Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Þórdís Valsdóttir skrifar 16. desember 2017 12:06 Mira Sorvino skaust upp á stjörnuhimininn árið 1995 þegar hún vann til verðlauna eftir leik sinn í Woody Allen myndinni Mighty Aphrodite. Hún hefur sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og telur hann hafa valdið því að ferill hennar fór út af sporinu. Vísir/getty Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. Sorvino er ein af fjölmörgum konum sem sakað hafa framleiðandann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Leikstjórinn Peter Jackson sagði í viðtali í vikunni að hann telji að Weinstein bræðurnir hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Harvey kynferðislega. Hann segir að fulltrúar Miramax, framleiðslufyrirtæki bræðranna, hafi sagt við hann árið 1998 að það væri ómögulegt að vinna með þeim og að hann ætti að forðast þær eins og heitan eldinn. Mira Sorvino og Ashley Judd hafa báðar sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni en Jackson segir að hann hafi haft áhuga á því að ráða þær báðar til að leika í Lord of the Rings þríleiknum sem hann leikstýrði. Upprunalega átti Miramax að framleiða þríleikinn en svo varð ekki. „Á þessum tíma hafði ég enga ástæðu til að draga í efa það sem þeir sögðu mér, en eftir á að hyggja geri ég mér grein fyrir því að líklega var þetta rógsherferð Miramax í fullum gangi,“ segir Jackson. Hann segir að í kjölfar þessara upplýsinga frá Miramax hafi nöfn þeirra beggja verið tekin út af leikaravalslista fyrirtækis hans. Sorvino brást við ummælum Jackson og tjáði sig um málið á Twitter reikningi sínum. „Ég var að sjá þetta eftir að ég vaknaði, ég brast í grát. Þarna er staðfesting um að Harvey Weinstein hafi sett feril minn út af sporinu, nokkuð sem mig grunaði en ég var óviss um. Takk Peter Jackson fyrir að vera hreinskilinn. Ég er niðurbrotin.“ Harvey Weinstein var þar til fyrir skömmu einn valdamesti maður Hollywood. Hann var rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu eftir að fjöldi kvenna hafði greint opinberlega frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu Weinstein.Vísir/Getty Neitar ásökunum enn og aftur Harvey Weinstein hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér. Hann gaf út yfilýsingu í gær þar sem hann segir að ásakanir þess efnis að hann hafi sett konurnar á svartan lista séu ekki sannar. Þar segir hann Miramax hafi ekki komið nálægt leikaravali fyrir Lord of the Rings. Hann segir einnig að Ashley Judd hafi verið valin í hlutverk í tveimur kvikmyndum á hans vegum og að Sorvino hafi alltaf komið til greina í hans kvikmyndum. Peter Jackson segir að fullyrðingar Weinstein bræðranna um leikkonurnar hafi orðið til þess að þær komu ekki til greina fyrir hlutverk í þríleiknum. Jackson hefur ekki unnið með Weinstein síðan. Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58 Weinstein sakaður um að brjóta gegn lögum um mansal Leikkonan höfðar mál á hendur honum vegna atviks á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2004. 27. nóvember 2017 22:39 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. Sorvino er ein af fjölmörgum konum sem sakað hafa framleiðandann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Leikstjórinn Peter Jackson sagði í viðtali í vikunni að hann telji að Weinstein bræðurnir hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Harvey kynferðislega. Hann segir að fulltrúar Miramax, framleiðslufyrirtæki bræðranna, hafi sagt við hann árið 1998 að það væri ómögulegt að vinna með þeim og að hann ætti að forðast þær eins og heitan eldinn. Mira Sorvino og Ashley Judd hafa báðar sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni en Jackson segir að hann hafi haft áhuga á því að ráða þær báðar til að leika í Lord of the Rings þríleiknum sem hann leikstýrði. Upprunalega átti Miramax að framleiða þríleikinn en svo varð ekki. „Á þessum tíma hafði ég enga ástæðu til að draga í efa það sem þeir sögðu mér, en eftir á að hyggja geri ég mér grein fyrir því að líklega var þetta rógsherferð Miramax í fullum gangi,“ segir Jackson. Hann segir að í kjölfar þessara upplýsinga frá Miramax hafi nöfn þeirra beggja verið tekin út af leikaravalslista fyrirtækis hans. Sorvino brást við ummælum Jackson og tjáði sig um málið á Twitter reikningi sínum. „Ég var að sjá þetta eftir að ég vaknaði, ég brast í grát. Þarna er staðfesting um að Harvey Weinstein hafi sett feril minn út af sporinu, nokkuð sem mig grunaði en ég var óviss um. Takk Peter Jackson fyrir að vera hreinskilinn. Ég er niðurbrotin.“ Harvey Weinstein var þar til fyrir skömmu einn valdamesti maður Hollywood. Hann var rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu eftir að fjöldi kvenna hafði greint opinberlega frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu Weinstein.Vísir/Getty Neitar ásökunum enn og aftur Harvey Weinstein hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér. Hann gaf út yfilýsingu í gær þar sem hann segir að ásakanir þess efnis að hann hafi sett konurnar á svartan lista séu ekki sannar. Þar segir hann Miramax hafi ekki komið nálægt leikaravali fyrir Lord of the Rings. Hann segir einnig að Ashley Judd hafi verið valin í hlutverk í tveimur kvikmyndum á hans vegum og að Sorvino hafi alltaf komið til greina í hans kvikmyndum. Peter Jackson segir að fullyrðingar Weinstein bræðranna um leikkonurnar hafi orðið til þess að þær komu ekki til greina fyrir hlutverk í þríleiknum. Jackson hefur ekki unnið með Weinstein síðan.
Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58 Weinstein sakaður um að brjóta gegn lögum um mansal Leikkonan höfðar mál á hendur honum vegna atviks á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2004. 27. nóvember 2017 22:39 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58
Weinstein sakaður um að brjóta gegn lögum um mansal Leikkonan höfðar mál á hendur honum vegna atviks á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2004. 27. nóvember 2017 22:39
Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46
Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01
Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12