Moore segir Bandaríkjamenn hafa hafnað guði Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2017 16:51 Moore var afar umdeildur jafnvel áður en hann var sakaður um kynferðisleg samskipti við unglingsstúlkur. Hann hafði sagt að múslimar gætu ekki tekið sæti á Bandaríkjaþingi og neitaði að viðurkenna dóm Hæstaréttar sem lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra. Vísir/AFP Roy Moore, frambjóðandi repúblikana sem tapaði kosningum í Alabama á þriðjudag, sakar utanaðkomandi hópa um að hafa spillt kosningunum þar. Hann neitar enn að viðurkenna ósigur og segir að bandaríska þjóðin sé hætt að viðurkenna guð sem uppsprettu lífs hennar og frelsis. Demókratinn Doug Jones vann óvæntan og nauman sigur á Moore í sérstökum kosningum um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í Alabama á þriðjudag. Repúblikanar eru alla jafna með yfirburðastöðu í ríkinu en ásakanir um að Moore hefði átt kynferðisleg samskipti við unglingsstúlkur gerði Jones kleift að vinna, fyrstur demókrata þar í aldarfjórðung. Aðeins munaði 1,5 prósentustigum á Jones og Moore og hefur sá síðarnefndi neitað að viðurkenna ósigur. Í myndbandsávarpi sem Moore birti í dag fer hann mikinn um kosningarnar og hvert hann telur bandarískt samfélag stefna. „Siðleysi fer sem stormsveipur yfir landið,“ segir Moore. Bölsótaðist hann út í réttindi samkynhneigðra, fóstureyðingar og „rétt karlmanns til að segjast vera kona og öfugt“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fóstureyðingar, samkynhneigð og efnishyggja hafa tekið við af lífi, frelsi og leitinni að hamingju,“ sagði Moore og vísaði þar til fleygra orða úr sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Fyrir utan að fullyrða að utanaðkomandi hópar „sem vilja halda völdum og spilltri hugmyndafræði sinni“ hafi dælt tugum milljóna dollara inn í kosningabaráttuna í Alabama kveiknar Moore sér undan því að utankjörfundaratkvæði fjarstaddra hermanna og annarra hafi enn ekki verið talin. Innanríkisráðherra Alabama segir að þau atkvæði gætu haldið áfram að berast þar til á þriðjudag en telur afar ólíklegt að það komi í veg fyrir að Jones verði lýstur endanlegur sigurvegari kosninganna. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Moore játar ekki ósigur Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. 14. desember 2017 07:00 Alabamabúar gætu kosið meintan barnaníðing á þing í dag Þrátt fyrir ásakanir um að annar frambjóðandinn hafi brotið gegn ungum stúlkum er afar tvísýnt um úrslit sérstakra kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama í dag. 12. desember 2017 12:30 Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Roy Moore, frambjóðandi repúblikana sem tapaði kosningum í Alabama á þriðjudag, sakar utanaðkomandi hópa um að hafa spillt kosningunum þar. Hann neitar enn að viðurkenna ósigur og segir að bandaríska þjóðin sé hætt að viðurkenna guð sem uppsprettu lífs hennar og frelsis. Demókratinn Doug Jones vann óvæntan og nauman sigur á Moore í sérstökum kosningum um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í Alabama á þriðjudag. Repúblikanar eru alla jafna með yfirburðastöðu í ríkinu en ásakanir um að Moore hefði átt kynferðisleg samskipti við unglingsstúlkur gerði Jones kleift að vinna, fyrstur demókrata þar í aldarfjórðung. Aðeins munaði 1,5 prósentustigum á Jones og Moore og hefur sá síðarnefndi neitað að viðurkenna ósigur. Í myndbandsávarpi sem Moore birti í dag fer hann mikinn um kosningarnar og hvert hann telur bandarískt samfélag stefna. „Siðleysi fer sem stormsveipur yfir landið,“ segir Moore. Bölsótaðist hann út í réttindi samkynhneigðra, fóstureyðingar og „rétt karlmanns til að segjast vera kona og öfugt“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fóstureyðingar, samkynhneigð og efnishyggja hafa tekið við af lífi, frelsi og leitinni að hamingju,“ sagði Moore og vísaði þar til fleygra orða úr sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Fyrir utan að fullyrða að utanaðkomandi hópar „sem vilja halda völdum og spilltri hugmyndafræði sinni“ hafi dælt tugum milljóna dollara inn í kosningabaráttuna í Alabama kveiknar Moore sér undan því að utankjörfundaratkvæði fjarstaddra hermanna og annarra hafi enn ekki verið talin. Innanríkisráðherra Alabama segir að þau atkvæði gætu haldið áfram að berast þar til á þriðjudag en telur afar ólíklegt að það komi í veg fyrir að Jones verði lýstur endanlegur sigurvegari kosninganna.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Moore játar ekki ósigur Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. 14. desember 2017 07:00 Alabamabúar gætu kosið meintan barnaníðing á þing í dag Þrátt fyrir ásakanir um að annar frambjóðandinn hafi brotið gegn ungum stúlkum er afar tvísýnt um úrslit sérstakra kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama í dag. 12. desember 2017 12:30 Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Moore játar ekki ósigur Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. 14. desember 2017 07:00
Alabamabúar gætu kosið meintan barnaníðing á þing í dag Þrátt fyrir ásakanir um að annar frambjóðandinn hafi brotið gegn ungum stúlkum er afar tvísýnt um úrslit sérstakra kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama í dag. 12. desember 2017 12:30
Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57