Sjö deilumál hjá sáttasemjara Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Það er kunnara en frá þurfi að segja að nýjum kjarasamningum í Karphúsinu er jafnan fagnað með því að hrært er í vöfflur. Nú er spurning hvort þess sé langt að bíða að næst verði hitað upp í vöfflujárninu. vísir/vilhelm Sjö kjaradeilumál eru á borði Ríkissáttasemjara núna í byrjun árs, en fleiri félög eru með lausa samninga og gætu vísað málum sínum þangað á næstunni.Maríanna H. HelgadóttirFélag íslenskra náttúrufræðinga er hið eina af sautján aðildarfélögum Bandalags háskólamanna sem hefur vísað deilu sinni til sáttasemjara en samningar allra félaganna hafa verið lausir síðan 1. september. Maríanna H. Helgadóttir, formaður félagsins, sagði lítið þokast í átt að samkomulagi eftir fund hjá sáttasemjara í gær. „Við vísuðum okkar deilu þangað í október þegar ljóst var að hvorki gekk né rak að ræða við samninganefnd ríkisins,“ segir Maríanna en tekur þó fram að enginn árangur hafi náðst. „Þetta er mjög alvarlegt því að þeir virðast ekki vera reiðubúnir til að gera neitt til að leiðrétta laun háskólamanna sem vinna hjá ríkinu,“ bætir hún við. Hún tekur fram að í samkomulagi um að samræma lífeyrisréttindi á milli markaða hafi verið kveðið á um að líka ætti að jafna laun á milli markaða. Maríanna segir aðalkröfu félagsins vera þá að lægstu laun félagsmanna verði hækkuð upp í 400 þúsund krónur frá og með 1. september síðastliðnum. „Þetta eru 84 stöðugildi sem eru launasett undir 400 þúsundum,“ segir Maríanna. Vinnufundur er áformaður í deilunni í næstu viku og svo verður fundað aftur 17. janúar. Stóra spurningin fram undan er svo hvort Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið telji að forsendur þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru árið 2015 séu enn fyrir hendi eða ekki. Þær forsendur voru að ríkisstjórnin myndi efna fyrirheit, meðal annars um uppbyggingu félagslegs húsnæðis, að launastefna og launahækkanir í samningi SA og ASÍ yrðu stefnumarkandi á vinnumarkaðnum og að kaupmáttur myndi aukast. Meti forsendunefnd SA og ASÍ það þannig að forsendur kjarasamninga aðildarfélaganna séu brostnar verða kjarasamningar teknir upp að nýju. Ef forsendurnar halda munu samningarnir halda gildi sínu fram í desember. Í lok ársins gerir Ríkissáttasemjari svo ráð fyrir að 79 samningar verði lausir. Eftirfarandi mál eru hjá RíkissáttasemjaraFélag íslenskra náttúrufræðinga og samninganefnd ríkisinsKennarasamband Íslands og samninganefnd ríkisins vegna framhaldsskólakennaraFélag íslenskra atvinnuflugmanna og SA vegna flugmanna hjá IcelandairFlugvirkjafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna flugvirkja hjá AtlantaFlugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna flugfreyja hjá Primera airFélag skipstjórnarmanna og VM og Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna á hvalaskoðunarskipum Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forseti ASÍ segir stefna í óefni á vinnumarkaði Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. 21. desember 2017 19:55 Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Sjö kjaradeilumál eru á borði Ríkissáttasemjara núna í byrjun árs, en fleiri félög eru með lausa samninga og gætu vísað málum sínum þangað á næstunni.Maríanna H. HelgadóttirFélag íslenskra náttúrufræðinga er hið eina af sautján aðildarfélögum Bandalags háskólamanna sem hefur vísað deilu sinni til sáttasemjara en samningar allra félaganna hafa verið lausir síðan 1. september. Maríanna H. Helgadóttir, formaður félagsins, sagði lítið þokast í átt að samkomulagi eftir fund hjá sáttasemjara í gær. „Við vísuðum okkar deilu þangað í október þegar ljóst var að hvorki gekk né rak að ræða við samninganefnd ríkisins,“ segir Maríanna en tekur þó fram að enginn árangur hafi náðst. „Þetta er mjög alvarlegt því að þeir virðast ekki vera reiðubúnir til að gera neitt til að leiðrétta laun háskólamanna sem vinna hjá ríkinu,“ bætir hún við. Hún tekur fram að í samkomulagi um að samræma lífeyrisréttindi á milli markaða hafi verið kveðið á um að líka ætti að jafna laun á milli markaða. Maríanna segir aðalkröfu félagsins vera þá að lægstu laun félagsmanna verði hækkuð upp í 400 þúsund krónur frá og með 1. september síðastliðnum. „Þetta eru 84 stöðugildi sem eru launasett undir 400 þúsundum,“ segir Maríanna. Vinnufundur er áformaður í deilunni í næstu viku og svo verður fundað aftur 17. janúar. Stóra spurningin fram undan er svo hvort Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið telji að forsendur þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru árið 2015 séu enn fyrir hendi eða ekki. Þær forsendur voru að ríkisstjórnin myndi efna fyrirheit, meðal annars um uppbyggingu félagslegs húsnæðis, að launastefna og launahækkanir í samningi SA og ASÍ yrðu stefnumarkandi á vinnumarkaðnum og að kaupmáttur myndi aukast. Meti forsendunefnd SA og ASÍ það þannig að forsendur kjarasamninga aðildarfélaganna séu brostnar verða kjarasamningar teknir upp að nýju. Ef forsendurnar halda munu samningarnir halda gildi sínu fram í desember. Í lok ársins gerir Ríkissáttasemjari svo ráð fyrir að 79 samningar verði lausir. Eftirfarandi mál eru hjá RíkissáttasemjaraFélag íslenskra náttúrufræðinga og samninganefnd ríkisinsKennarasamband Íslands og samninganefnd ríkisins vegna framhaldsskólakennaraFélag íslenskra atvinnuflugmanna og SA vegna flugmanna hjá IcelandairFlugvirkjafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna flugvirkja hjá AtlantaFlugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna flugfreyja hjá Primera airFélag skipstjórnarmanna og VM og Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna á hvalaskoðunarskipum
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forseti ASÍ segir stefna í óefni á vinnumarkaði Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. 21. desember 2017 19:55 Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Forseti ASÍ segir stefna í óefni á vinnumarkaði Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. 21. desember 2017 19:55
Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00