Moore tók fyrst eftir eiginkonu sinni þegar hún var táningur Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2017 19:44 Ef marka má orð Moore sjálfs náði eiginkona hans fyrst athygli hans þegar hún var 15-16 ára en hann þrítugur. Vísir/AFP Roy Moore, frambjóðandi repúblikana til annars öldungadeildarþingsætis Alabama, segist hafa fyrst tekið eftir framtíðareiginkonu sinni þegar hún var aðeins fimtán eða sextán ára gömul en hann á fertugsaldri. Fjöldi kvenna hefur sakað Moore um að hafa elst við sig eða haft uppi kynferðislega tilburði við þær þegar þær voru unglingar eða ungar konur. CNN-fréttastöðin rifjar upp það sem Moore hefur sagt um kynni hans og eiginkonu hans, Kayla Kisor. Moore og Kisor giftu sig þegar hann var 38 ára gamall en hún 24 ára Í viðtali í sumar sagði Moore hins vegar að hann hefði fyrst tekið eftir Kisor „mörgum árum fyrr“ þegar hann sá Kisor á danssýningu. „Ég man eftir nafninu hennar, það var Kayla Kisor. KK. En ég man það og ég hitti hana ekki þar...það var, svei mér þá, átta árum seinna eða eitthvað sem ég hitti hana. Og þegar hún sagði mér nafnið sitt þá mundi ég það,“ sagði Moore. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2009 skrifaði Moore einnig um þegar hann sá Kisor fyrst. Þau byrjuðu fyrst að slá sér upp þegar hún var 23 ára gömul og giftu sig ári síðar. Í bókinni rifjar hann sömuleiðis upp að hann hafi séð hana mörgum árum fyrr. „Ég var spenntur að hitta hana, ég byrjaði á línunni: „Höfum við ekki hist einhvers staðar áður?“ „Ég held ekki,“ svaraði hún,“ segir í bókinni. Ekkert bendir þó til þess að Moore og Kisor hafi átt í neinu sambandi þegar hún var unglingur. Nokkrar kvennanna sem hafa sagt að Moore hafi elst við sig þegar þær voru ungar að árum saka hann jafnframt um kynferðislega áreitni eða árásir. Moore hefur harðneitað öllum ásökununum. Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Roy Moore, frambjóðandi repúblikana til annars öldungadeildarþingsætis Alabama, segist hafa fyrst tekið eftir framtíðareiginkonu sinni þegar hún var aðeins fimtán eða sextán ára gömul en hann á fertugsaldri. Fjöldi kvenna hefur sakað Moore um að hafa elst við sig eða haft uppi kynferðislega tilburði við þær þegar þær voru unglingar eða ungar konur. CNN-fréttastöðin rifjar upp það sem Moore hefur sagt um kynni hans og eiginkonu hans, Kayla Kisor. Moore og Kisor giftu sig þegar hann var 38 ára gamall en hún 24 ára Í viðtali í sumar sagði Moore hins vegar að hann hefði fyrst tekið eftir Kisor „mörgum árum fyrr“ þegar hann sá Kisor á danssýningu. „Ég man eftir nafninu hennar, það var Kayla Kisor. KK. En ég man það og ég hitti hana ekki þar...það var, svei mér þá, átta árum seinna eða eitthvað sem ég hitti hana. Og þegar hún sagði mér nafnið sitt þá mundi ég það,“ sagði Moore. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2009 skrifaði Moore einnig um þegar hann sá Kisor fyrst. Þau byrjuðu fyrst að slá sér upp þegar hún var 23 ára gömul og giftu sig ári síðar. Í bókinni rifjar hann sömuleiðis upp að hann hafi séð hana mörgum árum fyrr. „Ég var spenntur að hitta hana, ég byrjaði á línunni: „Höfum við ekki hist einhvers staðar áður?“ „Ég held ekki,“ svaraði hún,“ segir í bókinni. Ekkert bendir þó til þess að Moore og Kisor hafi átt í neinu sambandi þegar hún var unglingur. Nokkrar kvennanna sem hafa sagt að Moore hafi elst við sig þegar þær voru ungar að árum saka hann jafnframt um kynferðislega áreitni eða árásir. Moore hefur harðneitað öllum ásökununum.
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08
Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14
Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33