Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 10:47 Trump skildi ekki hvers vegna Bandaríkin ættu að taka á móti fólki frá löndum sem hann telur vera skítaholur. Vísir/AFP Sendiherra Haítí í Bandaríkjunum krefst þess að embættismenn Bandaríkjastjórnar útskýri ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kallaði landið og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Ummælin hafa valdið hneykslan víða um heim.Washington Post sagði frá því í gær að Trump hefði kallað Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkur Afríkuríki „skítaholur“ þegar hann ræddi við þingmenn um málamiðlun í innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar í Hvíta húsinu í gær. Skildi hann ekki hvers vegna Bandaríkin ættu að taka við fólki frá þessum löndum. Fulltrúar demókrata og nokkrir repúblikanar hafa fordæmt ummæli Trump. Uppákoman hefur endurnýjað gagnrýni um að Trump sé rasisti. „Ef þessi sláandi og skammarlegu ummæli Bandaríkjaforseta eru staðfest þá þykir mér það leitt en það eru engin önnur orð um það en rasisti,“ segir Rupert Colville, talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, að sögn BBC. Bandaríkjastjórn hefur ekki enn skipað nýjan sendiherra á Haítí en fulltrúi sendiráðsins mun funda með Jovenel Moïse, forseta landsins, vegna ummælanna í dag, að sögn CNN. Laurent Lamothe, fyrrverandi forseti Haítí, segir að heimsbyggðin hafi orðið vitni að „nýjum lægðum“ með ummælum Trump. Þau séu algerlega óásættanleg. „Þau sýna algert virðingarleysi og vanþekkingu af hálfu forseta sem hefur aldrei áður sést í sögu Bandaríkjanna,“ tísti Lamothe.Vicente Fox hefur verið harður og berorður gagnrýnandi Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPVicente Fox, fyrrverandi forseti Mexíkó sem hefur verið harður andstæðingur Trump, gekk enn lengra á Twitter. Sagði hann að mikilfengleiki Bandaríkjanna byggði á fjölbreytni og spurði Trump hvort að hann hefði gleymt því að hann kæmi sjálfur af innflytjendum. „Donald Trump, munnurinn á þér er fúlasta skítaholan í heiminum,“ tísti Fox. Ekki eru þó allir óánægðir með orðbragð Bandaríkjaforseta. CNN segir að starfsmenn Hvíta hússins telja að ummælin falli stuðingsmönnum forsetans vel í geð, svipað og þegar hann réðist að svörtum ruðningsleikmönnum sem krjúpa undir þjóðsöng Bandaríkjanna til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum.According to a White House official, staffers predict the President's “shithole” remark will resonate with his base, @kaitlancollins reports https://t.co/DNed8UOO8b pic.twitter.com/PycLhX7yDV— The Situation Room (@CNNSitRoom) January 11, 2018 Álitsgjafar Fox News, hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur verið Trump sérlega hliðholl, voru á sama máli og gerðu lítið úr ummælum forsetans, að því er kemur fram í umfjöllun Daily Beast. „Ég held að þetta séu annað hvort falsfréttir eða, ef þetta er satt, þá er það svona sem gleymda fólkið í Bandaríkjunum talar á barnum. Svona tengir Trump við fólk,“ sagði Jesse Watters, álitsgjafi stöðvarinnar. Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sendiherra Haítí í Bandaríkjunum krefst þess að embættismenn Bandaríkjastjórnar útskýri ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kallaði landið og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Ummælin hafa valdið hneykslan víða um heim.Washington Post sagði frá því í gær að Trump hefði kallað Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkur Afríkuríki „skítaholur“ þegar hann ræddi við þingmenn um málamiðlun í innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar í Hvíta húsinu í gær. Skildi hann ekki hvers vegna Bandaríkin ættu að taka við fólki frá þessum löndum. Fulltrúar demókrata og nokkrir repúblikanar hafa fordæmt ummæli Trump. Uppákoman hefur endurnýjað gagnrýni um að Trump sé rasisti. „Ef þessi sláandi og skammarlegu ummæli Bandaríkjaforseta eru staðfest þá þykir mér það leitt en það eru engin önnur orð um það en rasisti,“ segir Rupert Colville, talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, að sögn BBC. Bandaríkjastjórn hefur ekki enn skipað nýjan sendiherra á Haítí en fulltrúi sendiráðsins mun funda með Jovenel Moïse, forseta landsins, vegna ummælanna í dag, að sögn CNN. Laurent Lamothe, fyrrverandi forseti Haítí, segir að heimsbyggðin hafi orðið vitni að „nýjum lægðum“ með ummælum Trump. Þau séu algerlega óásættanleg. „Þau sýna algert virðingarleysi og vanþekkingu af hálfu forseta sem hefur aldrei áður sést í sögu Bandaríkjanna,“ tísti Lamothe.Vicente Fox hefur verið harður og berorður gagnrýnandi Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPVicente Fox, fyrrverandi forseti Mexíkó sem hefur verið harður andstæðingur Trump, gekk enn lengra á Twitter. Sagði hann að mikilfengleiki Bandaríkjanna byggði á fjölbreytni og spurði Trump hvort að hann hefði gleymt því að hann kæmi sjálfur af innflytjendum. „Donald Trump, munnurinn á þér er fúlasta skítaholan í heiminum,“ tísti Fox. Ekki eru þó allir óánægðir með orðbragð Bandaríkjaforseta. CNN segir að starfsmenn Hvíta hússins telja að ummælin falli stuðingsmönnum forsetans vel í geð, svipað og þegar hann réðist að svörtum ruðningsleikmönnum sem krjúpa undir þjóðsöng Bandaríkjanna til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum.According to a White House official, staffers predict the President's “shithole” remark will resonate with his base, @kaitlancollins reports https://t.co/DNed8UOO8b pic.twitter.com/PycLhX7yDV— The Situation Room (@CNNSitRoom) January 11, 2018 Álitsgjafar Fox News, hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur verið Trump sérlega hliðholl, voru á sama máli og gerðu lítið úr ummælum forsetans, að því er kemur fram í umfjöllun Daily Beast. „Ég held að þetta séu annað hvort falsfréttir eða, ef þetta er satt, þá er það svona sem gleymda fólkið í Bandaríkjunum talar á barnum. Svona tengir Trump við fólk,“ sagði Jesse Watters, álitsgjafi stöðvarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira