Þarna fór Isavia yfir strikið Kári Jónasson skrifar 7. desember 2017 07:00 Eiginlega er ríkisfyrirtækið Isavia ríki í ríkinu og lifir sjálfstæðu lífi utan allra siðferðilegra marka að manni finnst. Síðasta útspil fyrirtækisins sem hljóðar upp á að taka tæplega 20 þúsund krónur fyrir að leyfa rútu að hafa viðdvöl við flugstöðina í kannski eina klukkustund, eða lengur eða skemur. Það er eitt að taka sanngjarnt gjald fyrir bílastæði eins og ég hef reyndar alloft bent á í opinberri umræðu, eða að skella þessu gjaldi á svo til fyrirvaralaust. Það er eins og menn skilji aldrei að gjöld og álögur á ferðaþjónustuna verður að tilkynna með minnst eins til eins og hálfs árs fyrirvara – þetta er ekki bara eins og þegar kaupmaðurinn hækkar verðið á kjötfarsinu eftir helgi og enginn tekur eftir því . Í ferðaþjónustunni gilda allt önnur lögmál, eins og forráðamenn Isavia ættu að vita. Þetta rútubílastæðagjald virðist vera lagt á til að standa undir einhverri annarri starfsemi við flugstöðina en bílastæðum fyrir rútur. Þá er það spurning hvers vegna rútufyrirtækin og þar með rútufarþegar eigi að standa undir annarri starfsemi á staðnum. Stjórnendur fyrirtækisins segjast vera í samkeppni við aðra flugvelli, en það er svolítið skondið að það sé mun ódýrara að hafa stóra þotu á flugvélastæðinu í sex tíma en nokkrar rútur í skamman tíma á rútustæðinu. Þetta sýnir kannski fáránleikann í málinu. Sum stóru rútufyrirtækin hafa sagt að þau verði að greiða hátt í hálfa milljón á dag fyrir að sækja farþega á völlinn. Lítið fyrirtæki sem ég vinn svolítið fyrir sýnist mér að þurfi að greiða næstum fjórar milljónir næsta sumar. Isavia , skilst mér, heyrir undir tvo ráðherra; þ.e. fjármálaráðherra sem fer með hlutaféð og svo samgönguráðherra. Líklega kemur ferðamálaráðherrann þarna líka við sögu beint eða óbeint. Þessir þrír ráðherrar hljóta að láta til sín taka varðandi þetta mál – annað er óhugsandi. Að lokum: Það er sjálfsagt að greiða fyrir bílastæðin, en ekki þessa ótrúlegu upphæð. Höfundur er leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Jónasson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Eiginlega er ríkisfyrirtækið Isavia ríki í ríkinu og lifir sjálfstæðu lífi utan allra siðferðilegra marka að manni finnst. Síðasta útspil fyrirtækisins sem hljóðar upp á að taka tæplega 20 þúsund krónur fyrir að leyfa rútu að hafa viðdvöl við flugstöðina í kannski eina klukkustund, eða lengur eða skemur. Það er eitt að taka sanngjarnt gjald fyrir bílastæði eins og ég hef reyndar alloft bent á í opinberri umræðu, eða að skella þessu gjaldi á svo til fyrirvaralaust. Það er eins og menn skilji aldrei að gjöld og álögur á ferðaþjónustuna verður að tilkynna með minnst eins til eins og hálfs árs fyrirvara – þetta er ekki bara eins og þegar kaupmaðurinn hækkar verðið á kjötfarsinu eftir helgi og enginn tekur eftir því . Í ferðaþjónustunni gilda allt önnur lögmál, eins og forráðamenn Isavia ættu að vita. Þetta rútubílastæðagjald virðist vera lagt á til að standa undir einhverri annarri starfsemi við flugstöðina en bílastæðum fyrir rútur. Þá er það spurning hvers vegna rútufyrirtækin og þar með rútufarþegar eigi að standa undir annarri starfsemi á staðnum. Stjórnendur fyrirtækisins segjast vera í samkeppni við aðra flugvelli, en það er svolítið skondið að það sé mun ódýrara að hafa stóra þotu á flugvélastæðinu í sex tíma en nokkrar rútur í skamman tíma á rútustæðinu. Þetta sýnir kannski fáránleikann í málinu. Sum stóru rútufyrirtækin hafa sagt að þau verði að greiða hátt í hálfa milljón á dag fyrir að sækja farþega á völlinn. Lítið fyrirtæki sem ég vinn svolítið fyrir sýnist mér að þurfi að greiða næstum fjórar milljónir næsta sumar. Isavia , skilst mér, heyrir undir tvo ráðherra; þ.e. fjármálaráðherra sem fer með hlutaféð og svo samgönguráðherra. Líklega kemur ferðamálaráðherrann þarna líka við sögu beint eða óbeint. Þessir þrír ráðherrar hljóta að láta til sín taka varðandi þetta mál – annað er óhugsandi. Að lokum: Það er sjálfsagt að greiða fyrir bílastæðin, en ekki þessa ótrúlegu upphæð. Höfundur er leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar