Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. nóvember 2025 22:03 Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala. vísir/bjarni Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í óvissu hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma. Þó nokkrar vendingar hafa orðið á húsnæðismarkaði síðustu vikur í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða þar sem skilmálar Íslandsbanka um óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólögmætir. Tímabundið býður bankinn aðeins upp á óverðtryggð lán á föstum vöxtum. Ríkisstjórnin hyggst eyða óvissu á markaði með því að birta vaxtaviðmið til grundvallar verðtryggðum lánum. Það mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. Þá tilkynnti fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands í gær að hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til fyrstu kaupenda verði hækkað úr 85 prósentum og í 90 prósent. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, fagnar því að lánþegaskilyrði séu rýmkuð í ljósi alls. „Það er mjög jákvætt að Seðlabankinn sé búinn að bregðast við ástandinu eins og það er núna. Og að minna á það úrræði sem fyrir var að það var undanþáguheimild á 35 prósent og 40 prósent reglunni varðandi ráðstöfunartekjurnar. Það var fimm prósent og hefur núna verið hækkað í tíu prósent þessi undanþáguheimild.“ Mun þetta koma að notum fyrir marga? „Einhverja. Eins og þetta er núna. Við erum að bíða eftir því að það sé aftur hægt að fá inn verðtryggðu lánin.“ Hún telur að óvissa muni ríkja þar til dómar falla í útistandandi vaxtamálum en fjögur mál eru enn fyrir Hæstarétti. „Þetta er óvissa sem er ekki búið að eyða enn þá. Þannig það er ekki gott fyrir fasteignamarkaðinn. Þannig staðan er ekki góð að þeim hluta til. Á meðan við munum ekki vita hvenær hlutirnir fara með þessi lán. Manstu til þess hvenær það ríkti jafnmikil óvissa á þessum markaði? „Ég hef ekki upplifað það á mínum ferli og er ég búin að vera starfa í þrettán ár. Ég held að þetta sé staða sem er mjög einstök í sögunni.“ Markaðurinn sé í raun í lausu lofti þótt fasteignaviðskipti haldi áfram að eiga sér stað. „En jú við getum ekkert annað gert en bara beðið eftir því hvað gerist og hvernig viðbrögðin verða og hvernig dómarnir munu falla. Við viljum auðvitað að þetta komi sem allra fyrst. Hver dagur sem líður og hver vika er auðvitað neikvæð fyrir fasteignamarkaðinn og framtíð hans því hann auðvitað hreyfir sig svo hægt.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vaxtamálið Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Þó nokkrar vendingar hafa orðið á húsnæðismarkaði síðustu vikur í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða þar sem skilmálar Íslandsbanka um óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólögmætir. Tímabundið býður bankinn aðeins upp á óverðtryggð lán á föstum vöxtum. Ríkisstjórnin hyggst eyða óvissu á markaði með því að birta vaxtaviðmið til grundvallar verðtryggðum lánum. Það mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. Þá tilkynnti fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands í gær að hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til fyrstu kaupenda verði hækkað úr 85 prósentum og í 90 prósent. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, fagnar því að lánþegaskilyrði séu rýmkuð í ljósi alls. „Það er mjög jákvætt að Seðlabankinn sé búinn að bregðast við ástandinu eins og það er núna. Og að minna á það úrræði sem fyrir var að það var undanþáguheimild á 35 prósent og 40 prósent reglunni varðandi ráðstöfunartekjurnar. Það var fimm prósent og hefur núna verið hækkað í tíu prósent þessi undanþáguheimild.“ Mun þetta koma að notum fyrir marga? „Einhverja. Eins og þetta er núna. Við erum að bíða eftir því að það sé aftur hægt að fá inn verðtryggðu lánin.“ Hún telur að óvissa muni ríkja þar til dómar falla í útistandandi vaxtamálum en fjögur mál eru enn fyrir Hæstarétti. „Þetta er óvissa sem er ekki búið að eyða enn þá. Þannig það er ekki gott fyrir fasteignamarkaðinn. Þannig staðan er ekki góð að þeim hluta til. Á meðan við munum ekki vita hvenær hlutirnir fara með þessi lán. Manstu til þess hvenær það ríkti jafnmikil óvissa á þessum markaði? „Ég hef ekki upplifað það á mínum ferli og er ég búin að vera starfa í þrettán ár. Ég held að þetta sé staða sem er mjög einstök í sögunni.“ Markaðurinn sé í raun í lausu lofti þótt fasteignaviðskipti haldi áfram að eiga sér stað. „En jú við getum ekkert annað gert en bara beðið eftir því hvað gerist og hvernig viðbrögðin verða og hvernig dómarnir munu falla. Við viljum auðvitað að þetta komi sem allra fyrst. Hver dagur sem líður og hver vika er auðvitað neikvæð fyrir fasteignamarkaðinn og framtíð hans því hann auðvitað hreyfir sig svo hægt.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vaxtamálið Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent