið í Tryggvagötu, Rauða sófann á Hlemmi og Árnesti í Ármúla. Verk hans báru keim af eldmóði, hugviti og trú á íslenska matarmenningu. Frá árinu 1996 rak hann veitingasöluna Fljótt og Gott á BSÍ, sem varð fljótt eitt kunnasta kennileiti ferðamanna og Íslendinga á ferðinni. Bjarni tók við rekstrinum á tíma þegar veitingasalan var að dragast saman, en með einurð, vinnusemi og ástríðu fyrir góðum mat tókst honum á innan við tveimur árum að snúa rekstrinum við og byggja upp blómlega starfsemi. Hann lagði áherslu á íslenskar hefðir í einföldu og hlýju umhverfi, og sagði oft með brosi að hann vildi bjóða fólki upp á „kjamma og kók" sem varð landsþekkt slagorð. Bjarni var einnig lengi viðlóðinn kaffistofu Samhjálpar, þar sem hann lagði sig fram um að styðja þá sem áttu um sárt að binda. Þar nýtti hann bæði fagþekkingu sína og hlýtt hjarta til að skapa hlýlegt umhverfi og mannsæmandi máltíðir fyrir gestina. Starf hans þar var ekki aðeins þjónusta heldur köllun, og endurspeglaði trú hans á virðingu, umhyggju og reisn allra manna,“ segir á heimasíðu Kokkalandsliðsins. Bjarni Geir var tvígiftur, Jennýju Árnadóttur og á með henni dótturina Katrínu og síðar Herdísi Björnsdóttur og á með henni dótturina Bjarneyju, en báðar störfuðu þær þær Jenný og Herdís með Bjarna í veitingarekstrinum á hverjum tíma. Börn Herdísar af fyrra hjónabandi eru Rakel og Björn. Alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd Um Bjarna segir ennfremur að áhugamál hans hafi verið fiskveiði, ferðalög innanlands og sund en hann var fastagestur í Sundlaug Seltjarnarness. Félagar Bjarna Geirs í Klúbbi matreiðslumeistara segja hann hafa verið frumkvöðul á sviði íslenskrar matarmenningar og að hann hafi verið einn af þeim sem lögðu grunn að þeirri menningu sem klúbburinn stendur fyrir í dag — samvinnu, fagmennsku og virðingu fyrir hráefni og uppruna. Bjarni hafi alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, miðla reynslu og hvetja ungt fólk í faginu. Andlát Kokkalandsliðið Veitingastaðir Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Greint er frá andlátinu á heimasíðu Kokkalandsliðsins þar sem segir að Bjarni Geir hafi látist á dögunum. Bjarni Geir fæddist í Reykjavík árið 1951 og helgaði líf sitt matargerð, var menntaður matreiðslumeistari og útskrifaður frá veitingastaðnum Óðali við Austurvöll. Hann var fyrsti neminn sem lauk þaðan námi árið 1972. „Eftir útskrift hóf hann fjölbreyttan og litríkan starfsferil á mörgum kunnuglegum stöðum, meðal annars á Naustinu, á Skrínunni við Skólavörðustíg, á Ask við Laugaveg, og hann stofnaði sjálfur veitingastaðina Grillborg og Versali í Kópavogi, Stélið í Tryggvagötu, Rauða sófann á Hlemmi og Árnesti í Ármúla. Verk hans báru keim af eldmóði, hugviti og trú á íslenska matarmenningu. Frá árinu 1996 rak hann veitingasöluna Fljótt og Gott á BSÍ, sem varð fljótt eitt kunnasta kennileiti ferðamanna og Íslendinga á ferðinni. Bjarni tók við rekstrinum á tíma þegar veitingasalan var að dragast saman, en með einurð, vinnusemi og ástríðu fyrir góðum mat tókst honum á innan við tveimur árum að snúa rekstrinum við og byggja upp blómlega starfsemi. Hann lagði áherslu á íslenskar hefðir í einföldu og hlýju umhverfi, og sagði oft með brosi að hann vildi bjóða fólki upp á „kjamma og kók" sem varð landsþekkt slagorð. Bjarni var einnig lengi viðlóðinn kaffistofu Samhjálpar, þar sem hann lagði sig fram um að styðja þá sem áttu um sárt að binda. Þar nýtti hann bæði fagþekkingu sína og hlýtt hjarta til að skapa hlýlegt umhverfi og mannsæmandi máltíðir fyrir gestina. Starf hans þar var ekki aðeins þjónusta heldur köllun, og endurspeglaði trú hans á virðingu, umhyggju og reisn allra manna,“ segir á heimasíðu Kokkalandsliðsins. Bjarni Geir var tvígiftur, Jennýju Árnadóttur og á með henni dótturina Katrínu og síðar Herdísi Björnsdóttur og á með henni dótturina Bjarneyju, en báðar störfuðu þær þær Jenný og Herdís með Bjarna í veitingarekstrinum á hverjum tíma. Börn Herdísar af fyrra hjónabandi eru Rakel og Björn. Alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd Um Bjarna segir ennfremur að áhugamál hans hafi verið fiskveiði, ferðalög innanlands og sund en hann var fastagestur í Sundlaug Seltjarnarness. Félagar Bjarna Geirs í Klúbbi matreiðslumeistara segja hann hafa verið frumkvöðul á sviði íslenskrar matarmenningar og að hann hafi verið einn af þeim sem lögðu grunn að þeirri menningu sem klúbburinn stendur fyrir í dag — samvinnu, fagmennsku og virðingu fyrir hráefni og uppruna. Bjarni hafi alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, miðla reynslu og hvetja ungt fólk í faginu.
Andlát Kokkalandsliðið Veitingastaðir Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira