Háttsettir ráðherrar í Póllandi reknir Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2018 12:56 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, eiga fund með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Frank Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, í Brussel í dag. Vísir/AFP Þrír háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Póllands hafa verið reknir. Andrzej Duda forseti rak í dag, eftir ráðleggingar frá Mateusz Morawiecki forsætisráðherra, utanríkisráðherrann Witold Waszczykowski, varnarmálaráðherrann Antoni Macierewicz og umhverfisráðherrann Jan Szyszko. Fréttaskýrendur segja að með þessu vilji Póllandsstjórn lægja öldur í samskiptum pólskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur veitt Póllandsstjórn áminningu vegna fyrirhugaðra lagabreytinga sem myndu auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara í landinu. ESB telur að breytingarnar stríði gegn grundvallargildum sambandsins. Breytingarnar eru einnig gerðar á sama tíma og ESB hefur vinnu við nýja sjö ára fjármálaáætlun þar sem línur verða lagðar hvað aðildarríkin munu fá úr sameiginlegum sjóðum sambandsins. Pólland er sem stendur það aðildarríki sem þiggur mestu styrkina umfram það sem þeir leggja til sambandsins, að því er fram kemur í frétt Reuters.Deilt um frumskóg Umhverfisráðherrann Szyszko hefur sætt mikilli gagnrýni að undanförnu eftir að hann heimilaði umfangsmikið skógarhögg í Białowieża-frumskóginum, einum síðasta frumskógi Evrópu. Białowieża-skógurinn er á heimsminjaskrá UNESCO, er syðst í Póllandi og teygir sig inn fyrir landamæri Hvíta-Rússlands. Varnarmálaráðherrann fyrrverandi, Macierewicz, hefur verið gagnrýndur vegna tafa við uppbyggingu pólska hersins, auk þess að hann hefur átt í útistöðum við hershöfðingja.Tók við embætti í desember Morawiecki tók við sem forsætisráðherra Póllands í síðasta mánuði af Beata Szydlo. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra. Morawiecki mun eiga fund með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Frank Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, í Brussel í dag. Aðstoðarutanríkisráðherrann Jacek Czaputowicz er nýr utanríkisráðherra landsins. Evrópusambandið Tengdar fréttir Forsætisráðherra Póllands segir af sér Fjármálaráðherrann Mateusz Morawiecki mun taka við embætti forsætisráðherra landsins. 8. desember 2017 09:47 Pólverjar fá sögulega áminningu frá ESB Framkvæmdastjórn ESB áminnti í dag Pólverja fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. 20. desember 2017 14:06 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Þrír háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Póllands hafa verið reknir. Andrzej Duda forseti rak í dag, eftir ráðleggingar frá Mateusz Morawiecki forsætisráðherra, utanríkisráðherrann Witold Waszczykowski, varnarmálaráðherrann Antoni Macierewicz og umhverfisráðherrann Jan Szyszko. Fréttaskýrendur segja að með þessu vilji Póllandsstjórn lægja öldur í samskiptum pólskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur veitt Póllandsstjórn áminningu vegna fyrirhugaðra lagabreytinga sem myndu auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara í landinu. ESB telur að breytingarnar stríði gegn grundvallargildum sambandsins. Breytingarnar eru einnig gerðar á sama tíma og ESB hefur vinnu við nýja sjö ára fjármálaáætlun þar sem línur verða lagðar hvað aðildarríkin munu fá úr sameiginlegum sjóðum sambandsins. Pólland er sem stendur það aðildarríki sem þiggur mestu styrkina umfram það sem þeir leggja til sambandsins, að því er fram kemur í frétt Reuters.Deilt um frumskóg Umhverfisráðherrann Szyszko hefur sætt mikilli gagnrýni að undanförnu eftir að hann heimilaði umfangsmikið skógarhögg í Białowieża-frumskóginum, einum síðasta frumskógi Evrópu. Białowieża-skógurinn er á heimsminjaskrá UNESCO, er syðst í Póllandi og teygir sig inn fyrir landamæri Hvíta-Rússlands. Varnarmálaráðherrann fyrrverandi, Macierewicz, hefur verið gagnrýndur vegna tafa við uppbyggingu pólska hersins, auk þess að hann hefur átt í útistöðum við hershöfðingja.Tók við embætti í desember Morawiecki tók við sem forsætisráðherra Póllands í síðasta mánuði af Beata Szydlo. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra. Morawiecki mun eiga fund með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Frank Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, í Brussel í dag. Aðstoðarutanríkisráðherrann Jacek Czaputowicz er nýr utanríkisráðherra landsins.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Forsætisráðherra Póllands segir af sér Fjármálaráðherrann Mateusz Morawiecki mun taka við embætti forsætisráðherra landsins. 8. desember 2017 09:47 Pólverjar fá sögulega áminningu frá ESB Framkvæmdastjórn ESB áminnti í dag Pólverja fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. 20. desember 2017 14:06 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Forsætisráðherra Póllands segir af sér Fjármálaráðherrann Mateusz Morawiecki mun taka við embætti forsætisráðherra landsins. 8. desember 2017 09:47
Pólverjar fá sögulega áminningu frá ESB Framkvæmdastjórn ESB áminnti í dag Pólverja fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. 20. desember 2017 14:06