Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2017 23:15 Roy Moore. Vísir/Getty Repúblikaninn Roy Moore segir það alrangt að hann hafi elst við táningsstúlkur þegar hann var á fertugsaldri. Kona að nafni Leigh Corfman steig fram í síðustu viku og sakaði Moore í viðtali við Washington Post um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Sjálfur segir Moore að Washington Post sé að reyna að klekkja á honum og að kjósendur muni sjá í gegnum þetta „leikrit“. Corfman sagði að Moore hefði klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Sjá einnig: Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Þrjár aðrar konur ræddu við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Í ræðu fyrir framan aðra repúblikana í Alabama sagði Moore að tímasetning fréttar Washington Post, svo skömmu fyrir kosningarnar, sýni fram á að um tilraun til að grafa undan framboði hans sé að ræða. „Þessar árásir snúast um börn og eru algerlega rangar og um eitthvað sem gerðist fyrir nærri því 40 árum. Auk þess að vera rangar eru þær særandi fyrir mig persónulega. Ég hefur verið giftur eiginkonu minni Kayla í nærri því 33 ár. Við eigum fjögur börn og börnin mín eiga fimm dætur,“ sagði Moore, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing „Ég tel mjög mikilvægt að vernda ung börn. Það að verða fyrir árásum fyrir meint kynferðisbrot fer þvert á feril minn í dómstólum. Ég vil að það sé bæði fjölmiðlum og öllum sem eru hér ljóst að ég hefur ekki útvegað börnum áfengi. Ég hef ekki brotið kynferðislega á neinum. Þessar ásakanir birtast fjórum og hálfri viku fyrir kosningarnar. Af hverju núna?“ spurði Moore. Lögmaður einnar konu sem Washington Post ræddi við sagði AP fréttaveitunni að þær hefðu verið táningar og hann hefði verið valdamikill saksóknari. Þær hefðu líklega óttast að hann myndi beita kröftum sínum gegn þeim, eins og hann hafi gert í vikunni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum MeToo Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Repúblikaninn Roy Moore segir það alrangt að hann hafi elst við táningsstúlkur þegar hann var á fertugsaldri. Kona að nafni Leigh Corfman steig fram í síðustu viku og sakaði Moore í viðtali við Washington Post um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Sjálfur segir Moore að Washington Post sé að reyna að klekkja á honum og að kjósendur muni sjá í gegnum þetta „leikrit“. Corfman sagði að Moore hefði klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Sjá einnig: Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Þrjár aðrar konur ræddu við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Í ræðu fyrir framan aðra repúblikana í Alabama sagði Moore að tímasetning fréttar Washington Post, svo skömmu fyrir kosningarnar, sýni fram á að um tilraun til að grafa undan framboði hans sé að ræða. „Þessar árásir snúast um börn og eru algerlega rangar og um eitthvað sem gerðist fyrir nærri því 40 árum. Auk þess að vera rangar eru þær særandi fyrir mig persónulega. Ég hefur verið giftur eiginkonu minni Kayla í nærri því 33 ár. Við eigum fjögur börn og börnin mín eiga fimm dætur,“ sagði Moore, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing „Ég tel mjög mikilvægt að vernda ung börn. Það að verða fyrir árásum fyrir meint kynferðisbrot fer þvert á feril minn í dómstólum. Ég vil að það sé bæði fjölmiðlum og öllum sem eru hér ljóst að ég hefur ekki útvegað börnum áfengi. Ég hef ekki brotið kynferðislega á neinum. Þessar ásakanir birtast fjórum og hálfri viku fyrir kosningarnar. Af hverju núna?“ spurði Moore. Lögmaður einnar konu sem Washington Post ræddi við sagði AP fréttaveitunni að þær hefðu verið táningar og hann hefði verið valdamikill saksóknari. Þær hefðu líklega óttast að hann myndi beita kröftum sínum gegn þeim, eins og hann hafi gert í vikunni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum MeToo Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira