Konur Saturday Night Live styðja Franken Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2017 14:54 Al Franken, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins. Vísir/Getty Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum Al Franken við gerð Saturday Night Live hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir stuðningi við hann. Þær segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu og að engin þeirra hafi upplifað óviðeigandi hegðun að nokkru leyti. Franken hefur verið sakaður um káfa á tveimur konum og kyssa aðra þeirra gegn vilja hennar. Útvarpskonan Leeann Tweeden sakaði Franken um að grípa um brjóst hennar þegar hún var sofandi og kyssa hana gegn vilja hennar. Franken hefur beðist afsökunar og sagðist Tweeden samþykkja afsökunarbeiðnina. Svo steig Lindsay Menz fram og sagði hann hafa gripið í rass hennar í myndatöku árið 2010. Þá var hann orðinn þingmaður. Franken starfaði við SNL í 15 ár og þá bæði sem rithöfundur og leikari. Konurnar 36 segjast hafa starfað með honum á þeim tíma. Meðal þeirra, samkvæmt Frétt Entertainment Weekly eru Jane Curtain og Laraine Newman. „Okkur finnst við þurfa að koma Al Franken til varnar. Við höfum allar notið þeirrar ánægju að starfa með honum í gegnum árinu í SNL. Það sem Al gerði var heimskulegt og kjánalegt og við teljum að það hafi verið rétt af honum að biðja Tweeden og almenning afsökunar. Við þekkjum Al sem tryggan og trúan fjölskyldumann, yndislegan grínista og heiðarlegan opinberan starfsmann. Það er ástæða þess að við viljum taka fram að engin af okkur upplifði nokkurs konar óviðeigandi hegðun af hans hálfu. Við viljum taka fram að við kunnum að meta það að hann kom fram við okkur allar af mikilli virðingu.“ JUST IN: Women staff of "Saturday Night Live" sign letter in support of Sen. Al Franken pic.twitter.com/osN6IwMgvB— NBC News (@NBCNews) November 21, 2017 MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum Al Franken við gerð Saturday Night Live hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir stuðningi við hann. Þær segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu og að engin þeirra hafi upplifað óviðeigandi hegðun að nokkru leyti. Franken hefur verið sakaður um káfa á tveimur konum og kyssa aðra þeirra gegn vilja hennar. Útvarpskonan Leeann Tweeden sakaði Franken um að grípa um brjóst hennar þegar hún var sofandi og kyssa hana gegn vilja hennar. Franken hefur beðist afsökunar og sagðist Tweeden samþykkja afsökunarbeiðnina. Svo steig Lindsay Menz fram og sagði hann hafa gripið í rass hennar í myndatöku árið 2010. Þá var hann orðinn þingmaður. Franken starfaði við SNL í 15 ár og þá bæði sem rithöfundur og leikari. Konurnar 36 segjast hafa starfað með honum á þeim tíma. Meðal þeirra, samkvæmt Frétt Entertainment Weekly eru Jane Curtain og Laraine Newman. „Okkur finnst við þurfa að koma Al Franken til varnar. Við höfum allar notið þeirrar ánægju að starfa með honum í gegnum árinu í SNL. Það sem Al gerði var heimskulegt og kjánalegt og við teljum að það hafi verið rétt af honum að biðja Tweeden og almenning afsökunar. Við þekkjum Al sem tryggan og trúan fjölskyldumann, yndislegan grínista og heiðarlegan opinberan starfsmann. Það er ástæða þess að við viljum taka fram að engin af okkur upplifði nokkurs konar óviðeigandi hegðun af hans hálfu. Við viljum taka fram að við kunnum að meta það að hann kom fram við okkur allar af mikilli virðingu.“ JUST IN: Women staff of "Saturday Night Live" sign letter in support of Sen. Al Franken pic.twitter.com/osN6IwMgvB— NBC News (@NBCNews) November 21, 2017
MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira